Heilsuvernd - 01.10.1974, Page 8

Heilsuvernd - 01.10.1974, Page 8
leiðina til hlítar, rotturnar í öðrum hópnum ekki fyrr en eftir 28 skipti, en þær sem dvöldu í heitasta búrinu. lærðu seint eða aldrei að rata. Tilraunin var endurtekin þremur mánuðum síðar; fyrsti hópurinn rataði enn viðstöðulaust, annar hópurinn verr, og sá þriðji hafði öllu gleymt. Þá hafa dýratilraunir leitt í ljós, að í hitabeltisloftslagi eykst þörfin fyrir B,-fjörefni. Þetta stafar af því, að efnabruninn í lík- amanum verður hægari í miklum hitum, og þeim mun meira þarf af þessu fjörefni, en það er einmitt hluti af efnakljúfi sem örvar brunann. Tilraunir á músum hafa sýnt, að við hita yfir 30° minnkar frjósemi mjög, andvana fæðingum fjölgar, og ungadauði eykst. Orsökin er talin sú, að sæðisfrumur karldýrsins lamast við mikinn hita. Þannig eru dæmi þess, að hestar, rottur og önnur tilrauna- dýr hafi orðið varanlega ófrjó eftir einn heitan dag. Athuganir á fólki. Því er almennt trúað að íbúar hitabeltislanda nái fljótt kynþroska. Tilraunir hafa sýnt að svo er ekki um dýr. Og athuganir á stúlkum hafa leitt í ljós að í hitabeltinu byrja þær ekki að hafa á klæðum fyrr en 14 til 16 ára gamlar, eða nokkru seinna en í tempruðu beltunum Meðal eskimóa er þetta líkt og í hitabeltinu, því að mikill kuldi virðist einnig draga úr þroskahraða. í hitabeltinu er frjósemi minni en í tempruðu beltunum, og er það í samræmi við tilraunir á dýrum. Athuganir gerðar í borgum í Bandaríkjunum og í Japan hafa sýnt, að þegar tala fæðinga er borin saman við lofthitann 9 mánuðum áður, eru fæðingar þeim mun færri sem hitinn hefir verið meiri. Að vísu gæti þetta stafað af því, að miklir hitar dragi úr kynmökum. En skýrslur um að- sókn að vændishúsum í Japan og aðrar athuganir benda ekki til þess að hún sé minni en ella í mestu hitum. Verður því að álykta, að hitinn dragi úr frjóseminni. Sama verður og uppi á teningnum, ef hitastig fer niður fyrir 5°C. Ennfremur reynast andvana fæð- ingar fleiri en ella og ungbarnadauði meiri, ef bömin eru getin í miklum hita. í tempruðu loftslagi verða börnin yfirleitt hraustari, andlega og líkamlega. Vegna þess hve útbreiddir hinir skæðu hitabeltissjúkdómar eru 128 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.