Feykir


Feykir - 26.08.2020, Síða 5

Feykir - 26.08.2020, Síða 5
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur gengið frá samningum við sterkan kjarna heimastúlkna fyrir komandi tímabil í 1. deild kvenna en að auki hefur verið samið við tvo leikmann frá Akureyri, Kristlaugu Evu Wium Elíasdóttir og Karen Lind Helgadóttur, og einn erlendan leikmann, Dominique Toussaint, og er liðið nú fullmannað fyrir komandi átök að sögn Árna Eggerts Harðarsonar þjálfara. Á Facebook-síðu körfu- knattleiksdeildar kemur fram að áætlað sé að deildakeppn- in hefjist undir lok september og er haft eftir Árna Eggerti Harðarsyni að mikilvægt sé að gengið hafi verið frá samn- ingum við leikmenn með góðum fyrirvara þannig að ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F Skrifað undir við sterkan kjarna Stólastúlkna Körfuknattleikdeild Tindastóls Murielle Tiernan var á skotskónum í Keflavík og gerði hat-trick. Mur hefur nú gert ellefu mörk í níu leikjum í Lengjunni. Þessi mynd er frá því fyrr í sumar. MYND: ÓAB Lengjudeildin | Keflavík – Tindastóll 1–3 Stólastúlkur á toppinn eftir sigur í toppslagnum Lið Tindastóls gerði sér lítið fyrir sl. sunnudag og vann sanngjarnan sigur á liði Keflavíkur suður með sjó. Fyrir leikinn voru Keflvík- ingar á toppi deildarinnar en liðin höfðu sætaskipti að leik loknum. Mur reyndist heimastúlkum erfið en hún gerði þrennu í leiknum en engu að síður var þetta sigur liðsheildarinnar því allar stelpurnar áttu frábæran dag, gáfu allt í leikinn og uppskáru eftir því. Lokatölur 1-3 fyrir Tindastól. Lið Tindastóls komst yfir á 21. mínútu. Mur vann auka- spyrnu við hægra vítateigs- hornið, Jackie sendi boltann síðan inn í hættusvæðið þar sem Mur náði að losa sig, kasta sér aftur og sneiða boltann laglega í markið. Glæsilega gert. Heimastúlkur svöruðu með stórsókn sem endaði með því að þær fengu víti en Amber gerði sér hins vegar lítið fyrir og varði vítið og strax í kjölfarið barst bolt- inn upp hægri kantinn þar sem Mur hreinlega setti í túrbóið, straujaði varnar- menn Keflavíkur og óð inn á teiginn og dúndraði fram hjá Ástu Vigdísi í marki heima- stúlkna úr þröngu færi. Allt gerðist þetta drama á þriggja mínútna kafla! Keflavík reyndi að koma sér inn í leikinn en vörn Tindastóls var sterk sem fyrr. Jackie Altshculd var síðan nálægt því að skora fyrir Tindastól þegar hún skallaði í þver- slána eftir að hafa fengið frá- bæra sendingu frá Hugrúnu. Staðan 0-2 í hálfleik og ef lið Keflavíkur hafði ætlað að koma ákveðið til leiks í síðari hálfleik þá fóru þær illa að ráði sínu. Lítil hætta virtist vera á ferð í teig heimastúlkna á 46. mínútu þegar Hugrún náði að pota boltanum af varnarmanni og koma honum á Jackie sem sendi síðan á Mur á markteignum. Eftir eitt gott kiks datt boltinn vel fyrir hana og hún skóflaði tuðrunni í markið. Natasha Anasi minnkaði muninn á 57. mínútu þegar hún varð á undan Amber í boltann. Það var því smá von fyrir Keflvíkinga en lið Tindastóls var einfaldlega í ham og gaf fá færi á sér. Á lokakaflanum voru það gestirnir sem fengu bestu færin og voru nær því að bæta við mörkum en heimastúlkur að minnka muninn. Vinnuframlag Stóla- stúlkna var algjörlega til fyrirmyndar í leiknum og greinilegt að stelpurnar voru meira en klárar í þennan slag. Mur var auðvitað frá- bær og snerpan og kraftur- inn í henni engu lýkur – hún er komin í gamla formið. Þá áttu Jackie, Hugrún og Laufey mjög góðan leik en það er nánast ósanngjarnt