Feykir


Feykir - 15.01.2020, Qupperneq 9

Feykir - 15.01.2020, Qupperneq 9
blaðinu voru til að mynda þær að tekin hafði verið ákvörðun um að Flugakademía Keilis hefði ákveðið að kennsla skólans færi framvegis fram á Sauðárkróki og einnig var sagt frá styrkveitingu Byggðastofnunar til Rannsóknaseturs HÍ á Norðurlandi vestra sem staðsett er á Skagaströnd. Vilhelm Vilhelmsson, forstöðumaður safnsins, sagði styrkinn verða mikla lyftistöng fyrir rannsóknir á sögu Íslands á 19. og 20. öld en verkefnið sem styrkt var felst í því að ljósmynda allar varðveittar bækur sáttanefnda á tímabilinu 1798-1936. Móttaka flóttafólks undirbúin Í sjöunda tölublaði ársins segir frá undirbúningi að móttöku flóttafólks á Hvammstanga og á Blönduósi. Vel sóttur upplýsingafundur hafði verið haldinn á Hvammstanga en áður hafði sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkt að taka á móti 25 flóttamönnum frá Sýrlandi og var hópurinn væntanlegur um vorið. Jafnframt var sagt frá því að undirbúningur fyrir komu sambærilegs hóps væri í fullum gangi á Blönduósi en þar væru húsnæðismálin stærsti þröskuldurinn. Að sögn Valdimars O. Hermannssonar var unnið að því að finna lausn á þeim hið fyrsta. Landsliðsknapar og frjálsíþróttakappar Frjálsíþróttahetjan skagfirska, Ísak Óli Traustason, gerði garðinn frægan á MÍ í frjálsum þar sem fremsta frjálsíþróttafólk landsins var mætt til leiks. Ísak Óli gerði sér lítið fyrir og varð tvöfaldur Íslandsmeistari, í 60 m grindahlaupi sem hann hljóp á 8,27 sek. og í langstökki þar sem hann stökk 6,80 m. Þá varð hann í 2. sæti í 60 m hlaupi á 7,07 sek (pm) og í 4. sæti í stangarstökki með 4,00 m. Einnig varð Sveinbjörn Óli Svavarsson í 4. sæti í 60 m hlaupi á 7,23 sek. og í 6. sæti í 200 m hlaupi á 23,19 sek. Í sama blaði segir frá því að Landssamband hestamanna- félaga hafi kynnt landsliðshóp LH í hestaíþróttum þar sem fjórir knapar af Norðurlandi vestra áttu sæti, Það voru þau Þórar- inn Eymundsson á Sauðárkróki, Vestur-Húnvetningur inn Helga Una Björnsdóttir frá Syðri-Reykjum í Miðfirði, Skagfirðingurinn Jóhann Skúla- son, sem býr í Danmörku og Bergþór Eggertsson frá Bjargshóli i Miðfirði en hann býr í Þýskalandi. Frh. í næsta tölublaði Feykis Janúar Tveir nýir togarar í flota Fisk Seafood og aldargamall fræðimaður Fyrsta forsíðufrétt ársins 2019 fjallaði um kaup Fisk Seafood á tveimur skuttogurum, Verði EA-748 og Áskeli EA-749 ásamt aflaheimild upp á 660 tonn. Seljandi var Gjögur hf. á Grenivík. Þar með voru aflaheimildir Fisk Seafood komnar upp í tæplega 23 þúsund tonn. Í sama blaði sagði frá því að rithöfundurinn og fræði- maðurinn, Kristmundur Bjarna- son á Sjávarborg, yrði aldar- gamall þann 10. janúar og að í tilefni tímamótanna gæfi Sögufélag Skagfirðinga út bernskuminningar Kristmundar frá uppvaxtarárum hans á Mælifelli. Bókin ber nafnið Í barnsminni. Kristmundur lést þann 4. desember 2019. Nýtt bókhaldsfyrirtæki á Skagaströnd og áhyggjur varðandi löndun úr Arnari Í öðru tölublaði var sagt frá nýju sprotafyrirtæki sem tók til starfa á Skagaströnd í byrjun árs. Fyrirtækið heitir Lausnamið og starfar á sviði bókhaldsþjónustu og rekstrarráðgjafar. Í tilefni opnunarinnar var opið hús þann 10. janúar og í ávarpi eiganda fyrirtækisins, Erlu Jónsdóttur, kom fram að markmiðið væri að viðskiptavinir gætu komið og fengið alla þá þá skrifstofuþjónustu sem þeir þyrftu, hvort heldur væri á