Feykir - 29.01.2020, Side 5
Elskar ekkert meira
en að skora mark
Krista Sól Nielsen er knatt-
spyrnukona í Tindastól, búsett á
Sauðárkróki, dóttir Ernu Nielsen
og Gests Sigurjónssonar. Hún
er af árgangi 2002 og þrátt
fyrir ungan aldur var hún orðinn
lykilmaður í meistaraflokki þar
til hún meiddist illa á hné en er
nú í miðju bataferli. Við athöfn
Menningarsjóðs KS fyrir jól fékk
Krista Sól afhentan afreksbikar
Stefáns Guðmundssonar og
Hrafnhildar Stefánsdóttur, en
í umsögn um Kristu kom fram
að hún lifi fyrir íþróttina og hafi
alla tíð verið metnaðargjörn.
„Hún er frábær einstaklingur,
mikil keppniskona og hún mun
koma sterk til baka.“ Krista
er Íþróttagarpur Feykis þessa
vikuna.
Íþróttagrein: -Fótbolti.
Íþróttafélag: -Að sjálfsögðu Tinda-
stóll.
Helstu íþróttaafrek: -Fara á
landsliðsæfingar, koma Tindastól
upp um deild og spila í Inkasso.
Skemmtilegasta augnablikið:
-Mjög mörg skemmtileg augnablik
til þess að velja úr en það sker
sig samt alltaf úr að skora, elska
ekkert meira en að skora mark.
Neyðarlegasta atvikið: -Í leik á
móti Þór á Akureyri var leikmaður
í hinu liðinu sem reif stuttbuxurnar
mínar aðeins niður um mig,
ákveðinn skellur að þurfa stoppa
til þess að hysja þær upp.
Einhver sérviska eða hjátrú?
-Það breytist voða mikið nema
þegar það er heimaleikur kem
ég alltaf auga á mömmu og Gest
uppi í stúku, þá fer allt stress og
leikurinn má byrja.
Uppáhalds íþróttamaður? -Held
mikið upp á vin minn Jón Gísla Ey-
land, en annars eru Anthony Martial
og Daniel James ofarlega líka.
Ef þú mættir velja þér andstæð-
ing, hver myndi það vera og í
hvaða grein mynduð þið spreyta
ykkur? -Ég myndi skora á Önnu
Margréti, formann alhliðanefndar,
í danskeppni á Skaffó planinu.
Hvernig myndir þú lýsa þeirri
rimmu? -Anna myndi byrja á að
taka salsa en þegar ég tek enska
valsinn þá hugsa ég að hún labbi
bara í burtu, það væri líka bara
skynsamlegast fyrir hana. Ég
myndi að sjálfsögðu vinna.
Helsta afrek fyrir utan íþróttirn-
ar? -Lærði að elda pasta um
daginn.
Lífsmottó: -Hausinn upp og áfram
gakk.
Helsta fyrirmynd í lífinu: -Rosa-
lega margir sem mig langar að
telja upp en ég lít sérstaklega
upp til ömmu minnar, Kristínar
Einarsdóttur. Hún hefur einstaka
sýn á lífið og hefur sýnt mér að
maður fer lengst á jákvæðninni,
bæði íþróttalega séð og bara í
lífinu sjálfu.
Hvað er verið að gera þessa
dagana? -Ég er að læra í FNV,
þjálfa yngri flokka Tindastóls og
svo er ég að vinna í því að komast
á bataveg eftir krossbandsslit sem
gengur allt prýðilega.
Hvað er framundan? -Framundan
er langur bataferill hjá mér og ef
allt gengur vel þá kem ég sterkari á
völlinn á ný í lok sumars. Ég stefni
langt í fótbolta og tek þessum
meiðslum eins og vítamíni, þetta
gerir mig sterkari. Svo er stórt
sumar framundan hjá liðinu mínu,
meistaraflokki kvenna Tindastóls.
Við stefnum á að komast upp í
Pepsi deildina. Þetta er frábær
hópur sem ég hlakka til að styðja
í botn í sumar, hvet alla til þess
að gera hið sama og láta sjá sig á
vellinum í sumar. Áfram Tindastóll!
Krista Sól með liði Tindastóls síðastliðið sumar.
MYND: ÓAB
( ÍÞRÓTTAGARPURINN ) palli@feykir.is
Krista Sól Nielsen
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F
Dominos-deild karla | Tindastóll – Valur 89–91
Valsmenn kipptu
fótunum undan Stólunum
Tindastóll og Valur mættust í
Síkinu sl. föstudag í 15. umferð
Dominos-deildarinnar.
Valsmenn hafa verið Stólunum
erfiðir upp á síðkastið, töpuðu
ósanngjarnt fyrir ári í Síkinu eftir
framlengingu en unnu Stólana
svo í framlengingu í haust.
Stuðningsmenn Stólanna voru
engu að síður bjartsýnir fyrir
leikinn í gær, enda nýr Kani
liðsins, Deremy Geiger, loks
kominn með leikheimild. Það
dugði þó ekki til því Valsmenn,
með Austin Bracey óstöðvandi,
unnu og þurftu ekki framleng-
ingu til að þessu sinni. Lokatölur
89-91 og lið Tindastóls hefur nú
tapað þremur af fjórum leikjum
sínum í janúar.
