Feykir


Feykir - 09.09.2020, Blaðsíða 4

Feykir - 09.09.2020, Blaðsíða 4
AÐSENT | Svala Runólfsdóttir skrifar Eru skjalamálin í lagi? Nú standa sveitarfélög frammi fyrir því að taka ákvörðun um það hvort þau ætli að fara út í rafræna skjalavörslu eða ekki. En hvað er rafræn skjalavarsla? Stjórnun og þekking er grunnurinn Ennþá er val milli pappírs- og rafrænnar skjalavörslu hjá sveitarfélögum, en ekki vitað hversu lengi það varir. Ýmsir kostir og gallar fylgja hvoru kerfi fyrir sig, en ljóst er að framtíðin verður meira eða minna rafræn. Hvort sem er valin pappírs- eða rafræn skjalavarsla þá skiptir þekking og stjórnun alltaf miklu máli. Að skilja hvað eru skjöl, hvernig á að flokka og varðveita. Það er óheppilegt að hafa skjölin „bara þarna" inni í tölvu starfsmanns sem er jafnvel hættur störfum, eða óskipulega uppraðað í geymslu. Ef upplýsingar eru vistaðar á margvísleg- an hátt eða eytt tilviljunarkennt, þá verður erfitt að leita í þeim til að svara fyrirspurnum og þess þá heldur til að uppfylla lagalegar kröfur um skjala- vörslu. Vistun eða stjórnun Margir halda að nóg sé að vista skjöl á sameiginlegu drifi fyrir- tækisins, oftast með „heimatilbúinni“ flokk- un. Það er hins vegar ekki rétt því mikill munur er á þessari vistun og alvöru skjalastjórnun. Skjalavistun felur ein- faldlega í sér vistun rafrænna skjala í tölvu- kerfi. Í einhverja möppu á einhvern stað. Það er það sem flestir eru vanir að gera og dugar fyrir t.d. heimilisbókhald. Skjalastjórnun flokkar skjölin hins vegar á samræmdan hátt. Til þess þarf skjalastjórnunarkerfi, sem dæmi GoPro og OneSystem, sem hægt er að kaupa aðgang að. Þá eru skjölin flokk- uð um leið og þau eru vistuð í tölvunni, samkvæmt skjalaáætlun, sem þarf að vinna fyrir vinnustaðinn. Í skjala- áætluninni er meðal annars ákveðið hvernig „lífstími“ viðkomandi skjals á að vera, hvar á að geyma, hvernig á að flokka og skrá. Vinnustaðir eru mis- munandi og áætlanir unnar út frá því. Sveitarfélög eru t.d. skilaskyldir aðilar og þurfa að varðveita gögn sem varða stjórnsýsluna og afhenda skjalasafni eftir ákveðið tímabil. Ef farið er í rafræna skjalavörslu og gögn skráð rétt, þá er hægt að láta vinna vörsluútgáfu sem síðan er afhent rafrænt til viðkomandi aðila (Héraðs- skjalasafn, Þjóðskjalasafn Íslands). Þá þarf ekki lengur að prenta út og af- henda möppur. En fæstir eru komnir þangað enn. Prenta, eða ekki prenta? Taka þarf skjalamál alvarlega því kröfurnar verða meiri, skyldur aukast og sveitarfélög (og auðvitað aðrir vinnustaðir líka) geta lent í vandræðum ef reglunum er ekki fylgt. Dæmi um slík mál hafa komið nýlega í fréttum, má þar nefna Braggamálið fræga og Samherjaskýrsluna, þessa sem ekki fannst. Um refsivert athæfi er að ræða. En reglurnar geta virst flóknar og erfitt að framfylgja þeim, sérstaklega ef um tölvupósta og þess háttar er að ræða. Á ég að geyma það eða ekki? Prenta út eða ekki? Til að koma í veg fyrir slíkt er mikilvægt að auka þekkingu starfs- manna og hafa skýrar vinnureglur. Hverju sveitarfélagi er brýnt að hafa skjalastjóra. Menntaður skjalastjóri er kostur en fyrir lítil sveitarfélög er hægt að leysa þetta með því að láta einn starfsmann skrifstofunnar taka að sér þær skyldur sem því fylgja að hafa skjalamálin í lagi. Mælt er þó með því að sem flestir starfsmenn kynni sér skjalamál og fari á námskeið varðandi skjalavörslu. Stefnt er á að halda slíkt námskeið í samvinnu skjalasafna á Norðulandi vestra og Þjóðskjala-safni Íslands. Áhugasamir geta skráð sig hjá undir- ritaðri. Svala Runólfsdóttir héraðsskjalavörður Hæpið er að bærinn hafi upphaflega heitið Skeggkalls- (Safn IV. 443) enda finst sá ritháttur hvergi. Elzta vitnisburðarbrjet um nafnið, er frá árinu 1394 og síðan endurritað árið eftir og á báðum stöðum er nafnið ritað: Skeggalds- (DI. lll. 540 og 595). Jafnvel til 1700 