Feykir - 09.09.2020, Blaðsíða 9
Nes listamiðstöð á Skagaströnd
var sett á laggirnar árið 2008 og
hefur því starfað í 12 ár. Á þessum
tíma hafa um 967 listamenn frá
49 mismunandi löndum dvalið í
Nesi. Listamiðstöðin var stofnuð
af sveitarfélaginu árið 2008 til
að bregðast við breytingum í
atvinnuháttum í bænum eftir
lokun fiskvinnslu og sölu útgerðar.
Sveitarfélagið leitaði leiða til
að styðja við atvinnustarfsemi
í bænum og takast á við breytt
umhverfi með því að blása lífi
í glæður samfélagsins. Síðan
þá hefur Nes þróast frá því að
vera aðstaða fyrir listafólk, að
mestu leyti fjármagnaðri af
sveitarfélaginu Skagaströnd, í að
vera sjálfbær, fagleg og mjög virt
listamiðstöð á alþjóðavettvangi.
Nes er í eigu sveitarfélagsins Skaga-
strandar, með yfirstjórn sem skipuð
er sex fulltrúum. Nú eru starfandi
tveir framkvæmdastjórar sem hafa
umsjón með daglegum rekstri og
starfsemi Nes listamiðstöðvar en
það eru þær Kerryn McMurdo og
Vicki O'Shea. Nes-teymið vinnur
saman að því að þróa framtíðarsýn
listamiðstöðvarinnar, leysir úr þeim
vandamálum sem upp koma hverju
sinni og vinnur að margvíslegum
verkefnum í þágu Nes listamiðstöðvar
og nærsamfélagsins.
Feykir hafði samband við Vicki
O'Shea og lagði fyrir hana nokkrar
spurningar tengdar Nes listamiðstöð.
Hvað hefur verið að gerast hjá
Nes listamiðstöð í ár? „Upphaflega
vorum við með nokkur verkefni
fyrirhuguð fyrir árið 2020, til
dæmis rithöfundabúðir þar sem
íslenskir höfundar yrðu kynntir
fyrir alþjóðlegum þátttakendum og
5-6 vikna námsleið með hópi 15-20
bandarískra listanema og kennara
þeirra, en heimsfaraldurinn hefur sett
þetta á ís og við stefnum á að taka upp
þráðinn árin 2021 og 2022. Við höfum
verið í samvinnu við listamennina
Ines Meier og Inka Dewitz (Kollektiv
Lichtung, Þýskalandi) með styrk frá
Rannís vegna verkefnisins Rekaviður.
Verkefnið mun ná hápunkti með
sýningu og tilheyrandi vefsíðu þar
sem boðið verður upp á innsýn í
tengsl Íslands við rekavið. Sýningin
mun verða í NES listamiðstöð á
Skagaströnd en er hönnuð sem
ferðasýning fyrir önnur sveitarfélög á
Norðurlandi vestra, þar sem megnið
af rekaviði er að finna. Listamennirnir
eru nú á Íslandi og eru að taka viðtöl
Hafa tekið á móti tæplega 1000
listamönnum á 12 árum
Vicki O'Shea er önnur framkvæmdastýra Nes listamiðstöðvar
VIÐTAL
Óli Arnar Brynjarsson Mexíkóski listamaðurinn Daniel Garcia með nemendum sem tóku þátt í Piñatas vinnustofunni. MYNDIR FRÁ NES LISTAMIÐSTÖÐ
Opin vinnustofa.
Cirkus-listamaðurinn Ehrlich Ocampo frá Filippseyjum sýnir nemendum nokkrar
hreyfingar sem hann notar í atriðum sínum.
við skógræktarfræðinga og listamenn
sem nota rekavið í listsköpun sinni.“
Hverju hefur COVID-19 breytt
hjá ykkur? „Eins og í flestum
atvinnugreinum sem treysta á erlenda
ferðamenn þá hefur faraldurinn
komið í veg fyrir að listamenn
komi til Íslands. Í þrjá mánuði, frá
apríl til júníloka, fengum við enga
listamenn. Listabúseta án listamanna
á staðnum er áskorun. Á þessu
tímabili reyndum við rækta tengsl
okkar við listamennina og báðum
þá um að deila því með okkur sem
þeir voru að gera í sköpun á þessum
krefjandi tíma, við deildum þessum
myndum, myndböndum, tónlist
o.s.frv. í gegnum samfélagsmiðlana
okkar. Í öðru lagi stóðum við fyrir
zoom sessions í beinni útsendingu frá
vinnustofum listamannanna þar sem
þeir sýndu verk í vinnslu, lásu ljóð,
fluttu tónlist og fleira með öðrum Nes
listamönnum.
Margir listamenn sem höfðu ætlað
að heimsækja okkur í ár hafa boðað
komu sína á næsta ári en sumir eru
enn staðráðnir í að komast hingað
í ár. Með tilkomu tveggja metra
reglunnar höfum við þurft að fækka
þeim listamönnum sem við getum
tekið á móti um þessar mundir, það
þarf að gera ráð fyrir tveggja metra
reglu innan vinnustofunnar og skoða
mismunandi aðferðir til að halda opið
hús sem er fastur liður í starfseminni.“
34/2020 9