Feykir


Feykir - 16.09.2020, Blaðsíða 4

Feykir - 16.09.2020, Blaðsíða 4
Viðgerð hafin á Stefánskirkju hjá tréiðnadeild FNV Gamli og nýi tíminn mætast í bindingsverkshúsi Frá því að húsið var tekið niður fyrir 20 árum síðan hefur það ekki verið sett saman þar til nú á haustdögum þegar hliðar og hluti stafna voru reistir á ný. Eftir lag- færingar er áætlað að kirkjan verði flutt á ný á Sauðanes þar sem hún verður varðveitt í húsasafni Þjóðminjasafnsins á staðnum og ætlað sem sýningarhús þar sem allar viðgerðir verða sýnilegar. Það er tréiðnadeild FNV sem vinnur að lagfæringunum í samvinnu við Fornverka- skólann og Þjóðminjasafnið en fram að þessu hafa nem- endur í húsaviðgerðaráfanga í helgarnámi eingöngu komið að verkefninu. Þegar Feykir lagði leið sína í skólann einn sunnudag fyrir skömmu var búið að reisa burðargrind kirkjunnar en til stóð að taka hana aftur niður fyrir dagslok. Á staðnum voru tréiðnanemar í helgarnámi undir stjórn kennaranna Óskars Más Atlasonar og Eyþórs Fannars Sveinssonar. Að sögn Eyþórs er verkefnið komið á það stig að mögulega sé fært að nýta það í fleiri áfanga. „Þessir hópar sem hafa fengið að vera í þessu eru aðallega helgarnemar á sinni síðustu önn í tréiðnanáminu, í áfanga sem fjallar um húsa- viðgerðir og snýst um lása- samsetningar á gömlu burða- virki, palllása, blöðun á stoðum o.fl. Kosturinn við þetta verk- efni er sá að þetta er bindings- verkshús og tekur yfir allan skalann, annars værum við að gera þetta inni á borði í ein- hverjum prufustykkjum vær- um með efni sem væri unnið niður í vélum. Það er í rauninni það sem dagskólinn er að gera þar sem kennslutíminn er þannig í dagskólanum og enginn tími er til að ná í heilu stykkin út og fara að vinna í þeim og út aftur,“ segir Eyþór. Helgarkennslan passar betur þessu verkefni þar sem unnið er allan daginn og þannig næst mestur árangur út úr kennslunni. Eyþór segir þrjá hópa í gangi sem skila mikilli vinnu og allt í topp- málum með það. Bindingsverkshús Sá byggingastíll sem viðhafður var á þeim tíma sem Stefánskirkja er byggð, býður upp á timbursamsetningar með svokölluðum lásum, allt bundið saman með töppun. Þannig eru stoðir tappaðar við aurstokkinn niðri og sylluna uppi og svo eru járnsinklar reknir inn til styrktar. Eyþór segir þetta verkefni virkilega gott fyrir nemendur sem Við tréiðnadeild Fjölbrautaskóla Norðurland vestra er hafin viðgerð á Stefánskirkju sem reist var á bænum Sauðanesi á Langanesi árið 1848 en hönnuður hennar var Jón Benjamínsson, forsmiður. Kirkjan var afhelguð 1889 og flutt skömmu síðar upp á bæjarhólinn og notuð um tíma sem fundarsalur hreppsnefndar og dúnhús. Um 1920 var kirkjan færð á ný og sett niður austarlega á bæjarhólinn og notuð sem hlaða, hesthús og fjárhús en við flutninginn var hún stytt að einhverju leyti. Það var svo árið 1990 að húsið var friðað og það tekið niður ári síðar til viðgerðar en á Krókinn kemur það í gámi fyrir sex árum. öðlast góða sýn á þennan forna byggingamáta. En hvernig skyldi ástand hússins vera eftir allan þennan tíma? „Í rauninni voru fótstykkin, eða stokkarnir allir, horfin og allar stoðir sem við höfum komið nálægt þurfum við að gera við að neðan. Það er lítið á annarri hliðinni sem getur talist heilt