Feykir - 09.09.2020, Blaðsíða 8
Heilir og sælir lesendur góðir.
Skagfirðingurinn Bjarni Gíslason var eins
og margir vita góður hagyrðingur, eins
og margoft hefur komið fram í þessum
þáttum. Þessi mun vera eftir hann:
Ég hef kynnst við trega og tál
trúin finnst mér lygi,
ljósblik innst í eigin sál
er mitt hinsta vígi.
Önnur vísa kemur hér eftir Bjarna:
Þótt mig léki lífið grátt
lítill virtist gróði.
Ég hef máski alltaf átt
ögn í sparisjóði.
Þegar Bjarni býst við að styttist í lokaþátt
hérvistar kvíðir hann engu og yrkir svo
lipra hringhendu:
Hefir skeikað hæfni þrátt
hugur reikað víða,
en að leika lokaþátt
lítt mér eykur kvíða.
Sá ágæti gleðimaður og hagyrðingur
Reynir Hjartarson, mun hafa ort svo
2004, þá staddur á Hveravöllum:
Létt er golan á lognværu kveldi
líða myndir um Eyvindarrúst.
Að baki himinninn bleikur af eldi
blikar héla á sérhverri þúst.
Líða skuggar um lautir í fjöllum
leikur Öskurhóll drynjandi raust,
þannig er kvöldið á Hveranna völlum
þegar komið er langt fram á haust.
Næsta vísa Reynis mun ort í lok fjallferðar.
Gott er að smala á grónu landi
og gæðing ríða á moldarvegi,
en langt er oft á Litla-Sandi
við lok á köldum gangnadegi.
Alltaf hefur slíkt erfiði tekið enda þrátt
fyrir oft harðan kost gangnamanna og þá
endar sú þraut með þeirri blessun sem
kallast réttardagur. Reynir yrkir:
Margar göngur man ég enn
um mela og grundir sléttar.
Fákar lúnir, fullir menn
og féð á leið til réttar.
Fátt virðist hafa gengið í hag í heimasveit
Reynis, Eyjafirði, er þessi var ort:
Gott er að hafa gangnamenn slíka
sem grenjandi hríðin ei heftir.
Hundarnir týndust og hestarnir líka
og helmingur fjárins varð eftir.
Að lokum þessi sannleikur frá Reyni:
Létt hefur á lífsins raun
ei lengur þarf að bíða.
Ég er að fara á ellilaun
og engu þarf að kvíða.
Oft þurfa menn í smalamennskum
að eltast við misviturt fé sem vill fara
sínar eigin leiðir. Svo mun hafa verið er
næsta vísa var ort. Höfundur er Hreinn
Vísnaþáttur 767
( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is
Guðvarðarson.
Sá ég glitta í gæruskinn
sem geystist fyrir hamarinn.
Þarna fór hann Móri minn
meiri bölvaður hálfvitinn.
Mikil andargift kemur oft yfir fólk á
fjöllum uppi og geta þá margar góðar
vísur orðið til. Svo er um þá næstu er hér
birtist sem ort er í Ströngukvíslarskála á
Eyvindarstaðaheiði. Er þar á ferð afburða
vel gerð hringhenda sem gaman er að hafa
yfir í huganum á haustdögum. Höfundur
er Guðrún Eyhildur Árnadóttir, bóndi í
Eyhildarholti í Skagafirði.
Bráðum morgnar bak við ský
birtast horfnar slóðir.
Getum ornað okkur því
enn við fornar glóðir.
Sá magnaði hagyrðingur og skáld, Hjört-
ur Gíslason, á Akureyri, hugsar líka til
fjalla og frelsisins og yrkir svo:
Fram til heiða harðnar þrá
hugans eyðir þrautum.
Hversdagsleiður er ég á
ástar veiðibrautum.
Brúkleg hringhenda þar á ferð.
Það er Ármann Hólm Ingimarsson
sem er höfundur að næstu haustvísum.
Var hann bóndi á Hálsi í Saurbæjarhreppi
í Eyjafirði til dauðadags og mun hafa ort
margar lausa- og tækifærisvísur, þar á
meðal þessar hringhendur:
Á fögrum kjól var fjallasnót
fíflar skjólum undir.
Blíðri sólu brostu mót
blóm um hól og grundir.
Bitur kali býr nú þraut
blómum dala nýjum.
Nú er svalan svifin braut,
sólin falin skýjum.
Þá kemur hér vel gerð haustvísa, hring-
hent. Höfundur Jóhannes Þórðarson, áður
bóndi í Miðhúsum í Hrafnagilshreppi.
