Feykir


Feykir - 16.09.2020, Blaðsíða 8

Feykir - 16.09.2020, Blaðsíða 8
fáir áhorfendur yfirleitt en RML náði að halda landssýningu á Hellu sem Mette finnst hafa verið virkilega gott að náðist þar sem hross komu fram eftir vorsýningar. „Skagfirðingar og Norðlendingar áttu dálítið af hrossum í þeim hópi. Síðan voru einhver smámót yfir sumarið en líkt og Landsmótið var Íslandsmótið fellt niður, sem átti að vera í júlí. Maður sá þetta nokkuð tímanlega og var því ekki að gíra mín keppnishross fyrir þau og fór að huga að kynbótasýningum í staðinn af því ég vissi að þau myndi verða.“ Mette segir ræktun íslenska hestsins í stöðugri framför og staðan mun betri í dag en gerðist fyrir fáum árum. „Já, það er mikil framför. Fyrst þegar maður byrjaði að fylgjast með þessu var talið að hestur væri annað hvort falleg bikkja eða ljótur gæðingur. Núna sérðu að hæst dæmdu hrossin eru bæði mjög góð og gullfalleg, fullt af stórglæsilegum hestum og bestu hestarnir fallegri núna.“ Þrátt fyrir viðvarandi Covid ástand í heiminum hefur sala á hrossum síst minnkað á þessu ári og telur Mette jafnvel eftirspurnina hafa aukist. „Ég held að fólk í heiminum sé að átta sig á því og farið að hugsa meira um sig sjálft þannig að það er verið að fjárfesta í hrossum. Þetta er líka þannig íþrótt að þar er engin snerting milli mann. Þú getur alltaf verið í útreiðum og í tveggja metra fjarlægð frá öðrum,“ segir hún og ekki hefur ásókn í hestafræðideild Háskólans á Hólum minnkað en þar starfar hún sem yfirreiðkennari. „Það er mjög góð aðsókn á hverju ári. Ég myndi halda að um helmingur þeirra sem sækir um komist inn en við þurfum að beita fjöldatakmörkunum. Það þurfa allir að koma í reiðpróf og þeir bestu úr þeim komast inn. Umsóknir komu aðeins seinna núna út af Covid, enda fólk mjög óöruggt með hvort það kæmist yfir höfuð til Íslands, margir útlendingar sem koma til Íslands til að fara í inntökupróf, þannig að við þurftum aðeins að seinka prófunum til að fólk kæmist til landsins en það mikil aðsókn og mjög góðir nemendur sem eru hjá okkur núna. Það kemur bara vel út,“ segir Mette en nærri 60 nemendur eru skráðir í deildina nú. Mette segir að væntan- lega hljóti Happadís heiðurs- verðlaun í haust en sýndar voru þrjár hryssur undan henni í sumar og er því komin með fjölda sýndra afkvæma og einkunnir til að fara í heiðursverðlaun í haust. Það er ekki bara Eygló sem hefur haldið ræktunarstarfi Þúfnahjónanna á lofti í sumar því hæst dæmdi stóðhestur- inn á þessu ári, Sólon frá Þúfum, kemur frá þeim. „Sólon hlaut hæstu einkunn, 8,90 í aðaeinkunn 8, 11 fyrir hæfileika. Við seldum hann í hittifyrra og er Guðmundur Björgvinsson að ríða honum núna en það eru Danir sem eiga hann. Við erum búin að sýna óvenju margt núna út af Covidinu, fleiri kynbótahross en við ætluðum. Ég held að við höfum sýnt tólf hross frá okkur sjálfum en sjö þeirra hafa ekki verið sýnd áður. Þau fóru öll yfir átta í aðaleinkunn sem eru gömlu fyrstuverðlaunamörkin. Það tókst mjög vel að vinna úr því.“ Engin stórmót Vegna Covid ástands í heim- inum var ákveðið að fresta Landsmót hestamanna, sem fram átti að fara á Hellu dagana 6.