ennþá. Það er í rauninni bara austurhliðin sem við náum að bæta og gera upp en lítið í hinni hliðinni. Af hverju það er held ég að sé aðallega fúalega séð, illa farin af fúa, hvort það hefur staðið upp að veðri eða hvað veit ég ekki. Þannig að það er líka nýsmíði með,“ segir Eyþór. „Þetta er ný sýn á það hvernig hlutirnir voru gerðir hér áður. Að sjá þetta í húsi er allt annað en sýna með einhver prufu- stykki hér inni. Og fá svo að sjá verkið eftir sig í restina, þegar húsið er risið, menn eiga eftir að muna það.“ Aðspurður um verklok segir Eyþór enga tímasetningu komna fram, vinnan fari eftir nemendahópum og hversu vel gangi. Hann segir það góðan kost að hafa reist kirkjuna að hluta til núna því þá er möguleiki á að vinna í henni inni og jafnvel hægt að nýta dagskólann eitthvað í það en væntanlega verður nokkur bið í að hún verði reist á ný, kannski ekki fyrr en eftir áramót. „Þá getum við kannski reist hana á ný og mögulega nýtt dagskólann meira í þetta. En þá þyrftum við að byggja yfir hana fyrst, segl eða eitthvað annað, til að ekki fari illa í vatni og vindum.“ Byggingalag tvennra tíma „Í dag höfum við svo mikið af samsetningum, bæði skrúfum og vinklum og öllu þessu sem við byggjum burðavirki með. Á þessum tíma var ekkert til sem tengist járnastyrkingum nema þá þessir sinklar sem voru þá smíðaðir í járn- smiðjum. Menn notuðu líka það timbur sem var til staðar en getum keypt í dag allar stæðir og gerðir. Þarna voru kannski rekaviðardrumbar sem voru til staðar á bæjunum og þannig að þetta snérist frekar um að nýta það sem til var frekar en hitt. Maður sér það á sumum drumbunum að þetta hefur kannski verið gamalt rekaviðarefni sem kom á land og nýtt. Í dag erum við með heilsteyptara efni, ákveðnir flokkar af timbri og byggt eftir gefnum stöðlum sem ekki voru til þá.“ Eyþór segir tilgang verk- efnisins m.a. þann að víkka þekkingu nemenda á húsa- viðgerðum fyrri tíma, í þessu tilfelli bindingsverki og timburklæðningum þessa tíma. Í henni má sjá sam- setningar bjálka og stoða, t.d. lása, töppun stoða við syllu og aurstokk. Einnig er mikið lagt upp úr ýmiss konar viðgerðar- aðferðum á grindum, þar sem aðalatriði eru dregin fram, svo sem efnisval, burðarþol við- gerða og að viðgerðir séu tákn síns tíma. Guðmundur Lúther Haf- seinsson arkitekt hjá Þjóð- minjasafninu hefur umsjón með verkefninu og segir Eyþór hann hafa komið einu sinni til tvisvar í eftirlit á ári og leið- beint með viðgerðir og fleira. Fyrrum kennari við skólann, Bragi Skúlason, hefur einnig verið bakhjarl í heimabyggð, en hann hefur helgað sig gamla handverkinu og er mikill hafsjór af fróðleik sem skólinn nýtur góðs af. „Það er mikill heiður fyrir nemendur og kennara að vera treyst fyrir þessu verkefni. Skólastjórnendur hafa einnig verið okkur hliðholl í þessu og gert okkur kleift að framkvæma það með sem bestum hætti,“ segir Eyþór Fannar í lokin. Inni voru nemendur að fást við ýmislegt smálegt, og þó, úr kirkjunni. Eyþór Fannar Sveinsson og Óskar Már Atlason, í miðið, með tveimur nemendum sínum við grind Stefánskirkjunnar sem reist var á dögunum við tréiðnadeild FNV. MYND: PF Tilbúinn í samsetningu. UMFJÖLLUN Páll Friðriksson 4 35/2020

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.