Heilsuvernd - 01.10.1974, Síða 20

Heilsuvernd - 01.10.1974, Síða 20
inn ekki skorinn í sundur. Síðan er þeim raðað þétt saman og stilkurinn látinn vita upp; gott er að hafa lag af sandi eða möl undir og staðurinn valinn þannig, að ekki safnist þar vatn í rign- ingum. Síðan er mold mokað að kálinu og yfir það, og áður en frystir þarf að hylja kálið alveg með mold og jurtaleifum. Þannig á það að geta geymst langt fram yfir nýár. Til geymslu á gulrótum þarf að velja vel þroskaðar og galla- lausar gulrætur og þurrka þær vel. Síðan eru þær settar í bing ofan á lag af sandi eða möl á vel þurrum stað. Breidd bingsins er hæfileg 60 cm og hæðin álíka mikil, en hliðarnar dragast saman eins og ris á húsi. Þá er lagður plastdúkur yfir binginn og allt þakið með 20 cm lagi af mold. Þó þarf að hafa op til endanna um skeið, t.d. með því að leggja rörbút undir dúkinn niður við jörð, áður en moldinni er mokað að. Þegar svo frystir að ráði, er bútun- um kippt burt, opinu lokað með plastinu og 20 cm moldarlagi bætt við og að auki jurtaleifum eða hálmi, ef á þarf að halda, eða jafnvel hrossataði. 1 Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði höfum við geymt gulrætur með þessum hætti fram í marsmánuð, og þær voru sem nýjar þegar bingurinn var opnaður. Framhald af bls. 141 Sultaðir grænir tómatar Yz kg grænir tómatar 2 y2 dl vatn V2 kg púðursykur 15 g sítrónusýra Kanell Negull Tómatamir eru stungnir eða afhýddir, suðan látin koma upp á vatninu ásamt sykri og sítrónusýru, tómatarnir látnir út í og soðnir í 10 mínútur. Potturinn er tekinn af og látinn bíða til næsta dags, en ekki má nota alúmínpott. Þá eru tómatarnir soðnir á ný þar til þeir eru orðnir meyrir, teknir upp úr og settir í glös, en lögurinn soðinn í 5 mínútur ásamt kryddinu, honum hellt yfir tómatana og gengið frá glösunum. 140 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.