Feykir


Feykir - 16.09.2020, Blaðsíða 2

Feykir - 16.09.2020, Blaðsíða 2
Enn á ný standa öll spjót á ríkisstjórn Íslands varðandi brottvikningu egypskrar fjölskyldu af landinu í dag. Málið hefur vakið mikla athygli undanfarna daga og sitt sýnist hverjum. Þannig hafa margir þá skoðun að einungis sé verið að fara eftir settum lögum og regl- um, sem ég tel líklegt, meðan aðrir telja jafnvel að um hreina illsku sé að ræða eða í næstversta falli hluttektarleysi valdhafa. Efalaust er verið að fara eftir lögum og reglum um hælisleit- endur á Íslandi þegar sú ákvörðun er tekin að vísa fjölskyldunni úr landi þar sem hún hefur væntanlega ekki uppfyllt þau skilyrði sem hælisleitendum eru sett. En hvernig í ósköpunum má það vera að þetta sé framkvæmt tveimur árum eftir að fólkið kom til landsins. Það skil ég ekki. Mér sýnist stjórnmálamenn eiga erfitt þegar þeir eru spurðir út í málið en enginn vill stíga fram og breyta ákvörðun Útlendingastofnunar. Það væri heldur ekki góð stjórnsýsla að gefa eftir vegna þrýstings almennings þótt ekki ætti að útiloka það. Svo virðist sem sum mál séu tekin upp af góðhjörtuðum einstaklingum sem vilja þessu fólki allt hið besta og er það vel. Bent hefur verið á að þessi umrædda egypska fjölskylda sem hefur verið hér í tvö ár gæti hæglega nýst í okkar samfélagi og efast ég ekki um það en það verður að fara eftir þeim leikreglum sem settar eru í hverju landi. Hugsanlega eru reglurnar of harðar en þær eru samt settar af okkar ráðamönnum, ekki einstaka ráðherrum eða þingmönnum. Ég held að allir séu sammála því að sá langi tími sem fólki er haldið í óvissu meðan málið fær úrlausn í kerfinu sé ómann- úðlegur fyrir alla, ekki síst börnin sem stundað hafa nám í Reykjanesbæ sl. tvö ár, auk þess sem eitt þeirra byrjaði í fyrsta bekk í haust. Þegar þessi pistill er í smíðum eru þrjár beiðnir af hálfu egypsku fjölskyldunnar sem bíða meðferðar hjá kærunefnd útlendingamála, skv. ruv.is, ein frestunarbeiðni og tvær endurupptökubeiðnir. Vonandi fær þessi lánlausa fjölskylda réttláta meðferð hjá Íslendingum og svo má brýna fyrir stjórnvöldum að sníða reglur þannig að enginn þurfi að upplifa slíkt aftur. Það hlýtur að vera hægt að stytta úrlausnarferlið. Lifið heil. Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Óskiljanlega langur úrlausnartími Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is | Soffía Helga Valsdóttir, bladamadur@feykir.is Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 585 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 720 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Náttúruvænir nemendur Settu niður 600 krókusa Nemendur í Blönduskóla tóku þátt í skemmtilegu verkefni í síðustu viku er þeir settu niður 600 haustlauka sem kallast krókusar í kirkjuhólinn á Blönduósi. Björk Bjarnadóttir, umhverfisþjóðfræðingur og fyrrverandi nemandi við skólann, hafði yfirumsjón með verkefninu og nutu nemendur aðstoðar hennar auk starfsfólks Blönduskóla og Snjólaugar hjá áhaldahúsi Blönduósbæjar. Þar kemur fram að Björk hafi fengið hugmyndina í vor þegar hún dvaldi hjá foreldrum sínum og gekk mikið um bæinn með son sinn í barna- vagni. Þá blasti kirkjuhólinn við gulur og líflaus og Björk sá að þarna væri svæði sem gaman væri að fegra með krókusum. Hún setti sig í samband við skólastjóra Blönduskóla og hann, ásamt öðru starfsfólki skólans, tók vel í hugmyndina