Feykir - 02.09.2020, Blaðsíða 5
Kvennalið Tindastóls tók á
móti liði Víkings Reykjavík í
Lengjudeildinni sl. föstu-
dagskvöld en þetta var
lokaleikurinn í 10. umferð.
Eins og oft áður í sumar
reyndust Stólastúlkur of
sterkar fyrir andstæðinga
sína og ekki var það til að
auðvelda gestunum lífið að
Murielle Tiernan er í stuði í
framlínu Tindastóls þessa
dagana. Lokatölur voru 3-0
og stelpurnar okkar með
fjögurra stiga forystu á
toppi deildarinnar.
Það var hið fínasta veður til
fótboltaiðkunar, yfir 10 stiga
hiti og hæggeng suðvestan-
átt. Fyrir leik var Hrafnhildi
Björnsdóttur færður blóm-
vöndur í tilefni af því að hún
hefur spilað 100 leiki fyrir
Tindastól. Það tók Mur aðeins
fimm mínútur að finna
markið en hún komst í fínt
færi og kláraði af öryggi.
Leikurinn var jafn næstu
mínúturnar en lið Víkings
spilaði boltanum ágætlega en
höfðu lítið upp úr krafsinu. Þó
fengu gestirnir hálffæri eftir
samskiptaerfiðleika í vörn
Tindastóls en Amber og
félögur hennar björguðu
málum áður en í óefni var
komið. Sóknir heimastúlkna
voru beinskeittari og hættu-
legri og Hugrún og Mur voru
líflegar og líklegar. Annað
mark Mur í leiknum kom á 31.
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F
Stólastúlkur styrktu stöðuna á toppnum
Lengjudeild kvenna | Tindastóll – Víkingur R 3–0
Það er harka í 4. deildinni. Bjarki segir að það hafi verið allt í lagi með sig og engin
ástæða til að fara af velli. Hér er hann ásamt Óðni Smára Albertssyni (t.v.) og
Hámundi Erni Helgasyni að leik loknum. MYND AF FACEBOOK
4. deild B-riðill | Björninn – Kormákur/Hvöt 1–2
Kormákur/Hvöt á
toppinn að nýju
Síðastliðinn sunnudag fór
fram hörkuleikur í Egils-
höllinni í Grafarvogi þar sem
Björninn tók á móti liði
Kormáks/Hvatar. Var þetta
tíundi leikur liðanna í B-riðli
4. deildar en flest liðin eiga
nú eftir að spila tvo leiki.
Með sigri hefði toppsætið
orðið gestanna og það var
einmitt það sem gerðist,
Húnvetningarnir reyndust
sterkari og unnu leikinn 1-2.
Markalaust var að
loknum fyrri hálfleik en
fyrirliði gestanna, Ingvi Rafn
Ingvarsson, kom sínum
mönnum yfir á 50. mínútu.
Það tók liðsmenn Bjarnarins
níu mínútur að jafna metin
en þar var á ferðinni Sólon
Ingason. Það var síðan á 87.
mínútu sem Hilmar Kára
gerði sigurmark leiksins og
sætur sigur því staðreynd og
Kormákur/Hvöt á toppnum.
„Þetta var hörkuleikur og
örugglega mjög skemmti-
legur á að horfa en við vor-
um sterkari og þá sérstaklega
í seinni hálfleik,“ sagði Bjarki
Már Árnason, þjálfari gest-
anna, í spjalli við Feyki. Eins
og sjá má á myndinni með
fréttinni þá fékk Bjarki smá
skell í leiknum, en hann og
einn leikmaður Bjarnarins
skölluðu saman.
Álafoss - K/H 0-6
Nokkrum dögum áður
höfðu Húnvetningar sótt lið
Álafoss heim í Mosfellsbæ
og þar gerðu þeir sér lítið
fyrir og sigruðu 0-6.
Fyrsta markið kom eftir
26. mínútna leik og það
gerði markvörður heima-
manna í eigið mark. Þá
opnuðust flóðgáttir og
Oliver Torres bætti við
marki fimm mínútum síðar,
Viktor Jónsson þriðja mark-
inu á 37. mínútu og Sigurður
Aadnegard því fjórða 42.
mínútu. Staðan 0-4 í hálfleik.
Viktor gerði fimmta
mark Kormáks/Hvatar
þegar fimm mínútur voru
liðnar af seinni hálfleik og
það var síðan Hilmar Kára
sem gerði síðasta markið á
68. mínútu.
Það er fátt sem kemur í
veg fyrir að Húnvetningar
komist í úrslitakeppni 4.
deildar en liðið á eftir að
spila við SR úti og Stokkseyri
á Blönduósvelli. Tvö efstu
liðin fara áfram í úrslita-
keppni 4. deildar. /ÓAB
Bergljót Pétursdóttir í baráttunni gegn Víkingum. MYND: ÓAB
mínútu, glæsimark, hörkuskot
efst í markið af löngu færi.
Eftir þetta voru Tindastóls-
stúlkur mun líklegri til að bæta
við mörkum og hornspyrnur
Jackie sköpuðu ítrekað hættu.
