Feykir


Feykir - 26.08.2020, Page 2

Feykir - 26.08.2020, Page 2
Því miður ætlar kórónuveiran að vera þaulsætin hvert sem litið er. Alls staðar úr heiminum berast fregnir af því að hún sé að ná sér á strik á ný eftir kærkomið hlé. Það eru slæmar fréttir. Allir vilja veiruna burt en erfitt getur reynst að eiga við vána. Á upplýsingafundi almanna- varna sl. mánudag sagði Alma L. Möller, landlæknir, að fólk með einkenni, sem reynist vera Covid19, sé á ferðinni en hún hvatti fólk til að fara í sýnatöku og halda sér til hlés þar til ljóst væri að ekkert Covid-19 væri á ferðinni. Ekki er svo gott að búið sé að finna bóluefni gegn veir- unni svo enn þurfum við að fara varlega, lifa með veirunni. Við erum öll almannavarnir er slagorð sem við þekkjum og svo sannarlega hafa þær varnir virkað vel svo ekki sé talað um Við erum öll Covid-löggur sem sprettur upp af sjálfsdáðum. Þá reynir fólk að klekkja á, oft frekar en að leiðbeina, náunganum sem misstígur sig eða fer ógætilega í smitvörnum eða brýtur reglur sem stundum má túlka á fleiri en eina vegu. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig fólk á eftir að haga sér þegar veirufjandinn er horfinn af yfirborði Jarðar, ef það gerist þá nokkurn tímann. Verður handþvottur og sprittun það sem almennt á eftir að viðgangast eða dettur allt í sama gamla farið. Engin nálægðarmörk virt og handþvottur bara svona í meðallagi. Það er svolítið skrítið að hugsa til þess að áður en kórónu-veiran fór af stað í sína heimsreisu í vetur að þá hafði ekki nokkur maður áhyggjur af heimsfaraldri, svo að ég viti, nema kannski vísindafólk. Í Læknablaðinu má finna grein frá árinu 2008 þar sem segir að heimsfaraldrar inflúensu gangi yfir einu sinni til þrisvar á öld. „Spænska veikin árið 1918 er dæmi um heimsfaraldur þar sem nýtt afbrigði inflúensuveirunnar olli dauða 21-50 milljóna manna um heim allan á skömmum tíma.“ Þá má nefna „Asíuflensuna“ svo- kölluðu árið 1957 og „Hong Kong“ inflúensuna 1968. En lækningin við flensunni má ekki vera verri en sjúk- dómurinn sjálfur og nú heyrast raddir um að þangað séum við einmitt komin. Svo ströng skilyrði á landamærum að enginn kemur ferðamaðurinn með algjöru hruni ferðamannageirans. Það þýðir að heilsu fólks sem þar starfa hrakar af þeim sökum, bæði andlega og líkamlega, og er ekki betra en Covid. En við skulum vera bjartsýn á að úr fari að rætast, bóluefni finnist eða lækning sem raunverulega virkar. Margt höfum við heyrt og nokkur ráð, sem enginn ætti að fara eftir, hafa borist úr Ameríkuhreppi og víðar. Í áðurgreindu Læknablaði segir að ljóst sé að aðstöðuleysi og þekkingarskortur lækna hafi orðið til þess að ýmiss konar forvarnar- og læknismeðferðir voru reyndar. „Sumir læknar notuðu koníak, en aðrir gengu um með vindil í munn- inum til að verjast smitun. Þórður Sveinsson yfirlæknir á Kleppi, beitti vatnsböðum á sjúklinga sína, en hann hafði tileinkað sér þessa meðferð við geðrænum kvillum.“ Ég prófaði þetta allt um helgina og virkaði vel. Ég er alla vega ekki með einkenni. Páll Friðriksson ritstjóri LEIÐARI Að lifa með veirunni Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Soffía Helga Valsdóttir, bladamadur@feykir.is Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 585 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 720 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Sláturtíð hafin Færri starfsmenn en áður Slátrun hófst hjá Kjötafurðastöð KS á Sauðárkróki sl. þriðjudag og er áætlað að sláturtíðin standi fram undir lok október sem ræðst þó af framboði