sviði bókhaldsþjónustu eða annarrar sérfræðiþjónustu varðandi rekstur. Einnig sagði frá því að útlit væri fyrir nýtt fyrirkomulag á löndun úr togaranum Arnari en fram að þessu hefði hann landað á Skagaströnd væri skipið statt fyrir norðan land. Nú leit út fyrir að landanir togarans væru að færast til Sauðárkróks og sagði sveitarstjóri Skagastrandar, Alexandra Jóhannesdóttir, í samtali við Feyki að það kæmi til með að hafa mjög slæmar afleiðingar, bæði fyrir hafnarsjóð og aðila á Skagaströnd sem hafa veitt þjónustu í tengslum við togarann fram að þessu. Rausnarleg gjöf Hollvinasamtaka HSN á Blönduósi Sagt var frá veglegri gjöf Hollvinasamtaka HSH á Blönduósi í þriðja tölublaði ársins en þau afhentu Heilbrigðisstofnun Norður- lands á Blönduósi fullbúna aðstandendaíbúð sem ætluð er sem athvarf fyrir þá aðstandendur sem dvelja þurfa á sjúkrahúsinu um lengri eða skemmri tíma með mikið SAMANTEKT Fríða Eyjólfsdóttir Margt bar til tíðinda á árinu sem nú er nýliðið og að vanda tekur Feykir saman fréttayfirlit þar sem stiklað er á stóru um þá atburði sem hæst bar á síðum blaðsins. Fyrsti hluti annálsins birtist hér og verður honum framhaldið í næstu blöðum. Fréttaannáll 2019 | 1. hluti Viðburðaríkt ár að baki Höskuldur fangar vetrarstemningu. Það snjóaði ekki mikið síðasta vetur og færð yfirleitt ágæt – annað en í upphafi árs 2020. MYND: HÖSKULDUR B. ERLINGSSON veikum sjúklingum. Íbúðin er afar vistleg og mun bæta aðstöðu aðstandenda til mikilla muna. Lausn fundin í geymslumálum Byggðasafns Skagafjarðar Í lok janúar var loks búið að finna lausn á geymslumálum Byggðasafns Skagafjarðar eftir að áður áætlað geymsluhúsnæði safnsins hafði verið úrskurðað ónothæft af Safnaráði vegna skorts á eldvörnum, möguleika á vatnstjóni og mengunarhættu vegna bifreiðaverkstæðis við hlið rýmisins. Fólst lausnin í að skipta um rými við Leikfélag Sauðárkróks og víðtækara brunavarna- og viðvörunarkerfi í húsinu en áður hafði verið áætlað. Febrúar Stefnt á opnunarhátíð í Tindastóli Í byrjun febrúar segir frá því á forsíðu að stefnt sé á að halda opnunarhátíð um komandi helgi á skíðasvæðinu í Tindastóli þar sem ný og glæsileg lyfta yrði formlega vígð. Ekkert varð þó af opnunarhátíðinni vegna veðurs og var það því miður ekki í eina skiptið sem þeirri hátíð var frestað þennan veturinn. Í sama blaði segir frá því að framkvæmdastjóra IceProtein og Protis á Sauðárkróki hafi verið sagt upp störfum vegna skipulagsbreytinga hjá Fisk Seafood. Innyflaskortur hjá körfuknattleiksliði Tindastóls Um miðjan febrúar auglýsti íþróttafréttaritari Feykis eftir hjörtum, lifur og lungum fyrir karlalið Tindastóls í körfu- knattleik sem segir líklega talsvert um gengi liðsins fram að því í Dominos deildinni. Þar segir af tapi liðsins, 58-79, gegn frábæru liði Stjörnunnar um nýliðna helgi og að í kjölfar leiksins hafi verið samið við leikmanninn P.J. Alawoya um að leika með liðinu út tímabilið en jafnframt hefðu leikmennirnir Urald King og Michael Ojo sungið sitt síðasta með félaginu. Aðrar og jákvæðari fréttir í Hluti af flota Fisk Seafood í höfn á Sauðárkróki áramótin 2018-2019. Tveir togarar bættust í hópinn í janúar 2019. MYND: HING Urald King stekkur upp, skýtur en skorar sennilega ekki. Tindastólsmenn voru í basli í upphafi árs og King var sendur heim í Kanaríki. MYND: HJALTI ÁRNA 02/2020 9

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.