Feykir - 30.09.2020, Síða 7
verkefni og eru leiðin nú orðin
um 80 sem búið er að merkja
og verður það að teljast mjög
gott. Þá var farið í að endurnýja
gamlan göngustíg sem liggur í
gegnum garðinn beint á móti
sáluhliðinu. Ætlunin var að
steypa eða helluleggja hann,
en hætt var við það. Í þess
stað voru notaðar Ecorster
plastmottur frá fyritækinu
Ver ehf. en þetta efni er notað
víða. Kostnaður við stíginn var
um 400.000 krónur og greiðir
Blönduósbær helminginn af
kostnaðinum.“
Allir boðnir og
búnir að hjálpa
Valli segir að síðasta verk-
efnið sem þau eru með á
prjónunum sé bygging á 23 m2
geymsluhúsnæði fyrir garðinn
sem mikil þörf sé á að koma
upp. „Garðurinn er með ýmsa
hluti í geymslu út um allan bæ,
svo sem kerruna sem geymir
sigbúnaðinn sem notaður
er í öllum kirkjugörðum hér
í Austur-Húnavatnssýslu,
stóran jólakross sem ávallt
er settur upp fyrir jólin og
margt fleira. Kostnaðaráætlun
við þessa byggingu er um 2,5
milljónir króna. Efnið í húsið
er innflutt frá Póllandi. Hægt
var að staðgreiða húsið hingað
komið á Blönduós. Frjálsa
kótilettufélagið safnaði einni
milljón króna þegar haldið var
upp á fimm ára afmæli þess
haustið 2019. Þá eins og ávallt
voru allir boðnir og búnir að
hjálpa og gefa bæði vinnu, efni,
húsaleigu, skemmtiatriði og
fleira. Fjármögnun stendur nú
yfir á því sem út af stendur, eða
um 1,5 milljón króna, en stefnt
er á að koma þessu húsi upp
áður en vetur konungur fer að
sýna sig fyrir alvöru.“
Hverjir standa að framkvæmd-
unum? „Stjórn kirkjugarðsins
ásamt umsjónarmanni hefur
haldið utan um allar fram-
kvæmdir og verið í stanslaus-
um fjáröflunum og redding-
um. Allar þessar framkvæmdir
eru unnar í góðu samráði
við Blönduósbæ enda tekur
taka hefur tekist að fjármagna
hverja framkvæmd fyrir sig,
t.d. viðgerðin á kirkjugarðs-
veggnum, þar kom um ein
hann þátt í kostnaði við sum
verkefnin. Þá hafa starfsmenn
Kirkjugarðasambands Íslands
á Biskupsstofu verið með í
öllum ákvörðunum og stutt við
bakið á okkur.“
Í garðinum er kort sem sýnir
hvar hver og einn er jarðaður.
Segðu okkur aðeins frá þessu.
„Eins og áður hefur komið
fram var þetta skilti sett upp
2018. Í fyrsta lagi er saga
garðsins rakin í stuttu máli en
á árum áður var kirkjugarður-
inn fyrir Blönduóssókn stað-
settur á Hjaltabakka sem er hér
skammt frá.
Svo eru á skiltinu nöfn allra
sem vitað er um í garðinum
og númer leiða, þá er mynd
af öllum garðinum þar sem
hvert leiði hefur sitt númer
og á það að auðvalda þeim
sem heimsækja garðinn að
finna þau leiði sem leitað
er að. Þetta var mikil vinna
sem fólst m.a. í að fara yfir
kirkjubækur, Húnavöku (sér-
staklega eldri árganga þess),
ásamt fleiri heimildir sem
bornar voru saman. Þessi
vinna var að mestu leyti unn-
in af Hávarði Sigurjónssyni,
umsjónamanni garðsins, og
Þórhöllu Guðbjartsdóttur,
stjórnarmanni, en margir fleiri
hjálpuðu til við þessa vinnu til
að gera þetta sem best úr garði.
