Feykir


Feykir - 16.09.2020, Blaðsíða 12

Feykir - 16.09.2020, Blaðsíða 12
Ert þú áskrifandi? Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 35 TBL 16. september 2020 40. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Körfuboltadeild Hvatar stofnuð á Blönduósi Mikill áhugi á körfubolta Nú nýverið tók gott fólk á Blönduósi sig saman og stofnaði körfuboltadeild innan Hvatar. Formaður deildarinnar er Lee Ann Maginnis en í spjalli við Feyki segir hún meðal annars að stofnendur séu allt mæður barna sem æfðu körfubolta hjá Helga Margeirs (Körfuboltaskóla Norðurlands vestra) síðastliðinn vetur og er stjórnin einungis skipuð konum. Æfingar verða tvisvar í viku í vetur í tveimur aldurshópum. Feykir spjallaði við Lee Ann í tilefni þessara tímamóta. Hvað kom til að stofnuð var körfuboltadeild Hvatar? „Stofn- unin á deildinni á sér smá sögu. Fyrir um tveimur árum fór Körfuboltaskóli Norðurlands að venja komur sínar á Blönduós með æfingar fyrir börn og unglinga. Guðrún Björk Elísdóttir, einn af stofnendum deildarinnar, ákvað að setja sig í samband við Helga Margeirs síðasta haust og kanna hvort hann gæti haldið úti reglu- legum æfingum á Blönduósi. Það gekk upp og það fór svo að Helgi kom á Blönduós tvisvar í viku og þjálfaði krakkana fram að COVID. Guðrún aflaði styrkja fyrir fyrstu önninni sem gerði það að verkum að hægt var að bjóða upp á fríar æfingar fram að jólum,“ segir Lee Ann. Hverjir stóðu að stofnun deildarinnar? „Stofnendur deildarinnar eru allt mæður barna sem æfðu körfubolta hjá Helga síðastliðinn vetur. Það var kominn tími á að gera þetta formlega og þær ákváðu að keyra þetta bara af stað. Ég sjálf kem nú bara inn í þetta á lokametrunum til að sjá um formlegheitin í kringum það að stofna deild- ina og fæ svo þann heiður að vera fyrsti formaður deildarinnar fram að aðalfundi. Stjórnin er einungis skipuð konum.“ Tveir af stofnendum deildarinnar, Guðrún Björk og Lee Ann. AÐSEND MYND Vörn gegn ásóknum drauga Til að verjast ásókn drauga á maður að signa sig ofan á höfuðið eða hvirfilinn því draugar sækjast helzt eftir að komast fyrst yfir höfuðið á mönnum, líklega til að ringla þá. Mussumaðurinn í Útskálakirkjugarði Einu sinni var grafið í Útskálakirkjugarði, sem þá var orðin timburkirkja, norðanmegin við hlöðin undir kirkjunni miðja vega. En er þeir voru búnir að stinga upp fyrstu pálstorfurnar verður graftarmönnum heldur en ekki bilt við, því þar undir lá maður með hatt á höfði og parrugg, í mussu svart[r]i og sortuðum stuttbrókum og mórauðum sokkum. Hann leit upp á þá; þeir lögðu niður torfurnar og grófu annars staðar. /PF Þjóðsögur Jóns Árnasonar Afturgöngur Þórdís Hauksdóttir, fræðslustjóri Austur-Húnavatnssýslu, og Tinna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Tröppu, við undirritun samningsins á Hilton Hóteli í Reykjavík. MYND AF SKAGASTRÖND.IS Trappa sér um greiningar og þjálfun Samningur um talmeinaþjónustu Félags- og skólaþjónusta Austur-Húnavatnssýslu og Trappa ehf. hafa undirritað tveggja ára samning um að efla talmeinaþjónustu í heimabyggð. Á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagastrandar kemur fram að Trappa muni því sjá um greiningar og þjálfun barna í Austur Húnavatnssýslu en talmeinafræðingar koma reglulega til að sinna greiningum og sinna þjálfun í gegnum fjarskiptaforritið Kara Connect að mestu á skólatíma barna./PF ÚTSALA Nú er útsala í fullum gangi í öllum verslunum Líflands. Reiðtygi, gæludýravörur, fatnaður, hjálmar, hestafóður, bætiefni og margt fleira á frábærum tilboðum. REYKJAVÍK LYNGHÁLSI 3 SÍMI: 540 1125 LÍFLAND SÖLUDEILD BRÚARVOGI 1-3 SÍMI: 540 1100 lifland@lifland.is AKUREYRI ÓSEYRI 1 SÍMI: 540 1150 BORGARNESI BORGARBRAUT 55 SÍMI: 540 1154 BLÖNDUÓSI EFSTUBRAUT 1 SÍMI: 540 1155 HVOLSVELLI ORMSVELLI 5 SÍMI: 487 8888 Er mikill áhugi á körfubolta á Blönduósi og nágrenni? „Það er mikill áhugi á körfubolta á svæðinu og hefur verið síðustu ár. Það hefur samt ekki verið hægt að æfa hann hér í langan tíma. Við höfum líka verið heppin með hversu mikil körfuboltamenningin er á Sauðárkróki og það smitast yfir fjallið. Helgi hefur líka sinnt þessu mjög vel með Körfuboltaskólanum og krakkarnir fengið að kynnast því frábæra íþróttafólki sem er í körfunni með Stólunum. Karlaliðið kom m.a. einu sinni við á æfingu á leið í leik fyrir sunnan og það gerir mikið fyrir krakkanna. Einhverjir iðkendur hafa keppt undir merkjum Tindastóls og svo náðum við í eitt Hvatarlið fyrir Króksamótið síðasta vetur sem var mjög skemmtilegt.“ Verða fastar æfingar í vetur? „Já, það verða æfingar tvisvar í viku fyrir börn og unglinga. Á mánudögum og þriðjudögum frá kl. 19-21. Yngri hópurinn (2009-2012) er kl. 19 og eldri hópurinn (2005-2008) er kl. 20,“ segir Lee Ann að lokum. Körfuboltadeildin er komin með Facebook-síðu https://www.facebook.com/karfahvot og svo er hægt að hafa samband við okkur á netfangið hvotkarfa@gmail. com. Lengri útgáfu viðtalsins má finna á Feykir.is. /ÓAB

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.