Feykir - 02.09.2020, Blaðsíða 2
Senn lýkur sumardvöl minni hér á Feyki. Snemma í vor
hefði mér ekki dottið í hug að ég ætti eftir að vinna sem
blaðamaður. En þar sem ég er opin að eðlisfari og tilbúin
í alls konar áskoranir er ég alltaf að takast á við eitthvað
nýtt og skemmtilegt. Já, ótrúlegt en satt þá var ég alveg að
fýla þetta starf.
Kannski var það ekki bara starfið
sem féll mér til geðs, sam-
starfsmenn mínir áttu eflaust
einhvern þátt í því líka. Þeir sem
þekkja til vita að hér hjá Nýprent/
Feyki vinnur samansafn af fag-
mönnum, skemmtikröftum, fræði-
mönnum og lífskúnstnerum (og
konum). Hér ríkir aldrei nein
lognmolla og alltaf glatt á hjalla.
Umræðurnar líflegar á kaffi-
stofunni og fólk ófeimið við að láta
skoðanir sínar og lífsmottó í ljós. Engu tækifæri til stríðni
og glensi sleppt. Hér finnst mér þó ríkja gagnkvæm virðing
á milli fólks, enginn tekur sig of alvarlega og starfsandinn
góður. Ætli ég verði ekki að viðurkenna það að ég eigi nú eftir
að sakna ykkar þrátt fyrir stutt kynni.
Ekki má gleyma lesendum Feykis. Þið virtust taka
blautum blaðamanni með opnum hug og vert að þakka fyrir
það. Það var hjálplegt að lesa yfir kommentin frá ykkur og
skeytin, þó verð ég sérstaklega að þakka honum Helga vini
mínum frá því á síðustu öld fyrir hans innlegg og ábendingar.
Takk Helgi minn.
Þetta hafa verið áhugaverðir og skemmtilegir mánuðir. Ég
hef margt lært og tel mig nú þekkja mun betur til Norðurlands
vestra og nærsveita eftir þetta sumar og mun hér eftir fylgjast
betur með því sem er að gerast á svæðinu. Af ógrynni er að
taka og eins og þið öll eflaust vitið er hér nóg um að vera. En
ég þakka fyrir mig í bili. Sjáumst vonandi sem fyrst, þá eflaust
að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt.
Soffía Helga Valsdóttir, blaðamaður
LEIÐARI
Veriði sæl
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is
Soffía Helga Valsdóttir, bladamadur@feykir.is
Auglýsingastjóri:
Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is
Áskriftarverð: 585 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 720 kr. m.vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
Aflatölur 5. júlí – 28. ágúst 2020
3735 tonn síðustu átta vikurnar
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
Guðrún Ragna HU 162 Lína 779
Hafdís HU 85 Handfæri 3.779
Hafdís HU 85 Línutrekt 10.760
Hafrún HU 12 Dragnót 117.711
Hafrún HU 12 Handfæri 4.710
Hjalti HU 313 Handfæri 9.067
Hjördís HU 16 Handfæri 5.615
Hrund HU 15 Handfæri 23.281
Húni HU 62 Handfæri 22.947
Indriði Kristins BA 751 Lína 18.052
Ísak Örn HU 151 Handfæri 816
Jenny HU 40 Handfæri 5.131
Kambur HU 24 Handfæri 17.002
Kári SH 78 Handfæri 7.715
Kópur HU 118 Handfæri 8.874
Kristinn HU 812 Landbeitt lína 28.402
Kristín HU 219 Handfæri 2.323
Loftur HU 717 Handfæri 13.781
Magnús HU 23 Handfæri 20.683
Magnús HU 23 Landbeitt lína 1.001
Már HU 545 Handfæri 1.456
Ólafur Magnússon HU 54 Handfæri 5.280
Ólafur Magnússon HU 54 Þorskfisknet 3.677
Ragnar Alfreðs GK 183 Handfæri 1.601
Rán SH 307 Landbeitt lína 20.857
Rán SH 307 Lína 2.404
Sandvík KE 79 Handfæri 8.738
Straumey EA 50 Lína 53.863
Svalur HU 124 Handfæri 2.098
Sæunn HU 30 Handfæri 12.959
Sævík GK 757 Lína 92.672
Tóki ST 100 Handfæri 1.695
Tryggvi Eðvards SH 2 Handfæri 10.483
Viktor Sig HU 66 Handfæri 9.238
Viktoría HU 10 Handfæri 5.521
Víðir EA 423 Handfæri 148
Víðir ÞH 210 Handfæri 1.309
Alls á Skagaströnd 858.342 HOFSÓS
Gaffallinn EA 0 Sjóstöng 711
Geisli SK 66 Handfæri 8.115
Skáley SK 32 Handfæri 10.718
Skotta SK 138 Handfæri 5.232
Þorgrímur SK 27 Landbeitt lína 6.592
Alls á Hofsósi 31.368
HVAMMSTANGI
Harpa HU 4 Dragnót 11.309
Steini HU 45 Handfæri 105.043
Alls á Hvammstanga 116.352
SAUÐÁRKRÓKUR
Akurey AK 10 Botnvarpa 632.880
Arnar HU 1 Botnvarpa 989.489
Drangey SK 2 Botnvarpa 136.919
Fannar SK 11 Handfæri 15.963
Fjölnir GK 157 Lína 52.480
Gammur SK 13 Handfæri 4.758
Gjávík SK 20 Handfæri 4.458
Hafborg SK 54 Handfæri 16.044
