Feykir


Feykir - 16.09.2020, Blaðsíða 6

Feykir - 16.09.2020, Blaðsíða 6
Hvernig nemandi varstu? Til fyrirmyndar. Ég ræddi það svo sem ekki mikið við „kennara“ mína, enda fannst mér ég sjálfur hafa besta yfirsýn yfir mitt nám, því þó ég hafi að nafninu til gengið í gegnum hið hefðbundna íslenska skólakerfi, þá stjórnaði ég námi mínu sjálfur frá 1.bekk grunnskóla, enda stóð íslenska skólakerfið engan veginn undir væntingum mínum. Ég reyndi í einhvern tíma að koma mínum hugmyndum að en talaði fyrir daufum eyrum, þannig að á móti lokaði ég mínum eyrum fyrir boðskap „kennaranna“ ( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is NAFN: Frímann Gunnarsson. ÁRGANGUR: A gentleman does not reveal his age (nor weight!). FJÖLSKYLDUHAGIR: Ég gæti sagt einhleypur, en mér finnst einstakur hljóma betur. BÚSETA: Í gamla (virta) hluta Reykjavíkurborgar, gef ekki nánari staðsetningu upp af augljósum ástæðum. HVERRA MANNA ERTU OG HVAR UPP ALINN: Það eru aldeilis persónu- legar spurningar! Ég hef haldið spilunum þétt að mér með mína fortíð, svo ekki sé hægt að nota hana gegn mér. Því segi ég að ég sé af einföldu en góðu fólki. Ég fékk barnungur lögskilnað frá foreldrum mínum, af ástæðum sem ég vil ekki gefa upp, og var ég því alinn upp hjá ömmu minni, sem var einföld en góð sál. Í rauninni ól hún mig þó ekki upp, ég áttaði mig fljótt á því að það væri farsælast að ég sæi um eigið uppeldi, því ég vildi hafa það á háu gæðastigi. Það má á margan hátt segja að ég sé uppalinn af fjölda heimspekinga, helstu rithöfundum mannkynssögunnar og Sir Winston Churchill, s.s. í gegnum þeirra ritverk. STARF/NÁM: Rithöfundur, ljóðskáld, samfélagsrýnir og fjölmiðla- maður. Það sem kannski nær best utan um mín störf er uppfræðari. Ég er menntaður í Bretlandi, er afsprengi heimsveldisins sem ég gjarnan kalla mitt menningarlega móðurlíf. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Jah, hvar skal byrja? Ég er með ótal járn í eldinum (myndlíking), vinn að ritstörfum, ljóðasmíði og uppfræðslu þjóðarinnar, meðal annars í gegnum sjónvarpsþætti mína og samtöl og athugasemdir á alnetinu. Það má segja að ég sé að vinna stanslaust að þessum málum án þess að hvílast í dag og mun gera um ókomna framtíð. (Fyrir utan auðvitað rúmlega ellefu tíma svefn á hverri nóttu og afternoon nap (70 mínútur hvert síðdegi, auk matmálstíma og hefðbundins tetíma (45 mínútur) þrisvar sinnum á dag.)) Frímann Það er ekki komið að tómum kofanum þegar Frimann er annars vegar. MYND ÚR EINKASAFNI og fór mínar leiðir. Þetta mættu miklu fleiri börn gera, a.m.k. bráðger börn og börn af mínu kaliberi – sem eru auðvitað ekki mörg. Hvað er eftirminnilegast frá ferm- ingardeginum? Þarna gefið þið ykkur að ég hafi fermst. En þar sem þjóðkirkjan skellti skollaeyrum við mínum breytingartillögum, sem snéru meðal annars að bættri fræðslu, uppfærslu á Testament- unum (bæði því gamla og því nýja), kröfu minni um innfluttan prest og fleira þá ákvað ég að fresta minni fermingu þar til síðar. Ég hef ekki enn fundið réttu tímasetninguna fyrir slíkt, enda sé ég ekki fram á að kröfum mínum verði mætt, svo vel sé, í náinni framtíð. Their loss. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Lengi vel langaði mig að verða strætisvagnabílstjóri því ég var algjörlega heillaður af þessum stóru vögnum og því að hafa öll þessi líf í hendi mér. En þegar ég áttaði mig á menntakröfunum (nánast engar!) og því að ég myndi ekki hafa neitt um það að segja hverjir væru farþegar í vagninum mínum þá missti ég allan áhuga á því. Í rauninni hef ég aðeins einu sinni stigið um borð í strætisvagn hér á Íslandi og það fór ekki vel. Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Penninn. Engin spurning. Ég áttaði mig mjög fljótt á því að hann er uppspretta alls. Þá er ég alls ekki að tala um lélegan kúlupenna, heldur vandaðan blekpenna. Besti ilmurinn? Lyktin af nýpúss- uðum leðurskóm. Hvar og hvenær sástu núverandi maka þinn fyrst? Aftur spyr ég, fyrir hvern eru þessar spurningar? Það mætti endurskoða þær með tilliti til þess sem á að svara þeim. Það eru ekki allir hjarðdýr. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Ég tók reyndar ekki bílpróf 17 ára. En það skiptir svo sem engu hvað varðar spurninguna, því ég hef hlustað aðallega á klassík og óperur frá því ég man eftir mér. Ef ég hefði tekið prófið 17 ára hefði ég líklega keyrt um götur bæjarins (jafnvel á Vauxhall Viva) með vel valda aríu eftir Giuseppi (Verdi) á lágum styrk (er með viðkvæm eyru) eins og ég geri reyndar enn þann dag í dag. Hvernig slakarðu á? Sjá svar hér fyrir ofan. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Ég horfi lítið á sjónvarp, þá aðeins á fréttir BBC og hlusta aðeins á útvarpsstöðvar BBC, en það get ég gert eftir að ungur vinur minn „hakkaði“ internetið fyrir mig. Íslenskt efni myndi ekki vera gott fyrir andlega heilsu mína, þó ég horfi ekki á það, þá tel ég mig geta dæmt það allt saman engu að síður sem áhugamannadútl. Fyrir utan auðvitað mitt eigið efni, sem er á heimsmælikvarða. Það get ég horft á endalaust (og geri). Besta bíómyndin? Hún hefur ekki enn verið framleidd. Hún mun bera heitið My years at Downingstreet no.10. Um ungan mann, sem er ráðinn sem persónulegur að- stoðarmaður Margaret Thatcher, forsætisráðherra. Vinskapinn sem þróast með þeim og hvernig hann endar sem hennar helsti ráðgjafi og confidant. Þetta verður epísk stórmynd í anda t.d. Gandhi og Lawrence of Arabia. Ég fæ gæsa- húð bara við tilhugsunina. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Hahaha, þetta hlýtur að vera grínspurning. Af hverju spyrjið þið mig ekki hvaða grís er líklegastur til að fljúga einn og óstuddur til Tunglsins? Sú spurning myndi a.m.k. vekja áhuga minn, þó ég hafi óbeit á klaufdýrum. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Ekki batna spurningarnar. Ég bý einn…say no more. S.s. geri ég allt best sjálfur. Reyndar held ég að svarið myndi ekki breytast þó ég myndi búa með öðrum en það stendur nú hvort sem er ekki til. Hvert er snilldarverkið þitt í eld- húsinu? Glúteinlaus hirðingja- baka (Shepherd’s pie) kemur fyrst upp í hugann. Hættulegasta helgarnammið? Ég viðurkenni að ég er ansi veikur fyrir hárrétt poppuðu poppkorni, ég „poppa“ alltaf í sama pottinum og alltaf upp úr lýsi, því þó það komi vissulega sérstakt bragð við það þá er það eina leiðin sem ég get innbyrt lýsi. Tvær flugur í einu höggi! Hvernig er eggið best? Ég sýð alltaf mín egg, samt aðeins í 55 sekúndur, því mér finnst þau best ef þau eru vel „runny“. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Þetta er erfið spurning. Líklega er það eina sem fer í taugarnar á sjálfum mér hvað ég geri fá mistök. Það getur verið þreytandi til lengdar. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Þessi listi gæti orðið ansi langur… ætli ég segi þá ekki bara nánast allt. Fyrir utan einstaka bros, sem geta verið falleg, ef þau eru ekki full af sjálfsánægju, sem þau eru flest. Uppáhalds málsháttur eða til- vitnun? „History will be kind to me for I intend to write it.“ Winston Churchill. Hver er elsta minningin sem þú átt? Ég hef líklega verið tveggja ára þegar ég fékk fyrstu ristuðu brauðsneiðina með Marmite. Ógleymanleg reynsla sem lifir enn 6 35/2020

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.