Feykir


Feykir - 02.09.2020, Blaðsíða 6

Feykir - 02.09.2020, Blaðsíða 6
árkróksbakarí og unnu dyggi- lega að uppbyggingu þess þar til í september 2006 þegar Róbert og Selma tóku það yfir. Ásamt því að reka hefðbundið bakarí er mikil áhersla lögð á að efla menningu og umhverfi gamla bæjarins á Sauðárkróki. Róbert og Selma eiga fjögur börn, Lindu Þórdísi sem lærir arkitektúr í Árósum, Reyni Bjarkan sem er í FNV og loks grunnskólanemana Rebekku Helenu og Emilíu Ragnheiði. Róbert er með sveins- og meistarapróf í bakstri og segist vera eini nemandinn sem hefur útskrifast frá FNV í hvoru tveggja. Þá lærði hann markaðshagfræði í Árósum í Danmörku. Hann hóf störf hjá pabba sínum í Sauðár- króksbakaríi árið 1990. „Ég hef unnið þar síðan, fyrir utan fimm ár þegar við bjuggum í Danmörku,“ segir Róbert. Nú má fullyrða að Skagfirð- ingar séu pínu montnir með „Skagfirðingar eru mjög duglegir að nýta sér þjónustu okkar“ Það er eftirtektarvert í sögu bakarísins hversu fáir aðilar hafa átt það og rekið á 140 ára tímabili. Sem fyrr segir stofn- aði Carl Fredriksen fyrstur brauðgerð á Sauðárkróki en óvíst er hvort hann hafi verið iðnlærður bakari, mögulega var hann múrari. Hann fór af Krók og bakaði á Ísafirði og síðan í Reykjavík þar sem hann var brautryðjandi nýtískulegra starfshátta í þeirri grein. Jón Hallson og fjölskylda tóku við rekstrinum af Carli og byggði íbúðar- og vinnuhúsnæði undir Ystuklauf. Árið 1913 keypti Guðrún Þorsteinsdóttir brauðgerðina og réð til sín Snæbjörn Sigurgeirsson frá Þingeyri. Hann keypti síðan bakaríið nokkru seinna og kom upp matstofu og gistiaðstöðu og giftist Ólínu Björnsdóttur. Þau réðu til sín Guðjón Sigurðsson sem tók síðan við rekstrinum þegar Snæbjörn lést 1932. Eftir lát Snæbjörns giftust Guðjón og Ólína og þau fluttu bakaríið að Aðalgötu 5 rétt fyrir seinna stríð og þar er það enn til húsa. Gutti bakari og Ólína ráku bakaríið til áramótanna 1983-1984 en þá eignuðust Óttar Bjarnason og Guðrún Sölvadóttir Sauð- Hluti starfsfólks Sauðárkróksbakarís. Frá vinstri: Karsten Rummelhoff, Ólína Sif Einarsdóttir, Áslaug Helga Jóhannsdóttir, Sara Líf Guðmundsdóttir, Trond Olsen og Róbert Óttarsson. Myndin var tekin 27. ágúst sl. MYNDIR: ÓAB Spjallað við Róbert Óttarsson í tilefni af 140 ára afmæli Sauðárkróksbakarís Sauðárkróksbakarí. Hvernig gengur að reka bakarí á lands- byggðinni og hvar liggja sókn- armöguleikarnir? „Það sem skiptir í raun mestu máli er að heimafólk sé ánægt með bakaríið sitt og við upplifum að svo sé, það skiptir okkur gríðalega miklu að reyna að viðhalda þeirri skoðun sem best. Það má í raun segja að það sé ákveðin sérstaða að geta lifað af því að reka bakarí af þessari stærðargráðu á ekki stærri stað en Sauðárkróki en aðal ástæðan fyrir því að það er hægt er einmitt sú að Skagfirðingar eru mjög duglegir að nýta sér þjónustu okkar,“ segir Róbert. „Fyrri eigendur bakarísins lögðu áherslu á að gera vel í heimabyggð í stað þess að sigra stærri markaðssvæði. Við höfum reynt að halda í þessa hugmyndafræði. Við höfum prufað að útvíkka starfsemina innan okkar svæðisins en þær tilraunir hafa ekki náð að festa sig í sessi. Við teljum helstu sóknarfæri okkar liggja í því að þjónusta okkar viðskiptavini sem best og reyna að fylgja eftir tískubylgjum sem eru í gangi hverju sinni eftir fremsta megni. Almennt séð þá skiptir gríðarlega miklu máli að við séum öll samstíga í því að versla í heimabyggð, útfærum það svo aðeins lengra og verslum íslenskt. Þannig græða allir með einum eða öðrum hætti og þannig skapast störf og meiri verðmæti í okkar eigin samfélagi.“ Ameríski kleinuhring- urinn og gamla góða kleinan hitta í mark Róbert segir að 19 starfs- menn séu í fullu starfi í Sauðárkróksbakaríi yfir sum- arið. „Þar af fjórir lærðir bakarar, fyrir utan mig sjálfan. Yfir veturinn eru stöðugildin 10–11 og af þeim eru 7–8 í fullu starfi, þar af þrír lærðir bakarar fyrir utan mig.“ Dagleg störf eru margvísleg, bakararnir eru þeir sem mæta fyrstir og svo í framhaldinu mæta þrír starfsmenn sem fara í að gera búðina tilbúna fyrir daginn og taka til í pant- anir sem fara í fyrirtækin á svæðinu. „Svo er starfsfólk að mæta á misjöfnum tímum það sem eftir líður dagsins en við erum með mikla opnun eða frá 7 á morgnana og fram til kl. 18 á kvöldin alla virka dag. Við erum líka með opið allar helgar Róbert bakari segir sumarið hafa verið alveg ótrúlega gott. Þessa dagana heldur Sauðárkróksbakarí upp á þau tímamót að 140 ár eru frá því að Carl Fredriksen stofnaði fyrstur manna brauðgerð á Sauðárkróki. Hefur verið bakað á Króknum síðan. Það var því við hæfi að Feykir legði nokkrar spurningar fyrir bakarameistarann og eiganda Sauðárkróksbakarís, Róbert Óttarsson. Hann og Selma Barðdal, kona hans, keyptu reksturinn af föður Róberts, Óttari Bjarnasyni og Guðrúnu Sölvadóttur konu hans, fyrir 15 árum og ekki annað að sjá en að Bakaríið blómstri á sínum notalega stað við Aðalgötuna. VIÐTAL Óli Arnar Brynjarsson 6 33/2020

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.