Nú er þetta efni allt aðgengilegt
á garður.is.“
Nú má sennilega fullyrða
að flestar kirkjur landsins,
og þar með kirkjugarðar,
standa ekki vel fjárhagslega.
Hvernig hefur gengið að
fjármagna framkvæmdirnar?
„Þegar byrjað var á þessum
framkvæmdum var buddan
nánast tóm eins og hjá flestum
kirkjugörðum landsins eftir
hrun,“ segir Valli. „En með
sameiginlegu átaki fyritækja,
einstaklinga og félagasam-
Krikjugarðsveggurinn tekinn í gegn.
Kantsteinar steyotir á bílaplaninu.
Upplýsingaskiltin í kirkjugarðinum. MYND: ÓAB
Núverand stjórn kirkjugarðs Blönduóskirkju ásamt umsjónarmanni. Talið frá
vinstri: Bjarni Pálsson meðstjórnandi, Árný Þóra Árnadóttir ritari, Jón Aðalsteinn
Snæbjörnsson gjaldkeri, Valdimar Guðmannsson formaður, Þórhalla Guðbjarts-
dóttir meðstjórnandi og Hávarður Sigurjónsson umsjónarmaður kirkjugarðsins.
milljón króna bara í frjálsum
framlögum og svo hefur verið
við flestar framkvæmdirnar. Þá
gerði Blönduósbær vel, bæði
við bílaplanið og göngustíginn.
Einnig hafa fengist framlög frá
Kirkjugarðssjóði sem hefur öll
árin lagt til framlag til garðsins
svo um munar,“ segir Valli að
lokum.
Þegar viðtalið var tekið vant-
aði enn nokkuð upp á að síð-
asta framkvæmdin, bygging
geymsluhúsnæðisins, væri full
fjármögnuð. Það er því við hæfi
að minna á reikningsnúmer
kirkjugarðsins á Blönduósi,
eða Lukkureikninginn eins og
stjórn garðsins kallar hann.
Reikningurnn er nr. 0307-13-
600603 og kennitala garðsins
er 460300-3980.
Á vef Skagastrandar er sagt
frá því að fjórir afburða
leikmenn íslenska kvenna-
landsliðsins í knattspyrnu
eigi rætur að rekja til
staðarins. Það eru þær
Berglind Björg , Glódís
Perla, Sonný Lára og
Sveindís Jane.
Berglind Björg Þorvalds-
dóttir. Móðir hennar er
Sólveig Gunnarsdóttir sem
ólst upp á Skagaströnd,
dóttir hjónanna, Bergljótar
Óskarsdóttur og Gunnars
Benónýssonar, Mánabraut 5.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Faðir hennar er Viggó
Magnússon sem ólst upp á
Skagaströnd, sonur hjón-
anna, Guðbjargar Viggós-
dóttur og Magnúsar B. Jóns-
sonar, sem eiga þar heima.
Móðir hennar er Magnea
Harðardóttir en langamma
hennar og langafi voru
Laufey Jónsdóttir og Haf-
steinn Sigurbjarnarson í
Reykholti.
Sonný Lára Þráinsdóttir.
Faðir hennar er Þráinn Þor-
björnsson sem ólst upp á
Skagaströnd, sonur hjón-
anna, Aðalbjargar Sigurðar-
dóttur og Þorbjarnar Jóns-
sonar, Akurgerði. Móðir
hennar er Kristjana Óladótt-
ir, dóttir Gyðu Steingríms-
dóttur frá Höfðakoti.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Föðuramma hennar er Birna
Jóhannesdóttir sem ólst upp
á Skagaströnd, dóttir hjón-
anna, Helgu Þorbergsdóttur
og Jóhannesar Pálssonar í
Garði. /HÚNI.IS
Knattspyrna | Íslenska kvennalandsliðið
Afburða leikmenn með
rætur til Skagastrandar
Stúlkurnar fjórar. MYND AF HÚNI.IS
37/2020 7