Feykir


Feykir - 02.09.2020, Blaðsíða 10

Feykir - 02.09.2020, Blaðsíða 10
„Það er mjög mikilvægt fyrir stofnun eins og okkar að eiga svona góðan bakhjarl,“ segir Kristrún Snjólfsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki, en sl. fimmtudag afhenti stjórn Menningarsjóðs Kaupfélags Skagfirðinga stofnuninni höfðinglegar gjafir sem sannarlega koma öllum vel. Um er að ræða fimm stór snjallsjónvörp og fóru tvö þeirra á sjúkradeild, eitt á deild III, annað á deild V og það fimmta á deild VI. Fjórir Bluetooth hátalarar, sitthvor á deild III og deild VI og tveir á deild V. Tíu lítil útvarpstæki með heyrnatólum sem fóru á sjúkradeild. Hljóðkerfi fyrir deild II, lítið hljóðkerfi, eða magnari, fyrir tómstundastarf sem nýtist vel þegar lesið er upp úr bókum eða öðru. Tveir DVD spilarar sem fóru á deild III og V. Með gjöfinni fylgdi upp- setning á tækjunum og segir Kristrún allt vera komið í notkun og komi til með að nýtast afar vel. Bjarni Maronsson, formað- ur Menningarsjóðs KS og stjórnarformaður Kaupfélags- ins, bauð gesti velkomna, sem voru í færra lagi vegna Covid ástands, og rakti sögu sjóðsins sem á sér langa og merka sögu. Í máli Bjarna kom fram að síðustu ár hefur sá háttur verið hafður á að tvisvar á ári er veitt úr sjóðnum til menningar og framfaramála. Taldi hann þá gjöf sem þarna var verið að afhenda formlega rúmast vel innan þess ramma þar sem menning og framfaramál eru iðulega flutt í fjölmiðlum landsins. „Þá gerist það í vor þegar við erum að ræða úthlutanir og fara yfir umsóknir að það kemur upp sú hugmynd hvort við getum ekki lagt þessari stofnun lið með þeim hætti að auka aðgengi fólks, sem hér dvelur, með nýjustu tækni til þess að miðla afþreyingu og menningarefni til þeirra,“ sagði Bjarni í ávarpi sínu. Var ákveðið, að höfðu samráði við Kristrúnu, að gera þetta og sendi hún lista yfir þau tæki sem gætu komið til greina. Sagði Kristrún í sínu þakkarávarpi að ekki hefði hún búist við því að öll tækin sem nefnd voru yrðu á endanum á gjafalistanum. „Við höfum oft velt því fyrir okkur, við sem hér störfum, hvernig við værum tækjum búin ef ekki nyti við þau félagasamtök og ein- staklingar í Skagafirði sem hafa lagt okkur lið í gegnum tíðina. Það verður að segjast eins og er að það er grunnurinn að þeim tækjabúnaði sem Margur tækjabúnaðurinn fenginn fyrir gjafafé Menningarsjóður KS færir HSN höfðinglegar gjafir UMFJÖLLUN Páll Friðriksson Allir kátir með rjómatertuna. AÐSEND MYND Kristrún Snjólfsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur, og Bjarni Maronsson, formaður Menningarsjóðs KS, kampakát með daginn enda tilefni til. MYNDIR AF NETINU hér er fenginn fyrir gjafafé og Kaupfélagið hefur verið þar öflugt og vil ég þakka þeim fyrir þær gjafir og þann hlýhug sem að baki þeim býr,“ sagði Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga. Að loknum ávörpum og þakkarorðum var boðið upp á kaffi og ljúffengar tertur á öllum deildum sjúkrahússins sem gerðar voru góð skil. Menningarsjóður KS Á heimasíðu Kaupfélags Skagfirðinga kemur fram að á vegum félagsins hafi menningarsjóður starfað í um 40 ár, sem hefur styrkt margskonar menningarstarf- semi í Skagafirði gegn um árin. „Má þar nefna styrki til kóra og annarrar tónlistarstarfsemi, leikfélaga, íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og styrki til listamanna. Á fjörutíu ára afmæli sjóðsins ákvað stjórnin að taka upp sérstakar viðurkenningar með fjárframlagi til þeirra verkefna, sem teljast sérstak- lega markverð og þýðingar- mikil fyrir menningar- og félagslíf í Skagafirði og nefnist styrkurinn Skagfirskt Framtak.“ Í stjórn sjóðsins sitja Bjarni Maronsson, for- maður, Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri, Einar Gísla- son, Efemía Björnsdóttir og Inga Valdís Tómasdóttir. Frá afhendingunni, fámennt en góðmennt. MYND: PF Inga Valdís Tómasdóttir hefur lengi setið í stjórn Menningarsjóðs KS. MYND: PF Ekki amalegt að fá tertu í boði KS. AÐSEND MYND 10 33/2020

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.