Feykir


Feykir - 16.09.2020, Blaðsíða 5

Feykir - 16.09.2020, Blaðsíða 5
Síðastu leikirnir í riðla- keppni 4. deildar fóru fram í gær og á Blönduósvelli tók lið Kormáks/Hvatar á móti stríðsmönnum Stokkseyrar. Ljóst var fyrir leik að heimamenn voru þegar búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppni 4. deildar en með sigri gátu þeir tryggt sér efsta sætið í B-riðli og þá kannski auðveldari mótherja í átta liða úrslitunum. Fyrsta mark leiksins gerðu heimamenn á 44. mínútu en þar var Hilmar Kára á ferðinni. Ingvi Rafn bætti við marki í upphafi síðari hálfleiks og á 65. mínútu bætti Hilmar við öðru marki sínu í leiknum og allt í lukkunnar velstandi hjá Húnvetningum. Fjórum mínútum síðar var Stokks- eyringnum Rúnari Birgis- syni vísað af velli en það virtist bara hleypa óvæntum krafti í gestina. Fyrst minnkaði Örvar Hugason muninn með marki á 74. mínútu og fjórum mín- útum síðar hleyptu Stokks- eyringar spennu í leikinn þegar Sigurður Sigurvinsson skoraði annað mark þeirra. Staðan 3-2 og um stundar- fjórðungur eftir af leiknum. Oliver Torres tryggði liði Kormáks/Hvatar toppsæti riðilsins með tveimur mörk- um í lokin og lokatölur 5-2. Kormákur/Hvöt endaði því með 28 stig af 36 mögulegum, liðið vann níu leiki, gerði eitt jafntefli en tapaði tveimur. Með þeim í úrslit fara Rangæingar í KFR sem voru með 27 stig. Mótherjar Húnvetninga í úrslitakeppninni er lið KÁ sem er væntanlega eins konar b-lið Hauka í Hafnar- firði. Fyrri leikur liðanna í átta liða úrslitum fer fram á Ásvöllum nk. laugardag og hefst kl. 13:00. Seinni leikur- inn verður á Blönduósvelli miðvikudaginn 23. septem- ber kl. 16:15. /ÓAB ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F 4. deild karla | Kormákur/Hvöt – Stokkseyri 5–2 Húnvetningar enduðu á toppi riðilsins Fyrsti æfingaleikur karlaliðs Tindastóls í körfunni fór fram í Síkinu sl. föstudagskvöld en þá kom lið Þórs úr Þorlákshöfn í heimsókn. Leikurinn var ágæt skemmtun og hart tekist á. Lið Tindastóls náði fljótlega yfirhöndinni í leiknum og varð munurinn mestur 20 stig í leiknum í síðari hálfleik. Tindastólsmenn voru Kanalausir, en Shawn Glower er enn ekki mættur á Krókinn, á meðan gestirnir mættu með fullskipað lið eftir því sem Feykir kemst næst. Pétur Rúnar var öflugastur heimamanna með 21 stig (7- 10 í skotum), 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Tomsik var mikið í boltanum og skilaði 22 stigum en of mörg skot dönsuðu af hringnum. Viðar, Hannes, Jaka, Helgi Rafn og Axel áttu ágætis leik og Antanas reif niður 14 fráköst eins og áður segir og heilt yfir leit Tindastólsliðið ágætlega út miðað við fyrsta leik haustsins og eiga eftir að styrkjast enn frekar þegar Bandaríkjamað- urinn kemur inn í liðið. Stólarnir eiga næst æfinga- leik í Garðabæ nk. föstudag og síðan mæta Akureyringar í Síkið mánudaginn 21. sept. Stelpurnar í startholunum Kvennalið Tindastóls í körfu- bolta fór í Stykkishólm á fimmtudaginn og spilaði gegn liði heimastúlkna í Snæfelli. Leikurinn endaði 87-51 fyrir Snæfell. Þrátt fyrir mikinn mun í lokin þá spiluðu Stóla- stúlkur oft glimrandi flottan bolta, að sögn Árna Eggerts Harðarsonar þjálfara Tinda- stóls. Reiknað er með að Dominique Toussaint komi til landsins í vikunni en hún er nýr Kani Tindastóls. Keppni í 1. deild kvenna hefst síðustu helgina í septem- ber. Nánar má lesa um körfu- boltann á Feykir.is. /ÓAB Fyrstu æfingaleikir haustsins að baki Körfubolti | Karla- og kvennalið Tindastóls undirbúa sig fyrir komandi tímabil Aðstæður til knattspyrnu- iðkunar – eða kannski frekar knattspyrnuáhorfs – voru ekki