Heilsuvernd - 01.10.1974, Blaðsíða 10

Heilsuvernd - 01.10.1974, Blaðsíða 10
en ella með fallandi loftvog. En um þessa sjúkdóma kemur þó fyrst og fremst annað til greina en loftslagið, þ.e. mataræði og ýmsar aðrar lífsvenjur. Einna greinilegast er þetta um tann- skemmdir Niðurstaðan af framanriðuðum hugleiðingum verður þá þessi: Lífið í löndum hitabeltisins er háð mörgum augljósum hættum, ekki síður en í tempruðu beltunum. Auk þess verka miklir hitar sljóvgandi á líkamleg og andleg lífsstörf og veikla mótstöðuafl gegn sýklum. Hitabreytingar tempruðu beltanna virðast hinsvegar örva líkamlegan og andlegan þroska og skapa einstaklingum og þjóðarheildum hin ákjósanlegustu lífsskilyrði. Sennilega eru skil- yrðin í kuldabeltinu og köldustu hnattsvæðum miður hagstæð. Að öllu samanlögðu mega íbúar tempruðu beltanna prísa sig sæla og una glaðir við sitt. Á þetta ekki hvað síst við um okkur íslendinga. Að vísu búum við á norðurmörkum þessa hnattsvæðis, en erum það vel settir að við höfum aldrei af miklum hitum og sjaldan af miklum kuldum að segja, en þó yfrið næga tilbreytingu í veður- lagi. Enda mun það ekkert þjóðargrobb að halda því fram, að íslendingar þoli samanburð við aðrar þjóðir heims hvað snertir líkamlegt og andlegt atgervi. Liffnaöapfiaettip og langlífi Ritstjóri sænska tímaritsins „Hálsa“, Eskil Svensson, gerði sér nýlega ferð á hendur til Kákasus til að kynna sér lifnaðar- hætti í þeim héruðum, þar sem mest er um háaldrað fólk. Hann ræddi við rússneska lækna og vísindamenn og ameríska konu, sem er prófessor í mannfræði, auk þess sem hann hafði tal af íbúunum sjálfum. Hann lýsir því í greinum í „Hálsa“, hvers hann varð vísari í þessum leiðangri, og fer hér á eftir útdráttur úr þeim. 130 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.