Heilsuvernd - 01.10.1974, Síða 19

Heilsuvernd - 01.10.1974, Síða 19
Eftir óvenju hagstætt sumar eru góðar horfur á meiri uppskeru grænmetis og garðávaxta en svo, að því verði öllu komið í lóg áður en vetur gengur í garð með frosti og snjó. Enda ætti það að vera keppikefli allra að rækta það mikið af grænmeti sem hægt er að geyma, að það endist sem lengst fram eftir vetri. En þá er vandinn sá að koma uppskerunni þannig fyrir að hún spillist sem minnst. Er þar um ýmsar leiðir að velja, og oft sýnist þar sitt hverjum. Þar sem til eru jarðhús eða kaldar geymslur með kæli- vélum er málið auðleyst. Að öðrum kosti verður að leita frum- stæðari ráða. Geymslu á kartöflum og rófum tel ég ekki ástæðu til að lýsa hér, flestir munu þekkja til þeirra aðgerða. Um grænkál, hvítkál og gulrætur vil ég hinsvegar fara nokkrum orðum. Grænkál þolir vel talsvert frost sem er hreint ekki versti óvinur þess. Hinsvegar stafar því mikil hætta af þurrvindum sem algengir eru á haustin og rífa kálið blátt áfram í sundur. Gotí ráð við því er að stinga kálplönturnar upp og grafa þær aftur niður þétt saman, helst þar sem skýlt er, og breiða jafnvel striga yfir, þá verður kálinu síður meint af umskiptum milli frosts og þíðu. Um hvítkálið er öðru máli að gegna, það þolir að vísu að frjósa einu sinni, en ekki oftar. Sumarkál er viðkvæmt og þolir illa geymslu. En haustkál hefir grófari blöð og geymist betur. Til geymslu eru þá valin þétt, blettalaus og sprungulaus kálhöfuð, þau eru tekin upp með rót, ystu blöðin látin halda sér og stilkur- HEILSUVERND 139

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.