Heilsuvernd - 01.12.1971, Qupperneq 13

Heilsuvernd - 01.12.1971, Qupperneq 13
var hún hyllt af þingheimi með lófataki. Árni Ásbjarnarson bauð þingfulltrúum til hádegisverðar í Heilsuhæli NLFÍ daginn eftir, og skýrði frá því, að kl. 14 yrði guðsþjónusta í hinni nývígðu kapellu hælisins. Þá var fundargerð lesin upp og samþykkt. Þingforseti þakkaði þingfulltrúum og þingnefndum og öðrum embættismönn- um þingsins fyrir gott samstarf, og riturum alveg sérstaklega, og sagði þinginu slitið kl. 18.20. Útdráttur úr reikningum NLFÍ birist á öðrum stað í þessu hefti. Fundur i NLFR Fundur var haldinn í Náttúrulækningafélagi Reykjavíkur fimmtudaginn 14. október 1971 í matstofu félagsins, Kirkjustræti 8. Formaður félagsins, ungfrú Anna Matthíasdóttir, setti fundinn og skýrði frá sumarstarfinu. Bað hún síðan varaformann, Björn L. Jónsson lækni, að taka við fundarstjórn. Skyldi kjósa 17 fulltrúa á 13. landsþing NLFÍ, sem boðað hafði verið til hinn 23. október. Eins og venja hefir verið, hafði stjórnin látið fjölrita lista með nöfnum félagsmanna, er hún var sammála um að stinga upp á, og var honum úthlutað til fundarmanna. Þá var lesin fundargerð síðasta fundar og síðan lýst eftir uppástungum til viðbótar frá fundarmönnum. Var síðan gengið til kosninga, og tilnefndi fund- arstjóri 3 menn til að telja atkvæðin, meðan fundarstörfum var haldið áfram. Fundarstjóri las tillögu frá stjórn félagsins, og gekk hún út á það, að fyrir landsþingið skyldi lögð tillaga um að Náttúrulækn- ingafélag íslands tæki við rekstri matstofunnar. Hafði Ámi Ás- bjarnarson, forstjóri félagssamtakanna og matstofunnar, fram- sögu um málið, og urðu um það miklar umræður og nokkuð skiptar skoðanir. Að umræðum loknum var tillagan samþykkt með nokkr- um mótatkvæðum. Þá lýsti fundarstjóri úrslitum fulltrúakjörs og röð aðalfulltrúa og varafulltrúa. Að loknum nokkrum umræðum um félagsmál almennt var fundi síðan slitið. HEILSUVEHND 173

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.