Hafey SK 10 Botnvarpa 785
Hafey SK 10 Handfæri 10.383
Hafsól SK 96 Handfæri 1.263
Jóhanna Gíslad. GK 557 Lína 52.482
Kaldi SK 121 Handfæri 4.983
Kristín SK 77 Handfæri 2.539
Maró SK 33 Handfæri 928
Málmey SK 1 Botnvarpa 141.863
Már SK 90 Handfæri 10.024
Onni HU 36 Dragnót 80.477
Óskar SK 13 Lína 152
Óskar SK 13 Handfæri 857
Silver Bergen NO 999 Rækjuvarpa 268.885
Skvetta SK 7 Handfæri 7.482
Steini G SK 14 Handfæri 4.795
Sæfari HU 212 Landbeitt lína 7.935
Sævík GK 757 Lína 3.668
Viðey RE 50 Botnvarpa 266.960
Vinur SK 22 Handfæri 10.319
Alls á Sauðárkróki 2.729.771 SKAGASTRÖND
Addi afi GK 97 Handfæri 4.571
Addi afi GK 97 Landbeitt lína 5.880
Alda HU 112 Handfæri 14.372
Bergur Sterki HU 17 Lína 68.244
Bergur Vigfús GK 43 Handfæri 1.882
Birta Dís GK 135 Handfæri 5.045
Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 11.874
Blíðfari HU 52 Handfæri 13.238
Blær HU 77 Handfæri 1.399
Blær HU 77 Landbeitt lína 5.127
Bogga í Vík HU 6 Handfæri 6.562
Bragi Magg HU 70 Handfæri 17.063
Dagrún HU 121 Handfæri 13.094
Dúddi Gísla GK 48 Lína 47.885
Elfa HU 191 Handfæri 15.125
Elín ÞH 82 Handfæri 6.646
Fengsæll HU 56 Handfæri 22.917
Geiri HU 69 Handfæri 12.501
Greifinn SK 19 Handfæri 5.843
Guðrún Petrína GK 107 Handfæri 10.070
Guðrún Ragna HU 162 Handfæri 12.576
Síðastliðnar átta vikur hafa engar aflatölur verið birtar í Feyki fyrir Norðurland vestra en hér
fyrir neðan má sjá að margir hafa verið duglegir á strandveiðunum í sumar. Alls lönduðu 50
bátar á Skagaströnd, flestir handfærabátar, og var samanlagður afli þeirra rúmlega 381 tonn.
Aflahæstur var línubáturinn Hrund HU með 23 tonn. Á Sauðárkróki var landað rúmum
2.729 tonnum og var það Arnar HU 1 sem átti tæp 989 tonn af þeim afla. Fimm bátar
lönduðu á Hofsósi rúmum 31 tonni og á Hvammstanga lönduðu tveir bátar rúmum 116
tonnum. Heildarafli síðustu átta vikurnar á Norðurlandi vestra var 3.735.833 kíló. /SG
Sæluvikan blásin af
COVID-19 | Setur strik í menningarlífið
Ekkert verður af Sæluviku
sem ráðgert hafði verið að
halda í lok september sam-
kvæmt heimildum Feykis.
Áður en blaðið fór í prentun
í gær fengust þær upplýsingar
hjá Svf. Skagafirði að atvinnu-,
menningar- og kynningar-
nefnd myndi funda í dag og
þar tekin formleg ákvörðun
um afblásturinn.
Í síðustu viku tók stjórn
Leikfélag Sauðárkróks ákvörð-
un um að fresta sýningu á nýju
leikriti Péturs Guðjónssonar,
sem æfingar voru hafnar á sl.
vetur. Ráðgert hafði verið að
frumsýna í Sæluviku, sem var
svo frestað fram á haustið.
Til stóð að taka þráðinn
upp á ný fyrir haustið en nú er
útséð með það að ekki verður
sýnt fyrr en í næstu Sæluviku.
/PF
Sóttvarnir í sveitinni
Bændur fá aðgöngumiða í réttir
Fjallskilastjórn Miðfirðinga kom saman sl.
sunnudag og fór yfir þær reglur sem sem settar
hafa verið af yfirvöldum vegna gangna- og
réttastarfa þetta haustið. Til að lágmarka fjölda
sem kemur saman í réttinni hverju sinni er stefnt
að því að Núpsheiðarsafn komi fyrst til réttar
kl. 11, Húksheiði komi kl 13 og Aðalbólsheiðir
komi til réttar kl 15. Hrossarétt hefst kl. 18:30.
Fjallskilastjórn mun útdeilda miðum niður á
bæi sem gefur rétt til þátttöku í réttarstörfum.
Einn miði fer á þá bæi sem eiga fjárvon í réttinni
en það ættu að vera tólf bæir, sex miðar á hvern
bæ sem á færri en 200 ær á heiði og níu miðar
fara á þá bæi sem eiga fleiri en 200 ær á heiði.
Vegna fjöldatakmarkana verður gestum
hvergi heimilt að koma til réttarstarfa eins og
verið hefur en gefnar hafa verið út leiðbeiningar
vegna gangna og rétta út af COVID-19.
Mælst er til þess að fjöldi aðila við réttarstörf
verði ekki fleiri en 100 manns, börn fædd 2005
eða síðar eru undanskilin þeim reglum, og
hliðvarsla verður við aðkeyrslu að réttum og
þangað inn verður aðeins hleypt þeim sem þar
eiga erindi. Allir sem taka þátt í göngum og
réttum skulu hlaða niður smitrakningarappi
almannavarna og ekki er mælst til þess að áfengi
sé haft um hönd við réttarstörf. /PF
2 33/2020