Heilsuvernd - 01.12.1971, Síða 7
og dimmum hríðarbyl. Myrkrið, kuldinn og þreytan leggjast á
hann með ofurþunga sínum. Hann veit ekki hvert halda skal, en
heldur þó áfram upp á von og óvon, meðan kraftar leyfa. En allt
í einu grillir í lítið ljós gegnum sortann. Hann veit með vissu, að
þetta litla ljós hlýtur að vera í einhverjum bæjarglugga ekki langt
undan, og óðara tekur hann stefnu á ljósið. Hver og einn getur
gert sér í hugarlund, hvílík áhrif þetta litla Ijós hafði á manninn.
Það var ekki aðeins vonar- og gleðigjafi, heldur í raun og sann-
leika lífgjafi hans.
Heilög jól, fæðingarhátíð Frelsarans, boða oss komu hins sanna
ljóss í heiminn með honum. Meðan Jesús gekk um hér á jörð, var
hann hvarvetna á ferð, þar sem myrkur mannlegs böls hafði lagzt
yfir með ofurþunga sínum í einhverri mynd. Og hvar sem hann
fór um með sínum líknandi og læknandi kærleikskrafti, þar birti
í sannleika yfir. Hvort heldur hann læknaði sjúkan, gaf blindum
sýn eða reisti látinn upp frá dauðum, eða ljós kærleika hans náði
á annan hátt til mannanna, þá birti alls staðar yfir, þar sem það
náði að skína. Það hefur alls staðar og á öllum öldum birt yfir,
þar sem menn knúðir af kærleika Krists hafa reynt að feta í fót-
spor hans, með því að auðsýna öðrum kærleika og flytja þeim
hjálp og líkn í nauðum.
Hér að framan var minnzt á barnið og myrkfælni þess, þ. e.
ótta þess við illar vættir myrkursins, sem albúnar eru að vinna
mönnum mein og tjón. Gegn slíkum illum öflum ákölluðu forfeður
vorir Jesú nafn. Engin ill vera þoldi að heyra þetta hreina og
heilaga nafn nefnt. Þær lögðu á flótta undan því, eins og myrkrið
flýr ljósið. Einnig þetta er táknrænt. Ósjaldan leita á oss illar
hugsanir, og ill áhrif sækja inn í hjörtu vor og skapa þar myrkur
syndarinnar. Engin rafljósabirta, hversu skær sem hún kann að
vera, getur upplýst eða hrakið þetta myrkur á brott. Það getur
aðeins ljósið frá Jesú Kristi og kærleika hans. Þess vegna er hann
sigurvegari syndarinnar í hjörtum mannanna. — Eins og maður-
inn, sem forðum var að villast í náttmyrkri og hríðarbyl á heiðum
uppi, þannig erum vér oft andlega villt á vegferð vorri gegnum
lífið og vitum naumast, hvert halda skal. En þegar vér í trú kom-
um auga á Jesúm Krist og tökum stefnuna til hans og með honum,
HEILSUVERND
167