Heilsuvernd - 01.12.1971, Page 12

Heilsuvernd - 01.12.1971, Page 12
4. Reikningar NLFÍ fyrir árin 1969 og 1970 voru samþykktir samhljóða. 5. Samþykkt var að greiða ferðakostnað fulltrúa utan af landi, eins og venja hefir verið. 6. Skattur bandalagsfélaga til NLFÍ var ákveðinn 10% af ársgjöldum og ævifélagagjöldum, eins og verið hefir. 7. Fjárhagsnefnd hafði lagt til, að ársgjöld skírteinisfélaga í NLFÍ og ævifélagsgjöld skyldu óbreytt, kr. 100,— og 1.000,—. Breytingartillaga kom fram um að hækka þau um helming, og var hún samþykkt samhljóða. Hinsvegar var felld með 11 atkv. gegn 3 tillaga um að fella niður félagsgjöld þeirra, sem eru eldri en 65 ára. Þess skal getið, að þessi gjöld eru lágmarksgjöld fyrir félaga í öllum deildum innan bandalagsins. Kosningar. Frú Arnheiður Jónsdóttir var endurkosin forseti NLFÍ til næstu tveggja ára, varaforseti Zóphónías Pétursson full- trúi og meðstjórnendur frú Guðbjörg Birkis, Eggert V. Kristins- son forstjóri og Eiður Sigurðsson móttökustjóri. í varastjóm voru kosin frú Ásta Jónasdóttir, Friðgeir Ingimundarson bókhaldari og Hulda Jensdóttir forstöðukona Fæðingarheimilis Reykjavíkur. Endurskoðendur voru kosnir Hilmar J. Norðfjörð loftskeytamaður og Hafsteinn Guðmundsson prentsmiðjustjóri, og varaendurskoð- endur ungfrú Anna Matthíasdóttir og Vignir Andrésson íþrótta- kennari. I ritnefnd voru endurkosin frú Ásta Jónasdóttir, séra Helgi Tryggvason yfirkennari og Marínó L. Stefánsson kennari. Þingslit. Arnheiður Jónsdóttir þakkaði þeim Pétri Gunnarssyni og Klemensi Þorleifssyni, sem gengu úr stjórninni, fyrir margra ára samstarf, og bauð hina nýju ungu stjómarmenn velkomna í stjórnina. Hún þakkaði fulltrúum utan af landi fyrir komuna á þingið, en frú Laufey Tryggvadóttir og Hallgrímur Helgason mæltu nokkur þakkarorð. Samþykkt var að senda frú Svövu Fells kveðjur og blóm í þakklætisskyni fyrir velvild hennar og hjálp- semi fyrr og síðar, en hún var nýstigin upp úr veikindum. Zóphón- ías Pétursson og Björn L. Jónsson fluttu Arnheiði Jónsdóttur þakkir fyrir að hafa gefið kost á sér sem forseta næstu ár, og 172 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.