Feykir


Feykir - 09.09.2020, Blaðsíða 5

Feykir - 09.09.2020, Blaðsíða 5
Tindastólsmenn skutust austur á Höfn sl. sunnudag og léku við lið Sindra í 3. deildinni. Liðin áttust við á Króknum fyrr í sumar og úr varð mikill hasarleikur sem endaði með 4-3 sigri Stólanna eftir mikið drama. Úrslitin um helgina voru ekki jafn ánægjuleg því eftir markalausan fyrri hálfleik gerðu heimamenn tvö mörk á síðasta hálftímanum eftir að Tindastólsmaðurinn Haims Thomson fékk að líta rauða spjaldið. Lokatölur því eðlilega 2-0. Leikmenn Tindastóls voru duglegir að safna gul- um spjöldum í fyrri hálfleik og fyrrnefndur Hamish krækti í fyrra spjaldið sitt eftir eina mínútu. Þrír sam- herjar hans bættust í gula liðið síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiks. Á 61. mínútu fékk Hamist að líta sitt síðara gula og var því vikið af velli. Brotið átti sér stað innan teigs, Skotinn tók einn heimamanna niður en sá hafði sloppið inn fyrir vörn gestanna. Sennilega hefði verið betra að leyfa kapp- anum að testa Atla Dag í markinu og vera áfram með ellefu leikmenn á vellinum – en eins og í flestum starfs- greinum þá er auðvelt að vera vitur eftir á í fótbolt- anum. Sindri fékk því víti en Sigursteinn Hafsteinsson skaut í stöngina en fylgdi sjálfur eftir og skoraði. Sævar Gunnarsson tryggði síðan sigur Sindra með marki á 83. mínútu. Það gengur erfiðlega fyrir lið Tindastóls að finna stöðugleika að lokinni Covid-pásunni en liðið siglir hálfgerða brælu um miðja 3. deild og virðist hafa misst af lestinni sem stoppar í 2. deild. Ætli gamla lumman um einn leik í einu og sjá hverju það skilar eigi ekki við núna? /ÓAB Kvennalið Tindastóls tók á móti liði Gróttu af Seltjarn- arnesi í Lengjudeildinni sl. sunnudag í hellirigningu. Líkt og í síðustu leikjum var Tindastólsliðið sterkara en andstæðingurinn á báðum endum vallarins og uppskar því tíunda sigur sumarsins. Mur hélt áfram að hrella markverðina í deildinni en hún bætti enn einu hat- trickinu í safnið sitt en lokatölur voru 4-0 og liðið í fjórða sæti lítil fyrir- staða þrátt fyrir að spila ágætan fótbolta á köflum. Mur gerði eina mark fyrri hálfleiks eftir 30. mínútna leik en í byrjun síðari hálfleiks bætti Jackie Altschuld við laglegu marki. Lið Gróttu átti þá góðan kafla en tókst ekki að minnka muninn. Mur gerði síðan tvö mörk á fimm mín- útna kafla upp úr miðjum síðari hálfleik. Sigur í Kópavogi Þremur dögum áður kom níundi sigur sumarsins hjá Stólastúlkum á Kópavogsvelli þegar lið Augnabliks féll í ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F Það rignir mörkum hjá Stólastúlkum Lengjudeild kvenna | Tindastóll – Grótta 4–0 Hamish Thomson lætur finna fyrir sér. MYND: ÓAB 3. deild karla | Sindri – Tindastóll 2–0 Tap Stólanna í erfiðum leik á Höfn valinn gegn toppliðinu. Leikurinn var lengi vel í jafnvægi þrátt fyrir að lið Tindastóls fengi betri færi. Fjögur mörk komu hins vegar á síðustu 35 mínútunum. Jackie kom Stólastúlkum yfir á 57. mínútu með marki úr víti og Mur bætti við marki tíu mínútum síðar. Skömmu síðar gerðu heimastúlkur sjálfsmark og að sjálfsögðu átti Mur lokaorðið á 90. mínútu. Lokatölur 0-4 í Kópavogi. Stelpurnar