Feykir


Feykir - 08.01.2020, Side 5

Feykir - 08.01.2020, Side 5
EINKAMÁL Knattspyrna kvenna Jónsi í þjálfarateymi Stólanna á ný? Orðrómur hefur kvisast út að Jón Stefán Jónsson, annar þjálfara kvennaliðs Tindastóls í knattspyrnu á síðasta tímabili, verði aðstoðarþjálfari Guðna Þórs Einarssonar sem hélt áfram þjálfun liðsins þetta tímabil. Hvort þessi ráðstöfun komi á óvart er ekki gott að segja en Jónsi kvaddi liðið með virktum í haust er hann tók við starfi íþróttafulltrúa hjá Þór Akureyri. „Það er að ekkert fast í hendi en það er vilji okkar beggja að Jón Stefán skrifi undir nýjan samning og taki slaginn með okkur aftur. Það mál er aðeins á frumstigi og ég vona að það verði gengið frá því á næstu vikum,“ sagði Guðni aðalþjálf- ari aðspurður um málið. Jón Stefán er sem áður búsettur á Akureyri en mun þá keyra á æfingar nokkrum sinnum í mánuði. Guðni segir leiki Stólanna í vetur fara fram meira og minna á Akureyri svo það hentar vel. „Ég lít svo á að þrátt fyrir að hann sé ekki á Króknum, sé hann besti kosturinn. Okkar samstarf undanfarin ár hefur gengið afar vel og við horfum mjög björtum augum á komandi mánuði.“ Knattspyrnudeild Tinda- stóls hefur boðað til opins fundar á morgun, fimmtu- daginn 9. janúar, kl. 20 í Húsi frítímans þar sem reynt verður að mynda nýja stjórn deildar- innar fyrir framhaldsaðalfund sem verður þann 16. janúar nk. „Ég vil hvetja alla til að mæta þar sem farið verður yfir áherslur og framtíðarsýn deildarinnar. Það sárlega vantar gott fólk til að koma í stjórn. Deildin býr yfir góðum hópi af metnaðarfullum þjálfurum, efnilegum iðkendum og fjár- hagsstaðan er í ágætis farvegi. Ég vil því hvetja alla foreldra, frændur, frænkur, ömmur eða afa, sem hafa einhver tengsl við iðkendur deildarinnar, um að íhuga vel að koma inn og taka þátt í þessari skemmtilegu uppbyggingu sem á sér stað í fótboltanum á Króknum. Áfram Tindastóll!“ /PF Jón Stefán Jónsson hefur náð frábærum árangri með kvennalið Tindastóls ásamt núverandi þjálfara, Guðna Þór Einarssyni. Myndin er tekin haustið 2018 þegar stelpurnar komust upp í Inkasso deildina. MYND: PF 1. deild kvenna : Tindastóll - Fjölnir 71–80 Fjölniskonur reyndust sterkari Körfuboltinn er kominn á ról á ný og á laugardag mættust lið Tindastóls og Fjölnis úr Grafarvogi í hörkuleik í Síkinu. Lið gestanna var í toppsæti deildarinnar fyrir leik og hafa sennilega á að skipa besta liðinu í 1. deild. Heimastúlkur voru þó yfir í hálfleik, 48-39, en lið Fjölnis tók leikinn yfir í þriðja leikhluta og lagði þar grunninn að góðum sigri. Lið Tindastóls hefði þó með agaðri leik í lokafjórðungnum getað tekið stigin tvö en gestirnir voru sterkari á lokamínútunum og sigruðu 71-80. Það var skarð fyrir skildi í liði Tindastóls að í liðið vantaði Akureyringana Karen og Hrefnu. Tess var atkvæðamest í liði Tindastóls með 30 stig, sex fráköst og fjórar stoðsendingar. Marín Lind var með 15 stig og sex fráköst, Telma Ösp var drjúg með tíu stig og tólf fráköst, Eva Rún með sjö stig og átta fráköst, Kristín Halla sex stig og Valdís Ósk þrjú stig. Í liði Fjölnis var Hulda Ósk á eldi, gerði 31 stig (71% skotnýting) og tók 18 fráköst. Þá áttu Fanndís María og Eygló Kristín fínan leik fyrir Fjölni. Liðin tóku álíka mörg fráköst en gestirnir áttu 18 stoðsendingar gegn sjö hjá Stólunum sem segir manni að gestirnir hafi spilað boltanum betur. Þá tók lið