Feykir


Feykir - 16.09.2020, Blaðsíða 7

Feykir - 16.09.2020, Blaðsíða 7
óljóst, þá settum við fjögurra vetra hryssurnar alveg til hliðar í vor, tókum þær svo aftur í júní og náðum þá að sýna Eygló fyrst miðsumars og síðan síðsumars,“ segir Mette en vegna Covid var öllum stóru gæðingakeppnum sumarsins aflýst en kynbóta- sýningar héldu velli og þess vegna var áherslan lögð á kynbótahrossin. Mette segir Eygló óvenju hæfileikamikla hryssu hvað vilja og rými varðar og hefur hryssan ætíð borið það með sér, alltaf á tölti eða skeiði. Hún er undan Eldi frá Torfunesi, sem einnig fékk háan dóm fjögurra vetra 2011, hæstur yfir landið það árið. Móðirin er klárhryssan Happadís frá Stangarholti sem gerði garð- inn frægan fyrir nokkrum árum og er einnig úr ræktun Mette og Gísla í Þúfum. Happadís er leirljós og margir muna eftir henni þar sem Mette reið henni beislislaust í reiðhallarsýningum. Einnig sigruðu þær í fjórgangi á Íslandsmóti 2010. Unghryssan Eygló frá Þúfum setti heimsmet Mette segir að það sé alltaf markmið í ræktun að koma með hrossin snemma í kyn- bótadóm þar sem þá sést hvað býr í hrossinu að eðlisfari áður en búið er að þjálfa mjög mikið. „Fjögurra vetra dómur er alltaf svolítið merkilegur í sjálfu sér, bara það að fjögurra vetra hross sé tilbúið að mæta í dóm og ekki síst ef það stendur sig líka vel,“ segir Mette sem byrjaði að temja öll fjögurra vetra tryppin 1. október í fyrra. „Eygló var í þjálfun fram í byrjun desember en fékk svo rúmlega mánaðar pásu svo þjálfuðum við í rólegheitunum í vetur. Síðar kemur í ljós hvaða tryppi fer að verða tilbúið í sýningu en það er ekki raunhæft markmið að koma með öll fjögurra vetra hross í sýningu. Þó maður hafi það í huga þá eru þau oftast fimm eða sex vetra sem verða tilbúin í sýningu. Þannig að það er einhvern tímann undir vor sem maður fer að skoða hvort það sé einhver möguleiki,“ segir Mette en ekki var farið í það að neinu ráði fyrr en eftir vorsýningar að kíkja á fjögurra vetra tryppin með sýningu i huga. „Í þessu Covid ástandi var öllu seinkað og allt var svo Flott par á þeysireið, Mette Manseth og Eygló frá Þúfum. MYNDIR AÐSENDAR Hestahvíslarinn Mette Manseth tekin tali Heimsmet var sett á síðsumarssýningu á Hólum í Hjaltadal sem haldin var dagana 18. til 21. ágúst sl. þegar fjögurra vetra hryssan Eygló frá Þúfum náði bestu einkunn sem gefin hefur verið til þessa í þeim flokki. Hryssan var sýnd af eiganda sínum og ræktanda, Mette Mannseth í Þúfum í Skagafirði, og hlaut 8,63 fyrir sköpulag, 8,56 fyrir hæfileika, aðaleinkunn 8,59, sem er hæsta einkunn sem fjögurra vetra hryssa hefur hlotnast til þessa. VIÐTAL Páll Friðriksson Mette og Happadís slógu í gegn á Stórsýningu Fáks 2009. ljóslifandi í kolli mínum. Ég á alltaf tvær óopnaðar krukkur af Marmite í skápnum mínum, just in case. Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Dame Margaret Thatcher, engin spurning. Ég myndi sitja allan þann dag fyrir framan spegilinn og svo myndi ég lesa öll ljóðin mín og smásögur inn á hljóðsnældu svo ég ætti hennar rödd lesa mín verk. Einn dagur væri reyndar alltof lítill tími. Hver er uppáhalds bókin þín og/ eða rithöfundur? Líklega væri það The Joy of Sadness, eftir breska heimspekinginn Joseph Blunden, þó er erfitt að velja úr verkum hans. Hann kenndi mér að gangast við tilfinningum mínum og njóta þeirra, þrátt fyrir stöðug vonbrigði og utanaðkomandi áreiti. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Líklega segi ég talsvert oft við sjálfan mig, „Vertu þolinmóður litli kútur, einn daginn munu þau skilja.“ og hef gert frá því ég man eftir mér. Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Loks- ins almennileg spurning! Ég myndi auðvitað bjóða Sir Winston Churchill, Dame Margaret Thatcher og Gandhi. Þá loksins gæti ég rætt opinskátt um mínar hugmyndir með fólki sem gæti skilið þær. Gandhi þyrfti eflaust mest á máltíðinni að halda, en vonandi myndi hann þó mæta í ásættanlegum klæðnaði. Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Ég myndi fara aftur til ársins 1940 til Grantham í Bretlandi og leita uppi 15 ára stúlku að nafni Margaret. Ég er viss um að okkur yrði vel til vina og ég myndi hvísla að henni afrekum og snjöllum setningum sem hún myndi nýta sér síðar á ævinni. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Með vindinn í fangið (myndlíking). Framlenging: Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... Engin spurning, London Farnborough Airport, sem er einn virtasti flugvöllur fyrir einkaþotur í heiminum… þetta væri einkaþota ekki satt? Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina: Læra betur Esperantó, skrifa, framleiða og leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni My Years at No.10 og njóta svo velgengni hennar. 35/2020 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.