Feykir


Feykir - 09.09.2020, Blaðsíða 11

Feykir - 09.09.2020, Blaðsíða 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR : Flekkur Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Feykir spyr... Hvort vildir þú frekar giftast Brad Pitt eða Leonardo DiCaprio? Spurt á Facebook UMSJÓN : klara@nyprent.is „Myndi taka Leo, hann er bara svaka sexy og yngri, þótt aldurinn skipti mig ekki miklu máli.“ Obba Ýr Einarsdóttir Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Ótrúlegt - en kannski satt... Árið 2016 var símaskráin gefin út í síðasta sinn á Íslandi. Fyrsta skráin var hins vegar gefin út af Talsímafjelaginu árið 1905 og innihélt 165 símanúmer á 13 blaðsíðum. Ótrúlegt, en kannski satt, þá fyllti nafnið Andersons 21 síðu í síðustu símaskrá bandarísku borgarinnar Minneapolis. Tilvitnun vikunnar Á bak við skýin skín sólin enn. – Abraham Lincoln „Ég er gift og þekki ekki þessa menn sem þú ert að tala um.“ Sigþrúður Jóna Harðardóttir „Mjög erfitt val! En myndi líklega giftast Brad Pitt frekar.“ Elma Hrönn Þorleifsdóttir „Hvorugum, ég er mjög vel gift takk fyrir.“ Rakel Sturludóttir Andavefjur, Tagliatelle og frönsk súkkulaðikaka Sunna Gylfadóttir og Davíð Þór Helgason eru matgæðingar vikunnar að þessu sinni. Sunna er fædd og uppalinn á Skagaströnd en Davíð er frá Sauðárkróki. Sunna flutti á Krókinn árið 2006 en í dag vinnur hún í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sem deildarstjóri í stærðfræði- og raungreinum. Davíð er háseti á Málmey SK 1 og eiga þau saman hana Iðunni Ölmu sem er í skólahóp í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki. RÉTTUR 1 Andavefjur 4 stokkandabringur 2 msk Pataks Curry Paste ólífuolía salt og pipar 4 msk. Mango Chutney 4 stk. vefjur t.d. frá Mission 1 stk. lime ferskt kóríander blaðlaukur paprika salat eftir smekk Aðferð: Skerið bringurnar í bita og steikið upp úr ólífuolíu. Kryddið með salti og pipar. Bætið karrýmaukinu út á og steikið í nokkrar mínútur eða þar til kjötið er tilbúið eftir smekk hvers og eins. Stráið söxuðu kóríander yfir og kreistið safann úr límónunni yfir. Setjið í vefjur með smátt skornum blaðlauk og papriku ásamt salati. RÉTTUR 2 Tagliatelle með parmaskinku og Feyki fyrir 4 500 g tagliatelle pasta 1 bréf af parmaskinku klettasalat 1 box kirsuberjatómatar 1 msk. rauðvínsedik 250 ml rjómi Feykir ostur frá KS pipar Aðferð: Raðið parmaskinkunni á ofnplötu með bökunarpappír og hitið í 200°C heitum ofni í um 5-6 mínútur. Takið úr ofni og skerið parma- skinkuna í munnbita. Hellið rjómanum í pott og bætið parma- skinkunni saman við, rífið eins mikið af Feyki og þið viljið ofan í. Því meira því betra. Látið malla þar til rjóminn hefur þykknað örlítið. Kremjið tómatana. Setjið olíu á pönnu og steikið þá við meðalhita í 3-4 mínútur. Lækkið hitann og bætið rauðvínsediki á pönnuna og veltið tómötunum upp úr því. Takið til hliðar og geymið. Sjóðið pastað skv. leiðbeiningum á pakkningu. Bætið pasta saman við parmaskinkurjómann, tómatana og klettasalat að eigin smekk. Blandið varlega saman og kryddið með pipar. RÉTTUR 3 Frönsk súkkulaðikaka Botn: 2 dl sykur 200 g smjör 200 g suðusúkkulaði 1 dl hveiti 4 stk. egg Súkkulaðikrem: 150 g suðusúkkulaði 70 g smjör 2-3 msk. síróp Aðferð – botn: Þeytið eggin og sykurinn vel saman. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman við vægan hita í potti. Blandið hveitinu saman við eggin og sykurinn. Bætið súkkulaðinu og smjörinu að lokum varlega út í deigið. Bakið í vel smurðu tertuformi við 170°C í 30 mínútur. Aðferð – krem: Látið allt saman í pott og bræðið saman við vægan hita. Kælið svolítið og berið síðan á kökuna. Gott er að bera kökuna fram með rjóma, ís og jarðarberjum. Verði ykkur að góðu! Sunna og Davíð Þór skora á Jón Gunnar Helgason og Ingu Skagfjörð. ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) siggag@nyprent.is Sunna og Davíð Þór á Sauðárkróki matreiða Sunna og Davíð Þór. AÐSEND MYND LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Óskaplega mæðuleg kartafla. 34/2020 11 Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Ærnar margar mislitar. Með þeim hrútur samskonar. Bóndans mannorð blettað er. Blotnar hey ef rigna fer.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.