Heilsuvernd - 01.10.1974, Síða 13

Heilsuvernd - 01.10.1974, Síða 13
Blæðandi pistilbólga læKnuð með mataræði Gösta Eriksson hafði í 20 ár gengið með blæðandi ristilbólgu (colitis ulcerosa), sem er sjúkdómur mjög erfiður viðureignar. Var að því komið, að hann gengi undir mikla aðgerð og hluti af ristlinum numinn burt. Hann var annars hraustur og sterkbyggð- ur og stundaði skógarhögg sem unglingur. En 17 ára gamall fékk hann blæðandi magasár sem afleiðingu af lélegu fæði og ofreynslu. Sárið greri með viðeigandi mataræði. En hann varð að leggja niður skógarhöggið og fá sér aðra atvinnu. Hann stofnaði fyrirtæki, sem fékkst við hreingerningar, og svo mikið var að gera, að hann hafði aldrei frið. Árið 1947, er hann var um fertugt, byrjuðu aftur magaeinkenni, verkir, blóð og slím í hægðum. Hann át kynstrin öll af lyfjum. En eftir 10 ár kom það upp úr kafinu, að hann var með blæðandi ristilbólgu, og þá var enn breytt um lyf. En ástand hans fór stöðugt versnandi. Hann var alltaf undir læknishendi og í sjúkrahúsum. Hann fékk eitt sinn eksem af súlfalyfjum. Hann hætti reykingum, hafði reykt um 15 sígarettur á dag en fann, að hann þoldi þær illa. Enginn lækna hans ráðlagði breytingar á mataræði. Árið 1969 voru teknir æxlissepar úr ristlinum, og komið hafði til tals að taka eða yfir 200 lækningajurtir; t.d. eru jurtablöð lögð á sár, og jurtir af súruættinni eru notaðar til blóðþynningar. Meira en 60% af því fólki yfir 100 ára aldri, sem rannsakað var, stunduðu enn venjulega vinnu. Alvarlegir sjúkdómar eru mjög sjaldgæfir sem dánarorsök. Hár blóðþrýstingur má heita óþekkt- ur, og kólesteról í blóði er eðlilegt hjá hinum háöldruðu. Krabba- mein og liðagigt eru ákaflega sjaldgæfir sjúkdómar, en hjarta- sjúkdómar koma fyrir, Um 79% hinna rannsökuðu höfðu fulla sjón og fulla heyrn. Flestar konur hafa enn tíðir 55 ára og margar enn við 60 ára aldur. HEILSUVERND 133

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.