sláturfjár. Óvanalegt er að sláturtíð hefjist í ágúst. „Það skiptir miklu máli að ná góðri nýtingu á afkastagetu í slátrun á hverjum tíma og samfelldri sláturtíð. Í haust byrjum við aðeins fyrr en venjulega og förum hægar af stað til að þjálfa upp starfsfólk,“ segir Ágúst Andrésson, for- stöðumaður KKS. „Það er ljóst að við fáum ekki starfsfólk frá Nýja Sjálandi í haust eins og verið hefur undanfarin sextán haust og því þarf að þjálfa upp annað fólk í þær stöður. Það gengur vel að manna húsið en meira krefjandi nú en áður að koma fólki til starfa, vegna sóttvarnaaðgerða á tímum Covid,“ segir Ágúst en flestir koma frá Pólandi og margir þeirra hafa verið áður hjá KKS. Vegna Covid áhrifa verður öll vinnsla einfölduð og segir Ágúst að kappkostað verði að láta slátrun ganga vel fyrir sig og frágang á aðalafurðum. „Við munum í ljósi aðstæðna einfalda vinnslu hjá okkur og þetta þýðir að við reynum að vera með einfaldari úrvinnslu í úrbeiningu og pökkun sem og vinnslu á hliðarafurðum í haust. Þannig verðum við með eitthvað færri starfsmenn í haust heldur en undanfarin haust. Aðal málið er að komast af stað og halda starfseminni gangandi án þess að lenda í því að upp komi Covid smit meðal starfsfólks sem gæti raskað starfseminni.“ /PF Meleyri á Hvammstanga Tveimur tonnum af rækju stolið RÚV segir frá því að lögreglan á Norðurlandi vestra rannsaki nú þjófnað en um liðna helgi var tveimur tonnum af rækju stolið frá einni elstu rækjuverksmiðju landsins, Meleyri á Hvammstanga. Haft er eftir Baldvini Þór Bergþórssyni, verk- efnisstjóra rækjuvinnslunnar, að upp hafi komist um þjófnaðinn á laugardagsmorgun en lás hafi verið brotinn á frystigámi og rækjurnar horfnar. Baldvin telur að „götuvirði“ rækjunnar sé um fimm til sex milljónir. „Þetta er svolítið mikið,“ segir Baldvin í samtali við RÚV. Ljóst er að þjófarnir hafa þurft að vera vel skipulagðir og vel á sig komnir en rækjunni var pakkað í tíu kílóa kassa. Þetta voru því um 200 kassar sem þeir stálu og þurftu að ferja yfir í bíl. „Það verður ekki auðvelt að koma þessu í verð,“ segir Baldvin. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, staðfesti í samtali við fréttastofu RÚV að rækjuþjófnaður- inn væri til rannsóknar. Í fréttinni segir svo: „Hann segir augljóst að þjófarnir hafi þurft sérstakt ökutæki til að flytja rækjurnar enda komist svona magn ekki fyrir í venjulegum fjölskyldubíl. Verið sé að fara yfir myndefni úr eftirlitsmyndavélum, ekki bara frá hafnarsvæðinu. Hann bendir á að væntanlega þurfi þjófarnir að koma vörunni fyrir í frystigeymslu og biðlar til fólks um að hafa varann á sér ef því býðst að kaupa rækjur á vægu verði.“ /ÓAB Sveitarfélagið Skagaströnd skorar á sjávarútvegs- ráðherra að grípa til aðgerða til þess að tryggja öllum strandveiðibátum tólf leyfilega veiðidaga í ágúst. Þetta kemur fram í bókun sem sveitarstjórn sam- þykkti á fundi sínum í síðustu viku. Í henni segir að fyrirséð sé að heildarafli sem ætlaður hafi verið til strandveiða muni klárast á næstu dögum með þeim afleiðingum að veiðar fjölda báta um allt land stöðvist. Slíkt hafi neikvæð áhrif á tekjur fólks, fyrirtækja og Skorar á sjávarútvegsráðherra að grípa til aðgerða vegna strandveiða Sveitarfélagið Skagaströnd Frá Skagaströnd. MYND: ÓAB sveitarfélaga vítt og breytt um landið. Á sama tíma séu stjórnvöld að keppast við, með beinum og óbeinum aðgerð- um, að halda hjólum atvinnu- lífsins gangandi á tímum heimsfaraldurs COVID-19. / Húni.is Rækja. MYND AF NETINU 2 32/2020

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.