Feykir


Feykir - 16.09.2020, Blaðsíða 11

Feykir - 16.09.2020, Blaðsíða 11
1 meðalstór rauðlaukur, saxaður smátt 120 g döðlur, saxaðar fremur smátt 180 g fetaostur (fetaostakubbur) salt og pipar chiliflögur 1 dós tómatar í dós (u.þ.b. 411 g) 11/2 msk. tómatmauk 11/2 tsk. paprikukrydd chili krydd eða annað gott krydd Aðferð: Ofn hitaður í 200°C. Laukurinn steiktur á pönnu þar til hann er orðinn mjúkur. Þá er hann veiddur af pönnunni og settur saman við hakkið, eggið, brauð- mylsnuna, mjólk og krydd, allt blandað vel saman. Helmingurinn af kjötblöndunni er settur ofan í smurt eldfast mót og mótað í hleif. Rauf gerð eftir endilöngum hleifn- um. Beikonið er því næst steikt á pönnu. Þegar það nálgast að verða stökkt er rauðlauk og döðlum bætt út á pönnuna og allt steikt í ca. 3 mínútur. Að lokum er fetaosturinn mulinn út á pönnuna og öllu blandað saman. Um það bil 1/2-1/3 af blöndunni er tekinn af pönnunni og hleifurinn fylltur með henni. Restin af kjötblöndunni er lögð ofan á og hleifurinn mótaður og gerður vel þéttur svo blandan leki ekki út. Gott er að smyrja kjöt- hleifinn með bræddu smjöri. Því næst er tómötum í dós bætt á pönnuna út í afganginn af döðlu- og beikonblöndunni. Þá er tómat- mauki, paprikukryddi og chilikryddi bætt út í og leyft að malla í 3-4 mínútur. Að lokum er tómatmauk- blöndunni hellt yfir og í kringum kjöthleifinn. Hitað í ofni við 200°C í um það bil 25-30 mínútur eða þar til hleifurinn hefur eldast í gegn. Borið fram með t.d. sætkartöflumús og salati. Sætkartöflumús fyrir fjóra: 300 g sætar kartöflur 1 dl kókosmjólk 1 tsk. sjávarsalt 1 tsk. rósmarín þurrkað (eða chilliflögur 1/2 tsk.) Aðferð: Bakið sætu kartöflunar með hýðinu á í 30-50 mínútur eða þar til þær eru orðnar mjúkar í gegn. Takið úr ofninum og látið kólna örlítið. Fjarlægið hýðið og maukið í matvinnsluvél. Bætið kókosmjólkinni út í og kryddið. EFTIRRÉTTUR Gott er að hlusta eftir bjölluhljóm, stoppa ísbílinn og ná þar í eftir- réttinn. Verði ykkur að góðu! Ragnheiður Jóna skorar á Sigríði Ólafsdóttur, bónda í Víðidalstungu. KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR : Engin vísa að þessu sinni... Sudoku Krossgáta Feykir spyr... Hvaða mömmumatur er bestur? Spurt á Facebook UMSJÓN : klara@nyprent.is „Besti mömmumaturinn er klárlega íslensk kjötsúpa.“ Anna Lára Friðfinnsdóttir: Ótrúlegt en kannski satt... 112 varð samevrópskt neyðarnúmer í aðildarlöndum Evrópusam- bandsins árið 1991 en ekki tekið í notkun á Íslandi fyrr en Neyðar- línan var stofnuð og hóf neyðarsímsvörun í númerið 1. janúar 1996. Áður en Neyðarlínan kom til hafði hver og ein lögregla og hvert og eitt slökkvilið eða sjúkralið eigið neyðarnúmer. Ótrúlegt, en kannski satt, voru það 146 mismunandi númer um landið allt. „Þetta er nú pínu erfitt, það er allt svo gott sem mamma eldar.“ Jóhann Ingi Haraldsson „Soðin ýsa með hömsum og kartöflum. Gott að röra í sig kaldri nýmjólk með.“ Hjörleifur Björnsson „Besti mömmumaturinn minn eru klárlega fiskréttirnir sem koma í eldföstu móti og kallaðir af familíunni sólskinsfiskur.“ Rakel Halldórsdóttir Er lélegur kokkur að mati strákanna minna Matgæðingur vikunnar er hún Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra en hún tók við þeirri stöðu þann 15. ágúst 2019. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Einnig starfaði hún í tíu ár hjá Eyþingi, sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, sem menningarfulltrúi og verk-efnastjóri uppbyggingarsjóðs. „Það kom vel á vondan þegar Jenny skoraði á mig sem næsta matgæðing því synir mínir hafa stundum sagt að ég sé lélegur kokkur en þeir mega eiga það að þeir segja líka að matreiðslu- hæfileikar mínir hafi skánað með árunum. Í ljósi þess þá er best að leita í smiðju yngri sonarins sem er mjög góður kokkur. Þessa uppskrift bjó hann til fyrir Gestgjafann og smakkast hún sérlega vel,“ segir Ragnheiður Jóna. RÉTTUR 1 Bruschetta með kindafille og karmelliseruðum lauk Karmelliseraður laukur: 4 laukar 1 msk. smjör 1 tsk. salt 2 tsk. sykur Aðferð: Skerið laukinn í strimla og steikið á pönnu upp úr smjöri á miðlungshita. Bætið salti og sykri saman við og steikið laukinn þar til hann verður gullinbrúnn, eða í um 45 mín. Setjið til hliðar. 600-700 g kindafille Aðferð: Saltið og piprið kjötið, steikið á pönnu við háan hita eða þar til kjarnhitastigið er kringum 55° C (eða í u.þ.b. 2 mínútur á hvorri hlið). Leyfið kjötinu að hvíla í 5 mínútur eða svo. Sósa: 150 ml rauðvín 4-5 msk. bláberjasulta Aðferð: Setjið rauðvínið á pönnu og leyfið því að sjóða aðeins niður. Bætið bláberjasultunni saman við og hitið í smá stund. Það má bæta ferskum bláberjum við ef þau eru til. Samsetning: 4 sneiðar súrdeigsbrauð 1-2 msk. ólífuolía 4 kúfaðar msk. mjúkur geitaostur Aðferð: Steikið brauðið á pönnu upp úr ólífuolíunni á báðum hliðum. Setjið á disk og smyrjið vel af geitaostinum yfir hverja sneið. Setjið laukinn yfir ostinn og niðurskorið kjötið þar ofan á. Endið á að setja um 2 tsk. af rauð- vínsbláberjasósunni yfir kjötið. RÉTTUR 2 Hakkréttur með döðlum og beikoni 600-700 g nautahakk/hrossahakk 1/2 lítill laukur, fínhakkaður 1 egg 1/2 dl brauðmylsna 1/2 dl mjólk salt og pipar annað krydd eftir smekk 180 g beikon, skorið í bita ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) siggag@nyprent.is Ragnheiður Jóna á Hvammstanga matreiðir Ragnheiður Jóna. AÐSEND MYND LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Fáir að skoða Seljalandsfoss. 35/2020 11

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.