að taka einhverja sérstaklega út úr – stelpurnar voru allar frábærar og kvennalið Tindastóls sennilega að spila sinn besta leik frá upphafi. Nú eru níu umferðir að baki og níu umferðir eftir. Lið Tindastóls er efst í Lengjudeild kvenna með 22 stig. Næsti leikur er hér heima á föstudagskvöldið þegar lið Víkings mætir í heimsókn. /ÓAB Þær sem skrifuðu undir í 1238 í síðustu viku: Telma Ösp Einarsdóttir, Eva Rún Dagsdóttir, Katrín Eva Óladóttir, Marín Lind Ágústsdóttir, Hildur Heba Einarsdóttir, Kristín Halla Eiríksdóttir og Inga Sólveig Sigurðardóttir. MYND: TINDASTÓLL hægt sé að einbeita sér að æfingum. Eftirtaldir leikmenn skrif- uðu undir samninga við Stóla til eins árs í síðustu viku: Telma Ösp Einarsdóttir Inga Sólveig Sigurðardóttir Kristín Halla Eiríksdóttir Katrín Eva Óladóttir Marín Lind Ágústsdóttir Eva Rún Dagsdóttir Hildur Heba Einarsdóttir Berglind Ósk Skaptadóttir Kristlaug Eva Wium Elíasdóttir Karen Lind Helgadóttir Hin bandaríska Dominique Toussaint er svo væntanleg til landsins í byrjun september. /PF Heimamenn í Kormáki/ Hvöt sýndu Snæfellingum enga miskunn þegar knattspyrnukempurnar frá Stykkishólmi heimsóttu Blönduós sl. laugardag. Heima-menn gerðu þrettán mörk í leiknum og ekki á hverjum degi sem einn leikmaður gerir fjögur mörk og tveir setja þrjú í einum og sama leiknum. Lokatölur voru 13-1 og Húnvetningar í öðru sæti B-riðils 4. deildar en eiga leik til góða á topplið KFR. Staðan var orðin 4-0 eftir 20 mínútur en Viktor Ingi fullkomnaði þrennuna á 41. mínútu, hafði áður skorað á 9. og 16. mínútu. Hilmar Kára hafði komið heimamönnum yfir eftir sex mínútna leik og Ingvi Rafn fyrirliði kom sínum mönnum í 4-0 á 20. mínútu. Staðan 5-0 í hálfleik. Yfirburðirnir voru svo miklir að Bjarki Már þjálfari gat hvílt sig í síðari hálfleik. Síðan héldu heimamenn áfram að sjóða sína markasúpu. Ingvi Rafn skoraði á 49. mínútu, Oliver Torres skoraði mínútu síðar, Viktor Ingi gerði fjórða mark sitt á 53. mínútu og var þá skipt út af. Ein ferna og tvær þrennur á Blönduósvelli Knattspyrna karla | 3. og 4. deild Hilmar Þór gerði annað mark sitt á 62. mínútu og síðan gerði Ágúst Friðjóns tvö mörk á 63. og 65. mínútu en síðan gerðist hið óvænta – Oliver Þrastarson skoraði fyrir gestina á 73. mínútu. Ingvi Rafn svaraði að bragði og fullkomnaði sína þrennu tveimur mínútum síðar og á 90. mínútu gaf Ágúst Snæfellingum síðasta selbitann og kórónaði sitt hat-trick. 13-1 – takk fyrir og túkall. /ÓAB Vængir Júpíters flugu hátt á Króknum Tindastóll fékk illa á baukinn sl. laugardag þegar Vængir Júpíters úr Grafarvoginum mætti á Krók-inn í 10. umferð 3. deildar. Stólarnir unnu fyrri leik lið-anna í sumar en nú gekk fátt upp og gestirnir gengu á lagið, hefðu hæglega getað gert tíu mörk en Atli Dagur átti nokkrar magnaðar vörslur í leiknum. Lokatölur 1-5 og úrslitin mikil vonbrigði fyrir Tindastólsliðið sem hefur verið að berjast á toppi deildar- innar í sumar. Gestirnir komust yfir snemma leiks en Stólarnir urðu fyrir áfalli um miðjan fyrri hálfleik þegar Fannar Kolbeins varð að fara af velli og við það riðlaðist varnarleik- urinn. Vængirnir gengu á lagið, voru 0-2 yfir í leikhléi og voru fljótir að gera út um leikinn í þeim seinni. Í gærkvöldi mættu strák- arnir liði KV en þá var Feykir farinn í prentun. /ÓAB Leikmenn raða sér upp í vítateig Tindastóls áður en fyrsta markið var skorað. MYND: ÓAB 32/2020 5

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.