spennandi þegar Tindastóll og Ægir Þorlákshöfn mættust í 3. deildinni á Króknum á laugardag. Engu að síður var hart tekist á á gervigrasinu og bæði lið gerðu hvað þau gátu til að næla í stigin þrjú en veðrið setti pínu strik í spilamennskuna og fór svo að liðin deildu stigunum í 1-1 jafntefli. Fátt markvert gerðist í fyrri hálflleik en gestirnir fengu þó besta færið. Staðan 0-0 eftir jafnan hálfleik. Það dró svo loks til tíðinda í leiknum á 57. mínútu þegar Brynjólfur Eyþórsson fékk boltann á miðju vallarins, hann brunaði af stað og lék nokkra varnarmenn Stólanna illa áður en hann kom sér í gott færi við vítateigslínuna og plantaði boltanum síðan örugglega í markið. Þetta var raunar sú vítamínsprauta sem vantaði í leikinn því nú stigu Stólarnir á bensíngjöfina. Það liðu aðeins sex mínútur þar til Kuldabolti á Króknum Lengjudeild kvenna | Tindastóll – Ægir 1–1 Tanner Sica jafnaði eftir að hafa fengið boltann óvænt á auðum sjó eftir aukaspyrnu. Lið Tindastóls hafði yfirhönd- ina í kjölfar jöfnunarmarksins og áttu að fá vítaspyrnu þegar Arnar Ólafs var straujaður í teignum en eftir smá reiki- stefnu ákvað dómarinn að færa brotið út fyrir teig – sennilega alveg kolröng ákvörðun. Í stað þess að fá víti fengu Tindastólsmenn auka- spyrnu sem ekkert varð úr. Þegar 20 mínútur voru til leiksloka kom Ingvi Hrannar Ómarsson inn á en hann lagði skóna á hilluna haustið 2017. Töluverð mannekla hrjáir lið Stólanna nú á haustdögum en Ingvi stóð fyrir sínu eins og vanalega. Síðasta stundarfjórðunginn komust Ægismenn betur inn í leikinn og bæði liði ógnuðu en gekk illa að skapa góð færi. Sigurmarkið leit ekki dagsins ljós og úrslitin gerðu lítið fyrir liðin sem eru í hálfgerðu miðjumoði í deildinni. með að komast í efstu deild. Í gærkvöldi kom Einherji á Krókinn en þá var Feykir farinn í prentun. /ÓAB Addi Ólafs á fullri ferð í leiknum gegn Ægi. MYND: ÓAB Kvennalið Tindastóls færðist skrefi nær sæti í Pepxi Max-deildinni í gær þegar það heimsótti lið Fjölnis í Grafarvoginn. Það er óhætt að fullyrða að Stólastúlkur hafi verið mun sterkari aðilinn í leiknum og á meðan vörnin er eins og virki og Mur heldur áfram að gera hat-trick þá er lið Tindastóls ósigrandi. Lokatölur 0-3 og já, Mur gerði þrennu. Lið Tindastóls átti svo sem engan stjörnuleik en heima- stúlkur, sem voru í næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar, voru hreinlega aldrei líklegar til að skora. Murielle kom gestunum yfir eftir 20 mínútna leik, skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu frá Jackie. Það gerðist ekki margt frásagnarvert framan af síðari hálfleik í Grafarvogsvindinum en á 77. mínútu átti María Dögg frábæra sendingu inn á vítateig Fjölnis sem Mur náði og komst í dauðafæri sem hún kláraði af öryggi. Á 86. mínútu fullkomnaði hún þrennuna með auðveldu marki. Lið Tindastóls náði þá góðri sókn þar sem boltinn var færður frá hægri kanti yfir á þann vinstri, síðan kom prýðileg fyrirgjöf sem fór framhjá nokkrum leikmönnum en Mur hafði skilað sér inn á teig með seinni skipunum og hún fékk boltann á fjærstöng fyrir opnu marki – hún var ekki að fara klikka þar. 0-3 og sigur í höfn. Þetta var vinnusigur. Stelp- urnar gerðu varla mistök, héldu boltanum ágætlega og voru skynsamar. Mur gerði fimmtu þrennu sína í sumar. Árið 1991 gerði Olga Færseth níu þrennur í sömu deild. Aðrir tímar – önnur öld. /ÓAB Súper Stólastúlkur Lengjudeild kvenna | Fjölnir – Tindastóll 0–3 Margir hafa beðið spenntir eftir að sjá Nick Tomsick í þessum búning. MYND: HJALTI ÁRNA 35/2020 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.