–11. júlí í sumar, til ársins 2022. Þrátt fyrir ótryggt ástand voru önnur minni mót haldin en mikil óvissa í kringum þau og sum þeirra haldin á síðustu stundu. Mette segir Skagfirðinga hafa náð að halda flott íþróttamót á Hólum í byrjun júní en svo voru þau meira og minna felld niður út af áhorfendatakmörkunum. Kynbótasýningar teljast ekki til íþrótta, heldur eru þau innan búfjárræktar og því ekki settar neinar skorður vegna Covid. Mette segir að þar fyrir utan séu Mette tók meistarapróf félags tamningamanna árið 2013 fyrst kvenna. Prófið fór fram á Hólum í Hjaltadal. mörkuð úti. Þá þurfti auðvitað að ná þeim og þá komu krakkar í góðar þarfir. Svo þurfti að gá að lambfénu á túninu og við skröltum með pabba og í dag dáist ég nú að þolinmæðinni í honum blessuðum. Ég var nefnilega sennilega frekar þver og ákveðinn krakki. Ég varð t.d. að fara sjálf yfir bæjarlækinn, ekki láta halda á mér, og ekki láta leiða mig. Þetta hefði verið allt í lagi ef ég hefði ekki haft svo stuttar lappir að það var bara á tveimur stöðum sem ég komst yfir sjálf. Annar staðurinn var fyrir ofan fjárhús og hinn lengst niður á túni og blessaður maðurinn lét sig hafa það að rölta þessar aukaleiðir með krakkagerpið í eftirdragi. Ekki dáist ég minna að mömmu. Hún fékk nefnilega fyrstu þvottavélina þegar ég var u.þ.b. sex ára. Fram að því var allur þvottur þveginn í þvottabala eða suðupotti! Og við vorum ekki snyrtilegustu börn í heimi. Pabbi var gífurlegt idol og þegar hann markaði lömbin klíndist blóð í buxurnar hans. Þá var náttúrulega eina leiðin fyrir mig og systur mína til að lúkka eins og alvörubændur að taka afklippurnar af eyrunum og klína þeim í okkar buxur. Og í minningunni er eins og þetta hafi gerst í gær. - - - - - - Ég skora á nágranna minn, Guðrúnu Gróu Þorsteinsdóttir á Reykjum Hrútafirði, sem næsta áskorendapenna. Stundum lætur maður hugann reika til þess tíma þegar maður var krakki. Í þá daga var umferðin á þjóðvegi eitt svo lítil að kýrnar voru reknar eftir veginum á morgnana niður á tún og sóttar aftur á kvöldin til mjalta. Að vera kúasmali þótti nú frekar eftirsótt starf. Við lölluðum systurnar á eftir kúnum í fylgd heimilishundsins sem hét Lappi. Hann var gulbrúnn loðinn bangsi sem ég man ekki lengur hvaðan kom en hann var ósköp blíður og góður greyið en hafði þó þann ókost að hafa ógurlega gaman af því að elta bíla. Þegar við vorum að reka kýrnar niður á vegi og heyrðist í bíl þá truflaðist hann alveg af gleði og hringsnerist eltandi skottið á sér á miðjum veginum þar til bíllinn var kominn það nálægt að hann gat hlaupið gjammandi í hann. Reyndar hafði þetta tvo kosti, annar var sá að bílstjórarnir urðu yfirleitt skelfingu lostnir yfir þessum hringsnúandi loðbolta og lúsuðust því framhjá hundi, börnum og beljum. Hinn kosturinn, sem okkur þótti öllu betri, var sá að þeir sem voru að koma sunnan að, semsagt nýkomnir framhjá Staðarskála, áttu til að stoppa og gauka að okkur nammi. Árin liðu og Lappi fór í sumarlandið og nýir hundar komu í hans stað. Pabbi fékk a.m.k. tvisvar sinnum hunda frá Fossseli sem voru gulkolóttir á litinn og rosalega vitlausir greyin. Að minnsta kosti byrjuðu allar smalamennskur á kallinu: „Hnoðri!!!!! Hnoðri!!!!!“ og enduðu þannig að maðurinn var orðinn gjörsamlega raddlaus. Eftirminnilegasti hundurinn minn og sá fyrsti sem ég man eftir var samt Vaskur. Hann var svartur og ég held því fram að ég muni ennþá hvernig hann leit út þó ég hafi bara verið þriggja ára eða þar um bil. Hann gegndi náttúrulega aldrei pabba en passaði vel upp á okkur krakkana. Einu sinni var ég í frekjukasti uppi í fjárhúsum af því að ég vildi ekki koma heim og elskuleg systkini mín gáfust upp á mér. Þá fór hann heim og vældi við eldhúsgluggann þangað til mamma fór út og elti hann uppeftir og náði í frekjudolluna sína. Það var virkilega gaman að vera krakki í sveitinni. Við drösluðumst úti með pabba alla daga. Lömbin voru lengi vel ÁSKORENDAPENNINN Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir á Hvalshöfða Eins og gerst hafi í gær UMSJÓN Soffía Helga Valsdóttir Hafdís Brynja. MYND AÐSEND 8 35/2020

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.