Feykir


Feykir - 15.01.2020, Blaðsíða 11

Feykir - 15.01.2020, Blaðsíða 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR : Bolli Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Feykir spyr... Settir þú þér markmið fyrir árið 2020? Spurt á Facebook UMSJÓN : frida@feykir.is „Já, ég hef það markmið fyrir árið að klára samning í húsasmíði.“ Ester María Eiríksdóttir Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Ótrúlegt - en kannski satt... Til eru tvær tegundir úlfalda, annars vegar kameldýr (Camelus bactrianus), með tvo hnúða á bakinu og lifir í Mið-Asíu, og hins vegar drómedari Camelus dromedarius), með einn hnúð á bakinu og lifir í Norðanverðri Afríku og í Arabíu. Ótrúlegt, en kannski satt, þá hafa úlfaldar þrjú augnlok til að vernda augun gegn fjúkandi eyðimerkursandinum. Tilvitnun vikunnar Ef konur stjórnuðu heiminum þá væru engin stríð, bara ákafar samningaviðræður á 28 daga fresti. – Robin Williams „Nei, ég stend aldrei við nein markmið.“ Lovísa Heiðrún Hlynsdóttir „Já, nýta sem mestan tíma með vinum og fjölskyldu, og bara njóta. Það er það mikilvægasta.“ Róbert Smári Gunnarsson „Já! Markmið mitt fyrir 2020 er í fyrsta lagi að vera jákvæðari og í öðru lagi að nýta hvert tækifæri til að stíga út fyrir þægindarammann. Ef mér mun þykja tilhugsunin um eitthvert athæfi óþægileg og stressandi þá ætla ég einmitt að taka af skarið og gera það samt!“ Lovísa Helga Jónsdóttir Coc au vin og ein frönsk Matgæðingar vikunnar að þessu sinni búa í fríríkinu Akrahreppi í Skagafirði, að Bjarnastöðum í Blönduhlíð. Charlotte, eða Lotta, sem margir þekkja úr Lyfju á Sauðárkróki, elti Hannes til Íslands frá Noregi haustið 2013 og hafa þau búið síðan að Bjarnastöðum. Þau eiga fjögur börn og búa þrjú þeirra hjá þeim en eitt býr í Noregi hjá móður sinni. „Á Bjarnastöðum erum við með smá „hobby“ búskap sem samanstendur af kindum, hestum, hundum, köttum og hænum. Bíddu við….. nei við erum ekki lengur með hænur, þær eru búnar…. Kláruðust í Coc au vin rétti…..,“ segja þau en rétturinn sem þau bjóða lesendum upp á er einmitt sá vinsæli réttur. Góðan tíma tekur að láta réttinn malla í ofninum og mæla þau með kaffibolla og spjalli á meðan hann er að eldast. AÐALRÉTTUR Coc au vin (fyrir fjóra) Þessi réttur er steiktur í leirpotti í ofni en fyrst þarf að láta leirpottinn liggja í köldu vatni í klukkutíma. Við notum kjúklingalæri en það er líka hægt að nota heilan kjúkling. 6-8 kjúklingalæri eða 1 heill kjúklingur Kryddlögur: 1 dl ólífuolía 2 msk. sojasósa nokkrir dropar balsamic edik (eða nokkrir dropar sítróna) sítrónupipar estragon krydd Aðferð: Við byrjum á því að búa til kryddlög og látum kjúklinginn liggja í blöndunni yfir nótt því þá verður kjötið mýkra og bragðmeira. Takið kjúklinginn úr kryddleginum eftir sólarhring (ekki henda krydd- leginum því hann verður notaður seinna) og veltið kjötinu upp úr þurrefnum. Þurrefni: 3 msk. hveiti 1 tsk. salt smá hvítur pipar Brúnið nú kjötið á pönnu (allar hliðar) og leggið í leirpottinn sem hefur legið í bleyti í a.m.k. eina klukkustund. Því næst skal steikja á pönnunni: 6 sneiðar af söxuðu þykku beikoni 6 silfurlauka (úr glasi) eða 2 sharlottlauka 6 ferska sveppi í bitum Setjið þetta allt í leirpottinn, hellið smá vatni í pönnuna, látið koma upp suðu og hellið svo í leirpottinn. Setjið nú einnig í leirpottinn: u.þ.b. 5 hvítlauksbáta smá timían (helst ferskt) 1 blað lárviðarlauf smá steinselju 4 dl af rauðvíni kryddblönduna sem kjötið lá í nokkar matskeiðar af silfurlauks leginum ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR) frida@feykir.is Lotta og Hannes á Bjarnastöðum matreiða Lotta og Hannes. MYND ÚR EINKASAFNI Setið lokið ofan á leirpottinn og setið pottinn inn í kaldan ofninn. Stillið ofninn á 200°C og látið standa í rúmlega 2 klst. Þetta á svo að sjóða í rúmlega 2 klukkutíma. Meðlæti - Pilaff hrísgrjón: Byrjið á því að setja smjör í pott, saxið 1 lauk og steikið í smjörinu ásamt ósoðnum hrísgrjónum í smá tíma. Því næst er sett vatn út í ásamt sósukrafti og soðið eins og venjuleg hrísgrjón. Einnig má útbúa salat eftir eigin höfði og nota sem meðlæti. EFTIRRÉTTUR Frönsk súkkulaðikaka Í eftrirétt bjóðum við upp á franska súkkulaðiköku með pekanhnetu- kurli og heitri karamellusósu með vanilluís: 80 g smjör 100 g suðusúkkulaði 3 egg 3 dl sykur 1 tsk. vanilludropar 1½ dl hveiti 1 tsk. salt 100 g pekanhnetur, grófsaxaðar 100 g suðusúkkulaði grófsaxað Aðferð: Stillið ofninn á 175°C með blæstri. Bræðið saman smjör og súkkulaði í potti við vægan hita. Þeytið egg og sykur mjög vel saman þar til blandan er létt og ljós, bætið þá salti og hveiti varlega saman við eggjablönduna. Að lokum er blöndunni af súkkulaði og smjöri bætt út í eggjablönduna. Hellið í smurt form (22 sm) og bakið í 15 mínútur. Gerið karamellusósuna á meðan kakan stendur í ofninum. Karamellusósa: 60 g smjör 1 dl púðursykur 2 msk. rjómi Aðferð: Bræðið púðursykur og smjör saman í potti. Setjið rjómann út í og hrærið í u.þ..b. 1 mínútu þar til áferðin er silkimjúk. Takið kök- una út, stráið pekanhnetum yfir og hellið karamellusósu yfir þær. Setjið kökuna aftur inn í ofninn og bakið í 20 mínútur. Takið kökuna út og stráið súkkulaðibitum eða spæni yfir hana. Njótið! Við skorum svo á Sunnu Bjarnadóttur og Bjarna Salberg Pétursson á Mannskaðahóli sem næstu matgæðinga. 02/2020 11 Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Einnig tíð í uppskriftum. Ilmrík laut í haganum. Helgur bikar hofgoðans. Hriplek fleyta afglapans.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.