Feykir


Feykir - 09.09.2020, Blaðsíða 2

Feykir - 09.09.2020, Blaðsíða 2
„Verið velkomin í sunnudagaskólann í kirkjunni,“ segir í auglýsingu frá þjóðkirkjunni sem vakið hefur mikla athygli, ekki fyrir starfið sjálft heldur myndina sem þessi orð eru skrifuð á. Hún á að sýna Jesú Krist, glaðlynd börn að leik, regnboga, og konur sem veifa úr gluggum kirkju, önnur þeirra með slæðu sem minnir á klæðnað kvenna í öðrum trúarhópi. Það sem helst hefur farið fyrir brjóstið á fólki er sú staðreynd að þarna er Jesú hafður með brjóst og sýnist mér hann einnig í kjól, frekar en hinum hefðbundna víða serk. Þá er Jesú einnig með farða. Halldór Gunnarsson, fyrrverandi sóknarprestur í Holti, skorar á fulltrúa kirkjuþings, sem kemur saman á morgun, að þeir veiti biskupi Íslands, Agnesi M. Sigurðardóttur, áminningu vegna þessarar ósmekkvísi og trúarbrenglun sem myndin býður upp á. Pétur G. Markan, samskiptastjóri hjá þjóðkirkjunni segir í samtali við mbl.is að myndin endurspegli fyrst og fremst samfélagið sem við búum í. Myndirnar létu þau gera fyrir auglýsingar á sunnudagaskóla kirkjunnar. „Hugmyndin að myndefninu er að fanga samfélagið sem við öll viljum tilheyra; réttlátt, fordómalaust og kærleiksríkt umhverfismiðað sam- félag sem einblínir á kærleiksboðskap Jesú Krists í stað þess að hengja sig í hvers kyns hann hafi verið. Það skiptir ekki máli,“ segir Pétur. Þarna er ég Pétri sammála. Kærleikurinn er ofar öllu. Sérhverjar hugmyndir manna um það hvernig Jesú hafi litið út eru hreinar ágiskanir. Mjallahvítur síðhærður, hávaxinn, ungur maður með engilsásjónu, er sú mynd sem mér hefur verið innprentað. En var hann svo útlítandi? Það efast ég stórlega um, vitandi hvaðan hann er upprunninn. En það skiptir ekki máli. Það er kærleikurinn sem skiptir máli. Halli Hallssyni, fyrrverandi fréttamanni er brugðið yfir þessari myndnotkun og spyr í Facebook-færslu hvort foreldr- um sé óhætt að senda börn sín í sunnudagaskólann. „Hvernig koma þau til baka?“ spyr Hallur. Eflaust eru einhverjir sammála Halli og efast um að þau börn sem fara í sunnudagaskólann komi heim til sín með öllum mjalla eftir heimsókn í kirkjuna. Gunnar Þorsteinsson, kenndur við Krossinn, tekur í sama streng og skrifar: „Boðar Þjóðkirkjan annan Krist en þann sem Biblían boðar?“ Þetta er dapurlegt. Ég fagna því að kirkjan sé að opna sig fyrir fjölbreytileikanum. Allir eiga heima í kirkjunni sem þess óska. Þegar ég lít til baka man ég ekki betur en að fordómar gagnvart „hinsegin“ fólki hafi verið alls ráðandi í samfélaginu og ég ekki barnanna bestur í ömurlegum upphrópunum. Ég skammast mín fyrir það í dag og fagna fjölbreytileikanum nú og þeim árangri sem baráttufólk fyrir betri kjörum og rétt- indum þessa fólks hefur náð í gegnum tíðina. Jesús elskar alla menn, þá er átt við alla, sama af hvaða kyni og hversu mörg kynin eru. Alla vega sá sem ég þekki: Jesús bróðir besti, já eða systir. Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Kristur í hvítum kjól Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is | Soffía Helga Valsdóttir, bladamadur@feykir.is Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 585 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 720 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Rafhleðslustöðvar á Húnavöllum Hægt að hlaða fjóra bíla í senn Á Húnavöllum hafa verið settar upp tvær rafbílahleðslustöðv- ar, tvisvar sinnum 22 kW hvor stöð, og því hægt er að hlaða fjóra rafbíla í senn og fræðilega getur hleðsla því orðið 88kW ef rafbílar gætu tekið við því afli. Til að heimtaug Húnavalla- skóla fari ekki á yfirálag, ef hleðsla væri svo mikil á sama tíma og mikið álag væri á svæðinu, minnkar straumurinn að rafbílum sem því nemur og eru því