Heilsuvernd - 01.10.1974, Síða 17

Heilsuvernd - 01.10.1974, Síða 17
arbúa til þess að halda til fjalla þegar tækifæri gefst og njóta allra þeirra dásemda, sem þar er að finna og hver skynjar á sinn hátt. Heim í Hveragerði komum við svo kl. 7 á mánudagskvöld, að vísu þreytt, en glöð og ánægð eftir vel heppnaða ferð. Við höfðum notið þriggja unaðslegra sólskinsdaga í hreinu fjallalofti og orðið aðnjótandi þess djúpa friðar sem örævakyrðin ein getur veitt. Þessar árlegu ferðir okkar til öflunar fjallagrasa hafa, að mínu áliti, tvennskonar þýðingu. Þær færa góðan forða lífgrasa í matar- búr hælisins, og þær halda við fornum þjóðlegum sið feðra okkar. Á svipuðum tíma sumars er hér í nágrenni hælisins, bæði tii fjalls og fjöru, unnið að öflun annara lífgrasa, en það eru ýmsar tegundir tejurta sem eru þurkaðar og hreinsaðar og síðan blandað saman. Á þann hátt verður til okkar mjög svo rómaða ,,sjö-grasa- te“, sem hér er á borðum sem nóndrykkur dag hvern. í þriðja lagi er árlega aflað sölva um höfuðdagsleytið af þeim sem aðstöðu hafa til slíks, en söl viljum við hafa hér á borðum alla daga ársins. Ef öll þessi lífgrös sem hér hafa verið nefnd eru rétt meðhöndluð, geyma þau í sér sólarorkuna og lífsmagn jarðar til blessunar á dimmum vetrardægrum, þegar sólarinnar nýtur ekki hér á norðurhveli jarðar. Sú er ósk mín og von að við íslendingar megum á komandi árum og öldum, í vaxandi mæli, læra að notfæra okkur þann lífsmátt, sem í þeim er fólginn, heilsu okkar til verndunar. Einn ferðafélaganna, Marínó L. Stefánsson kennari, afhenti mér að ferðalokum tvær vísur á miða: Með Árna sigldu í sama bílnum sextán manns á fjöll Gaman var í góðu veðri, við grösuðum mikið öll. Engin slys og allir glaðir, ekkert hugarvíl. Fjörutíu fulla poka fluttum við heim á bíl. HEILSUVERND 137

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.