Heilsuvernd - 01.10.1974, Page 11

Heilsuvernd - 01.10.1974, Page 11
I Georgíu eru alls um 10 þúsundir manna, sem náð hafa 100 ára aldri, og af þeim búa 60% í Abkasíu. í landinu búa alls um 4 millj- ónir manna, og svarar þetta til þess að hér á landi væru 500 manns hundrað ára eða meira. Síðustu 10 árin hafa ekki orðið verulegar breytingar á mataræði íbúanna. Aðalfæða þeirra er hirsi- korn og maís, svo og grænmeti sem mestmegnis er borðað hrátt. Kjöt borða þeir að meðaltali einu sinni eða tvisvar í viku, egg einstaka sinnum og fisk aldrei. Flestir borða daglega súrmjólk og ost. Kaffi er alls ekki notað, en á síðari árum er farið að rækta tejurtina, og fer tedrykkja vaxandi. Með teinu er notaður sykur, og má það heita eina sykurneyslan, auk þess sem borðaðar eru sætar kökur við hátíðleg tækifæri. Öll matvæli eru framleidd í landinu sjálfu, gerviáburður þekk- ist ekki, né heldur nein lyf við ræktun eða meðferð matjurta; iðnaðarmatvörur eru ekki á boðstólum, en í seinni tíð er farið að selja ljós matarbrauð í verslunum Hveiti-, rúg- og hrísgrjónarækt er engin í landinu. Vínviðarrækt er mikil og létt vín notuð með mat. Við hátíðleg tækifæri er einnig drukkið heimabruggað vodka, en í Abkasíu sést aldrei ölvaður maður. Um 15 þúsundir manna yfir 80 ára aldri hafa verið teknir til athugunar í rannsóknarstöð í landinu. Af þeim hafa 25% lifað eingöngu á mjólkur- og jurtafæði, en 12% kváðust borða mikið kjöt- Fæðið er svipað frá degi til dags. Af grænmeti má nefna tómata, gúrkur, ýmiskonar kál, gulrætur, graslauk og margar tegundir af blaðgrænmeti. Kartöflur eru ekki mikið notaðar, en þeim mun meira af allskonar baunategundum, ennfremur laukur og hvítlaukur og margskonar ávextir, þar á meðal mikið af epl- um, en lítið af appelsínum. Jurtaolíur koma í staðinn fyrir venju- lega feiti, og salt er eingöngu notað með kjöti. Máltíðir eru þrjár eða fjórar á dag. Morgunverður er hinn þjóðlegi maísgrautur abista, búinn til úr maís með hýði. Með hon- um er borðuð mjólk eða ávaxtamauk. I öðrum máltíðum er uppi- staðan grænmeti, aðallega hrátt; einnig eru borðaðar hnetur, sem eru hakkaðar saman við hráa grænmetið. Nýmjólk er alltaf HEILStJVEHND 131

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.