hleðslustöðvar álags- stýrðar með nýjustu tækni í þeim málum. Á heimasíðu Húnavatns- hrepps kemur fram að stöðv- arnar styðji samskiptastaðalinn OCPP 1.6 til álagstýringar og greiðslulausna og eru tilbúnar fyrir staðal ISO15118 sem gerir raforkukerfi kleift að nýta orku rafbíla og þannig keyra raf- orku frá rafhlöðu rafbíla inn á raforkukerfið en ekki mun verða þörf að nýta þá tækni eins og er. /PF Aflatölur 29. ágúst – 4. september 2020 á Norðurlandi vestra Málmey SK 1 aflahæst í síðustu viku SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Dúddi Gísl GK 48 Lína 17.704 Elfa HU 191 Handfæri 1.927 Fengsæll HU 56 Handfæri 1.766 Guðrún Petra GK 107 Handfæri 3.916 Hafdís HU 85 Handfæri 535 Hafrún HU 12 Dragnót 23.655 Hjalti HU 313 Handfæri 945 Húni HU 62 Handfæri 1.133 Kristinn HU 812 Landbeitt lína 41.815 Kristín HU 219 Handfæri 404 Magnús HU23 Landbeitt lína 3.631 Ólafur Magnússon HU 54 Handfæri 557 Ragnar Alfreðs GK 183 Handfæri 5.389 Rán SH 307 Landbeitt lína 16.399 Steinunn SF 10 Botnvarpa 55.464 Straumey EA 50 Lína 14.266 Sævík GK 757 Lína 41.059 Viktoría HU 10 Handfæri 528 Alls á Skagaströnd 254.060 SAUÐÁRKRÓKUR Akurey AK 10 Botnvarpa 123.704 Drangey SK 2 Botnvarpa 60.958 Fjölnir GK 157 Lína 83.321 Gammur SK 12 Handfæri 200 Hafborg SK 54 Handfæri 2.239 Helga María RE 1 Botnvarpa 61.896 Málmey SK 1 Botnvarpa 152.906 Onni HU 36 Dragnót 10.636 Óskar SK 13 Handfæri 1.023 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 1.194 Alls á Sauðárkróki 498.077 SKAGASTRÖND Addi afi GK 97 Landbeitt lína 9.113 Auður HU 94 Handfæri 1.421 Bergur Sterki HU 17 Lína 7.005 Birta Dís GK 135 Handfæri 3.653 Bragi Magg HU 70 Handfæri 1.775 Heildarafli síðustu viku á Norðurlandi vestra var 752.137 kíló. Akurey AK 10 landaði á Sauðárkróki tæpum 124 tonnum en Málmey SK 1 var aflahæst með tæp 153 tonn. Þá var alls landað á Sauðárkróki 498.077 kg. Til Skagastrandar bárust 254 tonn og var Steinunn SF 10 aflahæst með 55 tonn af 254 tonnum sem komu á land. Enginn landaði á Hvammstanga eða Hofsósi. /SG Fyrsti bíllinn hlaðinn. MYND: HUNAVATNSHREPPUR.IS Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ September mildur en vætusamur Tíðin hefur verið heldur rysjótt það sem af er september: Strekkingur, rigning, allhvasst, él, átta stiga hiti, oná pollum örþunn skel, … svo vantar að botna. En þann 1. september kl. 14 komu tíu félagar Veðurklúbbsins á Dalbæ saman til fundar og fóru yfir síðasta spágildi. Samkvæmt skeyti frá Dalvík voru spámenn allir mjög sáttir með hvernig veðrið gekk eftir. Í skeytinu segir að ríkjandi tungl hafi kviknað þann 19. ágúst sl. en nýtt tungl kvikni svo þann 17. september kl. 11 í suðaustri. Telja veðurspámenn september verða mildan en vætusaman. „Það er ekki ólíklegt að aðeins gráni í toppa. Áttir verða breytilegar. Gangnamenn og konur þurfa að hafa með sér regnföt til vonar og vara í göngurnar,“ segja klúbbfélagar sem óska öllum góðs gengis við smölun. Fundi lauk kl 14:20. Með gangnakveðjum spá- manna fylgir veðurvísa: Í ágúst slá menn engið og börnin tína ber Í september fer söngfugl og sumardýrðin þver. /PF Blönduósskirkja Jazz- tónleikar Gítarleikarinn Andrés Þór Gunnlaugsson og píanistinn Agnar Már Magnússon munu koma fram á tón- leikum í Blönduósskirkju sunnudaginn 13. september kl. 16:00. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð, en Andrés og Agnar fengu styrk frá Tónaland - landsbyggðar- tónleikar vegna verkefnis- ins. Á efnisskránni eru tónverk eftir þá félaga, auk laga eftir Jón Múla, Cole Porter og Luiz Bonfa. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð sem sóknar- nefnd Blönduósskirkju stendur fyrir í vetur. /PF 2 34/2020

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.