hefir nafnið haldist lítið breytt, því Árni Magnússon ritar þá Skeggvalds- (eða Skegghalds-) (Jarðabók 1703). Eftir það gleymist nafnið, og jarðabækurnar hafa Skeggja- (og Ný Jb. bls. 98 hefir Skeggalds- (í svigum). Jeg hygg að rjetta nafnið hafi verið Skeggvaldastaðir, og á það bendir rithátturinn Skeggalds- á 14. öld. Einnig styðst það við Á. M., sem ein- mitt hefir Skeggvalds-. Allir sjá að nafnið hefur breyzt úr Skeggalds- í Skeggja eða jafnvel Skegg- sem nú er kallað, og hví skyldi það þá ekki hafa getað breyzt úr Skeggvalda- í Skeggalds-? Það eru þó smámunir móti nafna- bjögunum fyrrum t.d. Harðlaugsstaðir (í Holtum) urðu Jarnligsstaðir-, Kursveins- Kussungs-, Steinnýjar- Steinars- o.s.frv. Í þessu sambandi er það merkilegt hve Valda- nafnið hefir tíðkast í bæjanöfnum á nálægu svæði, en hvergi annarsstaðar: Valdarás- ef. af valdur- og Valdalækur- báðir í næstu sveit við Skeggvaldastaði. Sá, sem bærinn var kendur við í fyrstu, virðist því hafa verið kallaður Skeggvaldi (sb. Skegg-Þórður, Ármóður skegg, Skegg- Broddi o.s.frv. Og loks er það áherzlu- verðast, að einmitt í Húnavatnsþingi, en hvergi annarsstaðar, þekkist nafnið Skegg-Ávaldi. Hans er getið aðeins í Hallfreðarsögu og Vatnsdælu, sem báðar gerast í nálægri sveit – Vatnsdal (og víðar). Vatnsdæla (bls. 110) segir að Ávaldi Ingjaldsson hafi verið með Klakka-Ormi í Forsæludal. Hallfreðar- saga (bls. 5) segir frá, að Ávaldi hafi keypt „land at Hnjúki í Vatnsdal“. Hvorttveggja getur vel staðist, en verið á mismunandi tíma. Fyrst nú Ávaldi var auknefndur Skegg-Ávaldi í riti, má geta nærri að venjulega hefir hann verið kallaður Skeggvaldi. Líkurnar eru því miklar fyrir því, að bærinn hafi heitið Skeggvaldastaðir að fornu, og auðveldlega getur hafa verið til annar Skeggvaldi (ættingi Skegg- Ávalda ?) sem bærinn tók nafn af, eða Skegg-Ávaldi sjálfur hafi fluzt þangað í elli sinni, sem er alls ekki ósennilegt. Skeggjastaðir í Miðfirði (Skeggvaldsstaðir) TORSKILIN BÆJARNÖFN | palli@feykir.is RANNSÓKNIR OG LEIÐRÉTTINGAR MARGEIRS JÓNSSONAR Skeggjastaðir eru á því svæði sem örin bendir á. Landamerki Skeggjastaða eru þannig skráð í landamerkjabók Húnavatnssýslu: Að norðan, milli Skeggjastaða og Litlu-Þverár, ræður svonefndur Hakalækur frá Vesturá og til Hakatjarnar; þaðan sjónhending beint í foss í Þverá; að austan ræður Þverá merkjum fram í Sandhól, sem er á vestari bakka árinnar austur undan syðri enda Lönguborgar; hóll þessi er suður- og austurhornmerki Skeggjastaðalands. Þaðan ræður sjónhending vestur í Hornavörðu á Landsendaborg; þá ræður mörkum milli Skeggjastaða og Dalgeirsstaða bein lína úr Hornavörðu í vörðu á suðurenda Treyjuborgar; þaðan beina línu í miðjan norðasta Hesthól; þaðan beina línu í vörðu á Slægjuhól; þaðan í tvo steina, sem kallaðir eru Bræður, niður við Vesturá; steinar þessir eru merktir L.M., sem þýðir landamerki. Að vestan ræður merkjum Vesturá, þar til Hakalækur fellur í hana. MYND AF GOOGLE (Sbr. um Dæli í Víðidal hjer að framan). En hvernig sem því hefir verið varið, mun upprunanafnið vera Skeggvalda- staðir, sem vitanlega gat orðið Skegg- valds- í framburði og loks Skeggalds. (Það er sjaldnast, að fornsögur vorar geti um búferlisflutning forfeðra vorra, nema það standi að einhverju leyti í sambandi við atburðina, sem sagt er frá. En auðvitað hefir það samt oft komið fyrir, að bændur fluttu sig búferlum frá einum stað til annars og það jafnvel sjálfir landnámsmennirnir. Nokkur dæmi þekkjast þó um það og bendi jeg aðeins á eitt: „Geiri hjet maðr norrænn er fyrstr bjó fyrir sunnan Mývatn á Geirastöðum [Landn. bls. 167]. Seinna fluttist hann vestur í Húnavatnsþing og „sat um vetr á Geirastöðum við Húnavatn“. Og seinast fluttist hann til Króksfjarðar og reisti bú í Geiradal og bjó þar síðan“). 4 34/2020

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.