í dauðafæri Eftir þessa tvo leiki er lið Tindastóls sem fyrr efst í Lengjudeildinni, er nú með 31 stig en lið Keflavíkur er í öðru sæti með 27 stig. Grótta er nú líklega úr leik í barátt- unni um sæti í Pepsi Max- deildinni en lið Hauka átti mesta möguleika á að gera atlögu að toppliðunum. Hafn- firðingarnir töpuðu hins vegar óvænt í fyrrakvöld og eru með 20 stig, ellefu stigum á eftir Stólastúlkum, í þriðja sæti deildarinnar en eiga leik til góða. Það er því óhætt að fullyrða, nú þegar sex um- ferðir eru eftir af mótinu að lið Tindastóls er í dauðafæri með að komast í efstu deild. /ÓAB Skautafélag Reykjavíkur tók á móti liði Kormáks/Hvatar í 4. deildinni sl. föstu- dagskvöld og var leikið á Eimskipsvellinum í landi Þróttara. Heimaliðið hafði betur sem þýðir að Húnvetningar eru enn ekki búnir að tryggja sér sætið en þeir þurfa að næla í stig í lokaleik sínum í B-riðli. Skautafélagið fékk fljúgandi start en Jóhannes Sólmundarson kom þeim yfir eftir fimm mínútna leik. Breki Einarsson bætti við marki á 19. mínútu og heimamenn með góða stöðu í hálfleik. Gamla markamaskínan Hjörtur Hjart- arson kom liði SR í 3-0 þegar klukkutími var liðinn af leik en gestirnir voru ekkert á þeim buxunum að gefast upp. Viktor Ingi Jónsson minnkaði muninn á 73. mínútu og á fyrstu mínútu uppbótartíma bætti Sigurður Aadne- gard við öðru marki Kormáks/Hvatar. Jöfnunar- markið lét hins vegar ekki sjá sig og því enn spenna í B-riðli 4. deildar. Húnvetningarnir spila lokaleik sinn gegn Stokkseyri á Blönduósvelli en Austfirðingar eru með 14 stig og eiga tvo leiki eftir. Jafntefli gæti mögulega dugað heimamönnum en sigur tryggir efsta sætið í riðlinum og að sjálfsögðu sæti í úrslitunum en tvö efstu liðin komast í þau. Leikurinn er á Blönduósvelli nk. sunnudag kl. 16:00. /ÓAB Skautafélagið sterkara á svellinu 4. deild karla B-riðill | SR – Kormákur/Hvöt 3–2 Við óskum Sauðárkróksbakaríi til hamingju með 140 ára afmælið Skagfirðingabraut 9a Sauðárkróki Sími 440 2460 www.sjova.is Mán., þri., mið. og fimmtudaga er opið frá kl. 9–12 og 13–16 Föstudaga er opið frá kl. 9–12 og 13–15 Borgarflöt 15 Sauðárkróki Sími 455 6200 www.skv.is Hesteyri 1 Sauðárkróki Sími 453 5923 Borgarflöt 1 Sauðárkróki Sími 455 7176 www.feykir.is Bergljót Pétursdóttir í baráttunni gegn Víkingum. MYND: ÓAB Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) hefur tilkynnt um úthlutun sértækra styrkja til íþróttahreyfingarinnar til að mæta áhrifum Covid-19. Úthlutunin nemur rúmlega 150 milljónum kr. og kemur í kjölfar 300 milljóna kr. framlags ríkisins til íþróttahreyfingarinnar sem úthlutað var í maí. Rúmar þrjár milljónir komu til tveggja íþróttafélaga á Norðurlandi vestra. Körfuknattleiksdeild Tindastóls á Sauðár- króki fékk úthlutað alls 2.659.425 kr. og knattspyrnudeild Hvatar á Blönduósi 516.000 kr. en að auki fær Umf. Hvöt 280.836 kr. samkvæmt tillögum vegna úthlutunar vegna almennra aðgerða sem biðu frá fyrri úthlutun. Sjá nánar úthlutanir á Feykir.is. /PF Rúmar þrjár milljónir á Norðurland vestra COVID-19 | Sértækir styrkir til íþrótta- og ungmennafélaga 34/2020 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.