Staðan þó 2-0 í hálfleik.
Smá slen var yfir Stóla-
stúlkum í upphafi síðari hálf-
leiks og gestirnir náðu að ógna
aðeins marki Tindastóls en
Amber var á tánum og greip
vel inn í. Um leið og Stóla-
stúlkur fóru að láta boltann
ganga og héldu honum betur
fóru að skapast færi. Þriðja
markið leit dagsins ljós á 69.
mínútu og það gerði Aldís
María en hún hafði komið inn
á sem varamaður tveimur
mínútum áður. Laglegt mark
eftir fína sókn. Mur fékk
nokkur færi til að bæta við
mörkum og Bryndís var
nálægt því að skora eftir
hornspyrnu en allt kom fyrir
ekki. Lokatölur 3-0 og sann-
gjarn sigur staðreynd.
Lið Tindastóls virkar eins
og vel smurð vél þessa dagana.
Vinnusemin og metnaðurinn
til fyrirmyndar og breiddin í
hópnum góð. Liðið hefur
aðeins fengið á sig fimm mörk
í tíu leikjum og það eru
ótrúlegar framfarir frá því í
fyrra. Frammi er Mur engri
lík, krafturinn, áræðnin og
snilldin eiginlega einstök. Hún
er nú komin með 13 mörk í tíu
leikjum og spilaði meidd
framan af móti.
Næsti leikur Stólastúlkna er
gegn liði Augnabliks annað
kvöld á Kópavogsvelli. Sunnu-
daginn 6. september kemur
síðan lið Gróttu í heimsókn á
Krókinn. /ÓAB
Tindastólsmenn spiluðu á laugardaginn við
lið KFG í Garðabænum í 12. umferð 3. deild-
ar. Stólarnir þurftu að næla í sigur eftir tvo
tapleiki í röð og lengi vel leit út fyrir að mark
frá Luke Rae snemma leiks mundi duga en
hasarinn var mikill í uppbótartíma og fór svo
að leiknum lauk með 2-2 jafntefli sem gerði
lítið fyrir liðin í baráttunni um sæti í 2. deild.
Þrír nýir leikmenn skokkuðu út á völinn í
Tindastólsbúningnum; Hlynur Örn Hlöðvers-
son sem steig í markið í fjarveru Atla Dags og
síðan Skotinn Hamish Robert Thomson og
Englendingurinn Sewa Bockarie Marah. Það
tók markamaskínuna Luke Rae aðeins fjórar
mínútur að koma Stólunum yfir en bæði lið
fengu nokkur færi til að bæta við mörkum. Það
var hinsvegar ekki fyrr en á 91. mínútu sem lið
KFG jafnaði eftir hornspyrnu en þar var á
ferðinni Jóhann Jóhannsson. Á 95. mínútu kom
Luke Rae Stólunum yfir í annað sinn eftir að
hafa fengið stungu inn fyrir vörn gestanna. Enn
var þó tími fyrir eitt mark og því miður voru það
heimamenn sem jöfnuðu leikinn í annað sinn á
fimm mínútum, markið gerði Simon Filip Sperl
og aftur kom markið eftir hornspyrnu. Leik-
menn Tindastóls fengu tækifæri til að næla í
stigin þrjú á loka andartökum leiksins en það
hafðist ekki að þessu sinni.
Samkvæmt heimildum Feykis var jafnteflið
sanngjarnt í heildina. Tindastóll situr eins og er
í fimmta sæti 3. deildar með 17 stig en lið KFG
er sæti ofar með 18 stig. Á toppnum eru lið
Reynis Sandgerði og KV og er staða þeirra sterk,
Sandgerðingar með 29 stig og KV 27. Það er
stutt á milli leikja núna en í gærkvöld (þriðju-
dag) kom lið Áltaness í heimsókn á Krókinn en
þá var Feykir farinn í prentun. Vonandi hafa
strákarnir þó komist á beinu brautina á ný.
Reglur varðandi áhorfendur á leikjum hafa
nú verið rýmkaðar þannig að stuðningsmenn
eru leyfðir á pallana að nýju. /ÓAB
Jafnt eftir drama í uppbótartíma
3. deild karla | KFG – Tindastóll 2–2
Sl. þriðjudag kom lið KV í
heimsókn á Krókinn og
hafði betur í hörkuleik gegn
liði Tindastóls sem tapaði
þar öðrum leiknum í röð á
heimavelli.
Einar Þórisson kom liði KV
yfir á 19. mínútu en stuttu
síðar var Atla Degi Stefánssyni,
markmanni Stólanna, vikið af
velli. Í markið steig 15 ára
gutti, Einar Ísfjörð Sigurpáls-
son, og stóð fyrir sínu. Þrátt
fyrir ágæta frammistöðu
Tindastóls bætti lið KV við
marki á 59. mínútu en þar var
Askur Jóhannsson á ferðinni.
/ÓAB
Tap gegn Vesturbæingum
3. deild karla | Tindastóll – KV 0–2
33/2020 5