Heilsuvernd - 01.12.1971, Side 10
Jarðeignin Sogn og barnaheimili. Á síðasta landsþingi var frá
því skýrt, að stjórn NLFÍ hefði fest kaup á jarðeigninni Sogni í
Ölfusi með það fyrir augum að koma þar upp barnaheimili, og
veitti þingið stjórninni heimild til þess. Árið 1970 var borað eftir
heitu vatni í landareigninni, og fannst við borunina mikill hiti, en
ekkert vatn í þeirri dýpt, sem borunin náði. Um þessi mál hefir
verið ágreiningur innan stjórnarinnar, sem ákvað að vísa honum
til þingsins.
Heilsuhælið. Aðsókn að því er alltaf mikil og langir biðlistar.
Eins og reikningar sýna, hafa tekjur nægt fyrir útgjöldum, en
búizt er við tapi á þessu ári, þar sem engin hækkun hefir fengizt
á daggjöldum síðan á miðju ári 1970.
Ný sjúkraþjálfunardeild var tekin í notkun síðla árs 1970. Nú
er nýlega lokið byggingu kapellu og samkomuhúss, og vígði hr.
Sigurbjörn Einarsson biskup kapelluna hinn 19. sept. síðastliðinn,
eins og frá er skýrt í síðasta hefti Heilsuverndar.
Þá er í byggingu átta íbúða byggingasamstæða fyrir starfsfólk,
og verða þær íbúðir væntanlega einnig notaðar fyrir hjón, sem
óska að dvelja í hælinu sér til heilsubótar. Þá er einnig verið að
byggja verkstæðishús fyrir rafmagnsvinnu o.fl.
Forseti lauk máli sínu með þessum orðum:
„Þetta er þá í stuttu máli það helzta, sem skeð hefir á síðustu
tveimur árum. Eins og þið hafið heyrt, hefir mikið verið starfað,
og margt er í undirbúningi og óútkljáð, eins og eðlilegt má telja,
því að annars væri kyrrstaða, sem við vonum að aldrei komi til í
félagsmálum okkar.“
Þá gerði Árni Ásbjarnarson forstjóri grein fyrir reikningum
NLFÍ og fyrirtækja þess og sjóða árin 1969 og 1970, og hafði
þeim verið útbýtt fjölrituðum á fundinum. Að umræðum loknum
var þeim vísað til fjárhagsnefndar.
Allmiklar umræður urðu um störf stjórnar og reikninga, og kom
fram gagnrýni á hendur forstjóra og stjórnar og fyrirspumir, sem
170
HEILSUVERND