um að fegra kirkjuhólinn. Björk fékk upplýsingar frá starfsfólki Grasagarðsins í Reykjavík og var það henni innan handar um pöntun á laukum og hvernig ætti að bera sig að við gróðursetningu. Litir og fegurð krókusanna munu gleðja þá sem bíða eftir vorinu. Þar sem þeir eru fjölærir og fjölga sér þá verður hægt að sjá þessa lauka á hverju vori í marga áratugi. Þeir eru fjólubláir, hvítir og gulir. Oftast byrja þeir að blómstra um miðjan mars og standa fram í apríl. Markmið verkefnisins er að gleðja augað og fræða fólk á Blönduósi, sem og annars staðar, um hve gaman og auðvelt sé að fegra umhverfi sitt ef allir hjálpast að. „Að skilja eitthvað eftir sig sem blómstrar á hverju vori er fagurt og göfugt verkefni, sem mun vonandi vekja áhuga fólks á Blönduósi, sem og annars staðar, að fegra umhverfi sitt með hinum ýmsu laukum, blómum, grænmetis- eða trjáræktun,“ segir á vef Blönduskóla. /HÚNI.IS Krókusar settir í jörðina. MYND: BLONDUSKOLI.IS Votlendissjóður Fyllt upp í 4,5 km af skurðum á Gottorp Einar Bárðarson, fram- kvæmdastjóri Votlendis- sjóðs, hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir endurheimt votlendis á jörðinni Gottorp í Húna- þingi. Á svæðinu sem um ræðir, eru skurðir sem áætlað er að séu alls 4,5 km að lengd. Í fundargerð skipulags- og umhverfisráðs Húna- þings vestra frá því í síðustu viku kemur fram að fyrir- hugað sé að fylla upp í hluta þessara skurða að fullu með uppgreftri, sem að þeim liggur, en í öðrum skurðum er áætlað að gera litlar „stíflur“ með reglulegu millibili. Þjappað verður ofan í skurðstæði svo fyllingar skolist ekki til og hliðargróður skurða og ofan af ruðningum notað til að þekja yfir rastasvæði. Stærð framkvæmdasvæðis er um 33 ha. /PF Aflatölur 5.–12. september 2020 á Norðurlandi vestra Rúmum 853 tonnum landað á Króknum SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Elfa HU 191 Handfæri 3.521 Geir ÞH Dragnót 9.167 Geiri HU 69 Handfæri 1.305 Guðrún Petrína GK 107 Landbeitt lína 4.883 Hafrún HU 12 Dragnót 24.834 Hjalti HU 313 Handfæri 1.852 Hrund HU 15 Handfæri 1.108 Jenny HU 40 Handfæri 144 Kristinn HU 812 Landbeitt lína 54.894 Ragnar Alfreðs GK 183 Handfæri 836 Rán SH 307 Landbeitt lína 10.363 Særif SH 25 Lína 23.278 Sævík GK 757 Lína 32.098 Viktor Sig HU 66 Handfæri 760 Alls á Skagaströnd 197.175 HOFSÓS Bíldsey SH 65 Lína 10.300 Alls á Hofsósi 10.300 SAUÐÁRKRÓKUR Akurey AK 10 Botnvarpa 81.257 Bíldsey SH 65 Lína 5.590 Drangey SK 2 Botnvarpa 138.130 Fjölnir GK 157 Lína 52.493 Geir ÞH 150 Dragnót 14.363 Hafborg SK 54 Handfæri 2.640 Helga María RE 1 Botnvarpa 201.583 Málmey SK 1 Botnvarpa 329.723 Már SK 90 Handfæri 1.701 Onni HU 36 Dragnót 25.463 Óskar SK 13 Handfæri 283 Alls á Sauðárkróki 853.226 SKAGASTRÖND Addi afi GK 97 Landbeitt lína 4.731 Birta Dís GK 135 Handfæri 1.284 Blíðfari HU 52 Handfæri 1.009 Dúddi Gísla GK 48 Lína 21.108 Heildarafli síðustu viku á Norðurlandi vestra var 1.060.701 kíló og var landað 853.226 kg á Sauðárkróki. Málmey SK 1 var aflahæsti togarinn en Helga María RE 1 landaði einnig 201 tonni þar í vikunni. Kristinn HU 812 var aflahæstur á Skagaströnd með rúm 55 tonn af 197 tonnum sem þar komu á land. Einn bátur landaði á Hofsósi, Bíldsey SH 65, sem var með 10.300 kg. /SG Lumar þú á frétt sem smellpassar í Feyki? HAFÐU SAMBAND & 455 7176 feykir@feykir.is 2 35/2020

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.