Heilsuvernd - 01.12.1971, Qupperneq 20

Heilsuvernd - 01.12.1971, Qupperneq 20
OrkueyOsla viO störff Það er fróðlegt og gagnlegt að vita, hve mikilli orku líkaminn eyðir við mismunandi störf. Feitu fólki, sem vill megrast, mega þessar tölur vera lærdómsríkar. Þegar líkaminn er í hvíld, eyðir hann um 7 hitaeiningum á klukkutíma, sé miðað við meðalþungan karlmann. Tölurnar hér á eftir sýna aukaeyðslu á klukkustund við ýmis störf: Létt al- menn vinna 75, mjög erfið vinna 300 eða meira. Meðalhraður gangur (5 km á klst.) 140. Hraður gangur (8 km) 580. Sund (3 km á klst.) 530. Dans (vals) 210. Foxtrot 270. Hraður polki 1150. Hnefaleikar 800. Til samanburðar má nefna, að í 100 g af kartöflum eru 60—70 he., í einu eggi 85, í meðalstórri brauðsneið án viðbits 100, í slétt- fullri matskeið af smjöri 100, í 25 g (2 sléttf. matsk.) af sykri 100. I lítilli jólakökusneið 100. Klukkustundar meðalhraður gangur jafngildir þá því að spara við sig eina meðalstóra sneið af jólaköku, eða eina smurða brauð- sneið, eða 35 g (3 sléttfullar matsk.) af sykri. HEILSUVERND sendir lesendum sínum hug- lieilar óskir um gleðileg jól og ámar þeim allrar blessunar á komandi ári um leið og hún þakkar eldri og yngri áskrifendum fyrir vinsemd og tryggð á umliðnum árum. 180 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.