Lengist nóttin, lækkar sól
lífið óttast vetur.
Hann svo fljótt á foldarból
fönn með þrótti setur.
Þar sem nú stendur yfir þessi, að mörgum
finnst, dásamlegi tími gangna og rétta
er gaman að enda með þessum ágætu
vísum sem ortar eru í Ströngukvíslar-
skála á Eyvindarstaðarheiði. Höfundur
Hafsteinn Lúðvíksson, áður bóndi í Ytra-
Vallholti í Skagafirði.
Aldrei gleðin enda taki
æskan glaumsins bíður hér,
en þeir sem árin eiga að baki
aðrar leiðir velja sér.
Burtu þokan byrgir sýn
bregðast myndir fjalla.
Þegar gleði dagsins dvín
draumar nætur kalla.
Veriði þar með sæl að sinni.
/Guðmundur
Valtýsson
Eiríksstöðum,
541 Blönduósi
Sími 452 7154
að vera siðaskiptin og fara inn
á þessa atburði í sambandi við
Helgu líka. Fimm fyrirlesarar
ætluðu að vera með okkur
en þetta verður bara haldið
næsta ár, á svipuðum tíma
væntanlega,“ segir Sigurður
en til eru heilmiklar sögur um
þetta tímabil í íslenskri sögu.
Hann rifjar upp að til sé
saga af Þórunni á Grund í
Eyjafirði, dóttur þeirra Sigríðar
og Jóns, sem sendi, eftir þessa
atburði, hefnileiðangur af
stað til að drepa Danina fyrir
sunnan, þá sem stóðu að því
að höggva þá feðga en þeir
voru konungs menn. Lét hún
m.a. hella fljótandi blýi ofan í
böðulinn.
En af hverju konungsmenn
létu höggva Jón og syni
hans segir Sigurður að kon-
ungsmenn hafi ekki þorað, eða
treystu sér ekki til, að geyma
þá fram til vors. „Þeir töldu að
Jón hefði það mikið bakland
að hann yrði sóttur í fangelsi
ef þeir reyndu að geyma þá,
þannig að þess vegna kom einn
með þessa ágætu setningu:
„Öxin og jörðin geyma þá
best“. Þannig að þeir voru
höggnir þarna án dóms og
laga. Þess vegna er það er þessi
dönsku herskip koma inn á
Eyjafjörð í júníbyrjun 1551 að
þá hafði þeim ekki borist boð
um það til Danmerkur að búið
væri að aflífa þá. Þeir komu í
rauninni til að hertaka Jón. Á
þessum tíma var það svo að
biskupsstóllinn og biskupinn
voru eitt fjárhagslega, þannig
að hann átti það sem stóllinn
átti. Danirnir voru að leita að
verðmætum en það er nú sagt
að Helga hafi, áður en hún
lagði á flótta, falið mikið af dýr-
mætum gripum, kaleikum,
silfri og borðbúnaði ýmsum,
í fjóshaugnum á Hólum. En
hvort hún hafi verið með
eitthvað með sér þarna er ekki
ósennilegt.“
Notar það sem
náttúran býður
Fyrir þremur árum síðan fóru
þeir Sigurður og Ingimar
Ingimarsson í Húsgilsdrag til
þess að kanna aðstæður og leita
að heppilegum stað til þess
að setja upp minnisskjöldinn
um Helgu Sigurðardóttur.
Markmiðið var að kanna
hvort einhver steinn væri þar
fyrir hendi sem gæti komið til
greina til að festa skjöldinn á.
Hann fannst, og segist Sigurður
ánægður með hann: „Auðvitað
hefði maður ekki stillt honum
svona upp en maður verður að
nota það sem náttúran býður,“
segir hann og hlær.
Hugmyndin að skildinum
og framkvæmdin er Sigurðar
en Guðbrandur Ægir Ás-
björnsson, á Sauðárkróki,
hannaði útlit hans og Hjalti
Pálsson samdi textann. Á
skildinum er konumynd sem
tákna á húsfrú Helgu undir
útlínum Hólabyrðu. Táknið
fyrir neðan, milli textanna, er
hugmynd Ægis um merki fyrir
siðaskiptin. Hringurinn er sem
rísandi sól (hin nýja trú) og í
hafi tímans speglast gotneskt
form, biskupshúfa á hvolfi.
Ingimar og Þórólfur taka verkið út meðan Sigurður ritar nafn sitt í gestabókina. Horft yfir Húsgilið og ofan í Djúpadal.
8 34/2020