Fjölnis 20 vítaskotum meira en lið Tindastóls en nýttu vítin þó illa (17/31). Lið Tindastóls er nú í þriðja sæti 1. deildar. Næsti leikur er gegn liðinu í öðru sæti, Keflavík b, og fer hann fram laugardaginn 11. janúar kl. 16:00 í Blue-höllinni í Keflavík. /ÓAB www.skagafjordur.is Sauðárkróki 6. janúar 2020 Jón Örn Berndsen skipulagsfulltrúi Auglýsing um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Skagafirði Sauðárkrókshöfn – deiliskipulag – Auglýsing um lýsingu skipulagsverkefnis Sveitarfélagið Skagafjörður hefur ákveðið að vinna nýtt deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið á Sauðárkróki, Sauðárkrókshöfn. Gildandi deiliskipulag hafnarsvæðisins er frá árinu 1995. Frá þeim tíma hafa ýmsar forsendur breyst, aukin og fjölbreyttari starfsemi kallar á breytingar og aukið rými. Á fundi sveitarstjórnar þann 12. desember 2019 var samþykkt að auglýsa og kynna skipulagslýsingu vegna gerðar nýs deiliskipulags hafnarsvæðisins samkvæmt 1. mgr. 30. greinar laga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin er dagsett 2. desember 2019 unnin hjá Stoð ehf verkfræðistofu. Skipulagslýsingin er aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is. Þess er óskað að ábendingar eða athugasemdir við skipulagslýsinguna berist skipulagsfulltrúa eigi síðar en 5. febrúar 2020. Þær skal senda á netfangið jobygg@skagafjordur.is. Einnig er hægt að senda athugasemdir merktar Sauðárkrókshöfn, deiliskipulag 2020 á póstfangið, Sveitarfélagið Skagafjörður, Skagfirðingabraut 17, 550 Sauðárkróki. AÐSENT : Magni Þór Pálsson skrifar Er ég að leita að þér? Ef þú ert í árgangi 1971 og fermdist í Sauðár- krókskirkju árið 1985 og/eða útskrifaðist úr Gagnfræðaskólanum á Sauðárkróki árið 1987, þá er ég að leita að þér. Ef þú vilt fá fréttir af viðburðum okkar árið 2020 fylgstu þá með á facebooksíðunni Árgangur ´71 á Sauðárkróki eða sendu netfangið þitt / símanúmer á hronn1971@gmail.com / 866-2796. Bkv. Hrönn A. Bj. Dominos-deild karla : Keflavík – Tindastóll 95-84 Slæmur þriðji leikhluti felldi Stólana Tindastólsmenn léku fyrsta leik sinn á nýju ári í Keflavík í fyrrakvöld. Leikurinn var jafn og skemmtilegur í fyrri hálfleik og liðin skiptust á um að hafa forystuna. Staðan var enda hnífjöfn í hálfleik, 47-47, en í þriðja leikhluta sýndu heimamenn gestunum sparihliðina og skoruðu nánast að vild á meðan sóknarleikur Tindastóls var þvingaður. Að leikhlutanum loknum munaði 18 stigum á liðunum og þrátt fyrir ágætt áhlaup Stólanna þá fór svo að lokum að Keflavík sigraði 95-84. Tindastólsmenn höfðu vonast eftir að geta teflt fram nýjum leikmanni, Deremy Geiger, en þegar til kom þá fékkst ekki leikheimild í tíma fyrir kappann. Hann var því ekki gjaldgengur í Sláturhúsinu suður með sjó og var það vissulega skarð fyrir skildi. Bilic var stigahæstur í liði Tindastóls með 18 stig en hann, Brodnik og Pétur fundu ekki fjölina að þessu sinni og hittu illa fyrir utan 3ja stiga línuna. Viðar og Simmons gerðu betur og settu báðir niður þrjá þrista í samtals sjö tilraunum. Viðar var með besta framlag Tindastólsmanna (20) og skilaði 13 stigum í sjö skotum. Simmons var með 17 stig, Brodnik 14, Helgi Rafn 7, Pétur og Perkovic 6 og Friðrik 3. Næsti leikur Tindastóls er hér heima á föstudaginn kl. 20:15 en þá koma Njarðvíkingar í heimsókn. /ÓAB 01/2020 5

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.