Feykir


Feykir - 02.09.2020, Blaðsíða 12

Feykir - 02.09.2020, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 33 TBL 2. september 2020 40. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Sex starfsmenn ráðnir Nýtt brunavarnasvið HMS Búið er að ráða í allar þær stöður sem auglýstar voru fyrr í sumar á nýju sviði á starfsstöð HMS á Sauðárkróki þ.e. stöðu framkvæmdastjóra, sérfræðinga og forvarnarfulltrúa. Gert er ráð fyrir að alls muni átta starfsmenn starfa við brunavarnir hjá HMS, sem er tvöföldun mannafla í málaflokknum, en stefnt er á að hefja starfsemi 1. október næstkomandi. Fimm af sex nýju starfsmönnunum munu flytjast á Sauðárkrók á næstu mánuðum ásamt fjölskyldum sínum en einn starfsmannanna býr þar nú þegar. „Það er því ljóst að þessi breyting mun hafa umtalsverð og jákvæð áhrif á íbúafjölda og mannlífið í Skagafirði. Það er jafnframt ánægjulegt að segja frá því að með þessari breytingu voru sköpuð atvinnutækifæri sem gera nú ungum fjölskyldum mögulegt að snúa til starfa í sinni gömlu heimabyggð þar sem þau ólust upp,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni. Þorgeir Óskar Margeirsson var ráðinn fram- kvæmdastjóri brunavarnasviðs HMS og hefur hann þegar hafið störf. Ásgrímur Eiríksson, Grétar Þór Þorsteinsson, Stefán Árnason og Þorlákur Snær Helgason voru ráðnir í stöðu sérfræðinga og Eyrún Viktorsdóttir forvarnafulltrúa brunavarnasviðsins. Í tilkynningu frá HMS kemur fram að nýja bruna- varnasviðið verði tvöfalt stærra en það gamla en auk þeirra framantöldu munu tveir starfa áfram hjá HMS. /PF Jón Hallgrímsson bjó á Hrólfsstöðum [í Blönduhlíð] 1883-1887. Hann var þrekmenni og kjarkaður vel í meðallagi. Kvöld eitt kom hann seint í fjárhúsin til gegninga, fór þegar upp í tóftina og hugðist byrja að leysa heyið en þá var þegar komin talsverð geil inn úr tóftardyrunum. Þegar hann kemur inn í tóftardyrnar sýnist honum maður standa þar, heldur ófrýnn og var sem eldur stæði úr augum hans og munni. Varð Jóni heldur felmt við en greip í einhverju æði fork sem var þar í tóftardyrunum, réðist inn eftir geilinni og sló til mannsins af öllu afli. Brá þá svo við að geilin fylltist af eldglæringum. Sagði Jón svo frá síðar, að sjaldan hefði sér liðið verr um dagana en á meðan þessari eldhríð stóð. Var það þó stutt stund og eftir það varð hann einskis var framar og lauk við að gefa fé sínu. Um Jón einhvern á Hrólfsstöðum var þetta ort: Hlýtur tjón af hrossunum helst á engjum sínum móti bón og boðorðum bóndinn Jón á Hrólfsstöðum. /Byggðasaga Skagafjarðar Byggðasögumoli | palli@feykir.is Draugur í heytóft Félagsmiðstöð á flakki í Skagafirði Viðburðir haldnir í öllum byggðakjörnum Félagsmiðstöð á flakki er liður í átaks-verkefni í tengslum við Covid-19 með það markmið að ná til allra eldri borgara í Skagafirði, bæði í Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi. Tilgangurinn er að bjóða kynningu á félagsstarfi fullorðinna og upplýsingar um þá þjónustu sem fólki stendur til boða. Um tilraunaverkefni er að ræða sem hlaut styrk frá félagsmálaráðuneytinu. „Við munum heyra í eldra fólki á hverju svæði, segja frá viðburðinum og hvetja það til að koma,“ er haft eftir Sirrý Sif Sigurlaugardóttur, félagsráðgjafa hjá Sveitarfélaginu Skagafirði, á heimasíðu þess en Sirrý Sif heldur utan um verkefnið. Viðburðirnir verða haldnir í öllum byggða- kjörnum í Skagafirði og munu félagsheimilin gegna lykilhlutverki. Sjá nánar á Feykir.is og á heimasíðu sveitarfelags- ins Skagafjarðar. „Vonandi getur orðið framhald eða áframhald í einhverju formi en það veltur mjög á mætingunni. Það má gjarnan láta orðið berast ef fólk veit af einhverjum í nærsamfélaginu sem hefur einangrast vegna Covid, eða af öðrum orsökum“ segir Sirrý Sif á skagafjordur. is. Viðburðirnir verða á miðvikudögum í september og október og er fyrsti viðburðurinn í Húsi frítímans við Sæmundargötu 7 miðvikudaginn 2. sept kl.13-17 en hér fyrir neðan má sjá aðrar dag- og staðsetningar: 2. september - Hús Frítímans – Sauðárkróki 9. september – Íþróttahúsið Varmahlíð – Varmahlíð 16. september – Félagsheimilið Árgarður – Steinsstaðir 23. september – Félagsheimilið Héðinsminni – Akrahreppur 30. september – Undir Byrðunni – Hólar í Hjaltadal 7. október – Félagsheimilið Höfðaborg – Hofsós 14. október – Félagsheimilið Ketilás – Fljótin 21. október – Félagsheimili Rípurhrepps – Hegranes 28. október – Félagsheimilið Skagasel – Skagi /PF ÚTSALA HEFST 3. SEPTEMBER Í ÖLLUM VERSLUNUM LÍFLANDS REYKJAVÍK LYNGHÁLSI 3 SÍMI: 540 1125 LÍFLAND SÖLUDEILD BRÚARVOGI 1-3 SÍMI: 540 1100 lifland@lifland.is AKUREYRI ÓSEYRI 1 SÍMI: 540 1150 BORGARNESI BORGARBRAUT 55 SÍMI: 540 1154 BLÖNDUÓSI EFSTUBRAUT 1 SÍMI: 540 1155 HVOLSVELLI ORMSVELLI 5 SÍMI: 487 8888 Fatnaður, gæludýravörur, reiðtygi, hjálmar, hestafóður, bætiefni og margt fleira á frábærum tilboðum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.