Það vantaði ekki að leikur
liðanna var spennandi og jafn-
vel skemmtilegur (fyrir aðra en
stuðningsmenn Stólanna) enda
munurinn aðeins einu sinni
meiri en fjögur stig en liðin
skiptust á um að vera yfir. Lið
Tindastóls leiddi 27-23 eftir
fyrsta leikhluta og Stólarnir
hittu vel fyrir utan 3ja stiga
línuna í leiknum, enduðu með
47% nýtingu, sem var eins gott
því ekki gekk heimamönnum
nógu vel að sækja inn í vörn
Valsmanna. Boltinn gekk vel
hjá gestunum og oftar en ekki
fundu þeir Bracey frían og
hann setti nánast öll skot sín í
leiknum niður. Ef Stólarnir
ætluðu að loka á Bracey þá
opnaðist fyrir PJ eða Ragga
Nat.
Jafnt var í hálfleik, 47-47, og
baráttan var mikil í síðari
hálfleik en hvorugt lið náði
nógu stóru áhlaupi til að skilja
andstæðinginn eftir. Þetta var
því spurning um hvort liðið
gerði færri mistök á lokakafla
leiksins. Valur var tveimur stig-
um yfir fyrir lokafjórðunginn,
72-74, og síðustu mínúturnar
var oftar en ekki allt jafnt. Bilic
jafnaði leikinn 88-88 þegar tæp
mínúta var eftir og fékk víti að
auki sem hann skilaði niður og
kom Stólunum yfir. Hann fékk
síðan séns á að koma Stólunum
þremur stigum yfir þegar hálf
mínúta var eftir en sterk vörn
gestanna gerði honum erfitt
fyrir að leggja boltann í körfuna
og Pavel hirti frákastið.
Ísraelinn Naor gerði þá ágæta
körfu og kom Val aftur yfir.
Stólarnir tóku leikhlé og Pétur
fékk í kjölfarið galopið færi
fyrir utan en skotið vildi ekki
niður. Það tók Stólana of langan
tíma að brjóta á Valsmönnum
og Bracey var sendur á línuna
þegar innan við tvær sekúndur
voru eftir. Hann setti því fyrra
skotið niður og klikkaði á því
síðara til að gefa Stólunum
engan séns á að svara þar sem
tíminn rann út. Tveggja stiga
sigur Vals því staðreynd.
Á morgun spila strákarnnir
við Þór á Akureyri en á sunnu-
dag kemur meistaralið KR í
heimsókn í Síkið. /ÓAB
Raggi Nat í baráttunni við Axel og Helga Rafn. MYND: HJALTI ÁRNA
1. deild kvenna í körfubolta
Tapleikir gegn Grindvíkingum
Kvennalið Tindastóls í körfunni
spilaði tvo leiki við Grindavík-b
um helgina og fóru báðir leikirnir
fram í Mustad-höll Grindvíkinga.
Stólastúlkur unnu báða heima-
leiki sína gegn Suðurnesjastúlk-
unum hér heima en nú fór á
annan veg. Það munaði talsvert
um að reynsluboltinn Petrúnella
Skúladóttir var í liði heima-
stúlkna en hún skoraði grimmt
og hirti fjölda frákasta.
Fyrri leikurinn fór fram á
laugardag og þar voru Stóla-
stúlkur að gera ágætlega. Lið
Grindavíkur var átta stigum
yfir í hálfleik, 33-25, en Tinda-
stóll vann þriðja leikhlutann
með sjö stiga mun og því
munaði aðeins einu stigi fyrir
lokafjórðunginn. Grindavík hóf
fjórða leikhlutann betur en
Hera Sigrún minnkaði muninn
á ný í eitt stig með þristi. Næstu
sex stig voru heimastúlkna en
þegar þrjár og hálf mínúta var
eftir af leiknum var staðan 60-
53. Þristur frá Marínu Lind og
tvö víti frá Evu Rún minnkaði
muninn í tvö stig, 60-58, en
heimastúlkur reyndust sterkari
í lokin og sigruðu 70-60.
Petrúnella var með 23 stig
og 16 fráköst í liði Grindavíkur
en Tess skilaði 20 stigum og sjö
fráköstum fyrir Tindastól. Þá
var Eva Rún með 13 stig og sjö
fráköst og Marín Lind 14 stig og
fimm fráköst.
Á sunnudag mættust liðin
að nýju og Stólastúlkur virtust
bara ansi ferskar. Þær fengu
fljúgandi start og þristur frá
Marínu Lind kom þeim sex
stigum yfir, 11-17, en þá kvikn-
aði á heimastúlkum sem gerðu
næstu níu stig og þær voru
síðan þremur stigum yfir að
loknum fyrsta leikhluta. Tess
kom Tindastóls-liðinu yfir á ný
um miðjan annan leikhluta en
hún fór meidd af velli skömmu
síðar og staðan 41-41 í hálfleik.
Grindavíkurstúlkur hófu þriðja
leikhluta af krafti og þær leiddu
að loknum þriðja leikhluta, 66-
52, og gerðu síðan fyrstu körfu
fjórða leikhluta. Stólastúlkur
minnkuðu muninn í níu stig en
í kjölfarið náðu heimastúlkur
17-0 kafla og sigruðu að lokum
90-65.
Tess var stigahæst með 18
stig og Marín Lind gerði 16 stig.
Telma Ösp var best Stóla-
stúlkna að þessu sinni með 11
stig og átta fráköst. Í liði
Grindavíkur var Petrúnella
með 21 stig og 15 fráköst. /ÓAB
04/2020 5