Heilsuvernd - 01.10.1974, Qupperneq 5

Heilsuvernd - 01.10.1974, Qupperneq 5
Hvernig haga menn sér svo gagnvart þessum lífsskUyrð- um? Mesti fjöldi manna lokar sig inni í þéttum upphituðum og loftillum húsákynnum, þar sem andrúmsloftið er svo mengað kolsýru og öðrum óheilnæmum lofttegundum að það nærir illa logann á lampa lífsins. Menn drekka ýmsa óheilnæma og mengaða drykki i stað sválandi vatns. Það er sagt um næringuna að hún sé sterkasti þátturinn i akkerisstreng lífsins. Það er vitað mál að fæða menning- arþjóðanna er í mesta rnáta óeðlileg. Hún er svipt mörg- um hinum helstu kostum heilnæmrar næringar, svo sem fjörefnum., lútargœfum næringarsöltum og grófefn- um. Þar með er fæðan svipt því samræmi sem hún þarf að hafa. Sykur, hvítt hveiti, hefluð hnsgrjón, sagógrjón, kartöflumjöl og fleiri ný- tísku matvörur eru hinar óheilnœmustu og eiga eflaust mestan þátt í hinum mörgu kvillum menningarþjóðanna. Þá er og matreiðslunni ekki lítið ábótavant. 1 stað þess að neyta lifandi fæðu, deyða menn hana með of mik- illi upphitun og margskonar heimskulegri meðferð sem. eyðileggur fjörefni hennar og nemur burtu nauðsynleg nær- ingarsölt. Allt er þetta brot á því lögmáli sem lífinu hef- ir verið sett. Slíkt getur ekki orðið til lengdar, án þess að hætta hljótist af fyrir heilsu og vellíðan manna. Það er þvi ekki undarlegt þótt uppleys- ingaröfl, sem ég hefi hér káll- að myrkravöld, nái tökum á likama manna og váldi þar röskun á eðlilegu jafnvægi. (GANGLERI 1940. NÝJAR LEIÐIR, 2. rit NLFÍ 1942) VERRA GAT ÞAÐ VERIÐ Leikhúsgesturinn: Það hlýtur að vera hræðilegt þegar óperu- söngvarinn finnur að hann er hættur að geta sungið. Leikhússtjórinn: Hitt er þó miklu verra þegar hann finnur það ekki. HEILSUVERND 125

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.