Heilsuvernd - 01.12.1971, Síða 11
forstjóri og stjórnarmenn svöruðu. Umæðum var lokið kl. 12.30,
og áður en fundarhlé var gert, lýsti þingforseti tillögum þeim, sem
borizt höfðu, og var ákveðið, hvaða nefndir skyldu taka þær til
meðferðar, en fyrri umræðu um þær frestað. Héldu allir fundar-
menn til hádegisverðar í Matstofu NLFR í boði NLFÍ.
Fundur hófst á ný kl. 14.25. Var fyrst tekin fyrir tillaga frá
Náttúrulækningafélagi Akureyrar, og hafði Laufey Tryggvadóttir,
formaður félagsins, lokið framsögu um hana fyrir fundarhlé. Tóku
margir til máls og lýstu eindregnum stuðningi sínum við hana.
Þá hófust umræður um tvær tillögur varðandi Matstofu NLFR,
önnur frá stjórn NLFR þess efnis, að NLFl tæki við rekstri mat-
stofunnar, hin frá meirihluta stjórnar NLFÍ, sem gekk út á það, að
NLFÍ styrkti matstofuna, en NLFR starfrækti hana áfram. Margir
tóku til máls um tillögurnar.
Loks voru teknar fyrir tillögur varðandi Sognið, önnur frá
Klemensi Þorleifssyni, sem lagði til, að Sognið yrði selt, hin frá
Árna Ásbjarnarsyni, Zóphóníasi Péturssyni og Eggert V. Krist-
inssyni um heimild til stjórnar NLFÍ til að hef ja nú þegar undir-
búning að stofnun barnaheimilis í Sogni.
Að umræðum loknum var gefið fundarhlé, meðan nefndir
störfuðu.
Kl. 16.30 var fundi haldið áfram, og nefndir skiluðu álitum
sínum. Urðu litlar sem engar umræður að þessu sinni. Afgreiðsla
fór á þessa leið:
1. Svohljóðandi tillaga frá Akureyrarfélaginu var samþykkt
með atkvæðum allra fundarmanna: ,,13. landsþing NLFÍ beinir
þeim tilmælum til allra þingmanna landsins, að þeir veiti stuðning
sinn til þess, að byggt verði og starfrækt norðanlands heilsuhæli,
sem rekið verði með svipuðum hætti og Heilsuhæli NLFÍ í Hvera-
gerði.“
2. Tillagan varðandi stofnun barnaheimilis í Sogni var sam-
þykkt samhljóða, og var tillagan um sölu Sognsins þar með fallin.
3. Tillagan frá stjórn NLFR varðandi matstofuna var sam-
þykkt með 14 atkv. gegn 3.
HEILSUVERND
171