Heilsuvernd - 01.10.1974, Page 21

Heilsuvernd - 01.10.1974, Page 21
PÁLÍNA R. KJARTANSDÓTTIR HÚSMÆÐRAKENNARI Uppskriftír Papríkusalat 2 papríkur 1 púrra (blaðlaukur) 1 blómkál 2 tómatar 1 gúrka 2 sítrónur l* l/2 dl matarolía Grænmetið er þvegið vel úr köldu vatni, stilkurinn skorinn af papríkunni, hún klofin og fræin fjarlægð; síðan er hún skorin í ræmur, tómatar, gúrka og púrra sneidd niður og blómkálið saxað fremur gróft og öllu blandað saman. Bragðbætt með sítrónusafa og matarolíu. Sultaðir tómatar % kg tómatar Y2 kg púðursykur 5—6 negulnaglar eða vanilla Tómatarnir mega ekki vera of þroskaðir. Þeir eru þvegnir, stungnir og soðnir í 10 mínútur ásamt sykri og sítrónusafa, negullinn eða vanillan látin síðast saman við. Tómatarnir eru teknir upp úr leginum og settir í vel hreinsuð glös, en lögurinn soðinn í 5 mínútur, honum síðan hellt yfir tómatana og bundið yfir glösin. Framhald á bls. 140 1 /2 dl vatn 15 g sítrónusýra HEILSUVERND 141

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.