Feykir - 04.11.2020, Qupperneq 3
Heldur hefur þeim fjölgað sem sæta einangrun
og sóttkví milli vikna en Feykir sagði frá því í
síðasta blaði að einn hafi þá greinst með
kórónuveiruna. Nú eru hins vegar níu einstak-
lingar í einangrun, samkvæmt tölum aðgerða-
stjórnar á Norðurlandi vestra frá því í gær.
Eitt nýtt smit greindist þá frá deginum áður en
viðkomandi var í sóttkví. Alls voru 17 í sóttkví í
gær, sem er mikil fækkun milli daga þar sem 39
manns voru í sóttkví á mánudaginn, og í fyrsta
sinn í þessari bylgju faraldursins í öllum póst-
númerum á Norðurlandi vestra.
Á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi
vestra kemur fram að sú niðurstaða sé ánægju-
leg og vonast aðgerðastjórn til þess að það sýni
að samfélagssmit sé ekki mikið í nærumhverfinu
eða að tekist hafi að ná utan um það. „Það kemur
í ljós núna á næstu dögum. En verum á tánum.
Við náum árangri saman,“ segir í færslunni.
Alls voru 27 innanlandssmit sl. frá mánudegi
til þriðjudags en samkvæmt covid.is voru 872 í
einangrun í gær, 74 á sjúkrahúsi og fjórir á
gjörgæslu. Af þeim sem greinst hafa með Covid-19
á Íslandi eru 16 látin. /PF
COVID-19 | Norðurland vestra
Níu í einangrun
Nýr diskur Guðmundar Ragnarssonar og Róberts Óttarssonar
Tíminn flýgur
Á dögunum kom út fimm laga
geisladiskur Guðmundar
Ragnarssonar og Róberts
Óttarssonar á Sauðárkróki og
fengu þeir félagar Úlf Úlfinn,
Helga Sæmund, í lið með sér en
hann sá um
hljóðfæraleik,
útsetningar og
upptökur fjögurra
laganna. Fimmta
lagið var hins vegar
unnið í Stúdíó
Benmen á
Króknum þar sem
Fúsi Ben lék á
trommur, bassa og
undirgítar en
Magnús Jóhann
Ragnarsson á
Hammond og
Reynir Snær
Magnússon á gítar.
Fyrir fimm árum
gáfu þeir spilafélagar
Guðmundur og
Róbert út disk sem
bar nafnið Orð en þá
langaði alltaf að halda áfram. „Við
gerum þetta í mjög miklum
rólegheitum. Það má segja að þessi
diskur sé afrakstur fimm ára mjög
stopullar vinnu. Við höfum mjög
gaman af þessu og þetta er bara það
sem við höfum að segja þessa
dagana,“ segir Guðmundur. „Nafn-
ið segir svolítið til um það hvernig
verkið hefur gengið, tíminn flýgur,“
skýtur Róbert inn í léttur í bragði og
bætir við: „En að öllu gamni slepptu
hefur þetta verið mjög skemmtilegt,
en þetta er tímafrekt.“
Helgi Sæmundur, sonur Guð-
mundar, kom inn í kompaníið og
útsetti eftir sínu höfði. Segir hann
diskinn innihalda dægurlög en
jafnvel með tilraunakenndu ívafi.
„Ef maður hlustar á plötuna Orð, þá
er hún byggð upp á
sömu fjórum, fimm,
hljóðfærunum en
þarna kem ég inn
með einhvers konar
library í tölvunni þar
sem hægt er að velja
hvaða hljóðfæri sem
er og setja í lagið.
Það tekur líka
aukatíma að sigta
þau út og ekki alltaf
gott að hafa úr of
miklu að velja. Við
erum samt ánægðir
með þetta,“ segir
Helgi Sæmundur.
En hvernig skyldi
hann hafa komið
inn í þetta verkefni?
„Það er nú bara þannig að pabbi
hefur verið að ýta á mig í nokkur ár
að gera alvöru músík,“ svarar Helgi
Sæmundur léttur í bragði en eins og
allir vita hefur hann gert garðinn
frægan með rappdúóinu Úlfur
Úlfur. „Ég var nýfluttur aftur á
Krókinn, kom tveimur mánuðum
áður en konan mín, og bjó þá heima
hjá mömmu og pabba. Ég var svona
eiginlega að vinna upp í leigu og
mat en svo langaði mig þetta líka. Í
Úlfur Úlfur fylgir maður ákveðinni
formúlu og ákveðnum stílum en ég
fékk algert frelsi til að gera þetta.
Fékk bara hljóma og texta og algert
frelsi til að leika mér.“
Róbert er ánægður með útkom-
una og segir þetta geggjað allt
saman. „Mér finnst bæði lögin hans
Guðmundar og útsetningar Helga
Sæmundar og endanleg útkoma
frábær. Á pínu erfitt með að hlusta á
sjálfan mig en hitt geggjað! Maður
sér ákveðna þróun úr Orði yfir í
þennan disk, bæði vinnuferlana hjá
okkur og svo viðbótina, að fá Helga
Sæmund inn. Framþróun í okkar
vinnu alla vega,“ segir Róbert.
Lögin eru öll eftir Guðmund og
textinn Tíminn flýgur, en þrír
textanna eru eftir Hilmi heitinn
Jóhannesson og einn eftir Gillon,
Gísla Þór Ólafsson. Eitt lagið er
unnið í Stúdíó Benmen en hin lögin
í stofunni hjá Guðmundi í
Eyrartúninu.
Kápan er skemmtilega útfærð en
hana gerði Linda Þórdís Barðdal
Róbertsdóttir. „Úr því að við vorum
búin að fá Helga Sæmund, sem er
minn sonur, þá kom Róbert með
dóttur sína, Lindu Þórdísi, í hönnun
á kápunni. Hún sýndi strax algeran
skilning á því sem við vildum koma
fram með,“ segir Guðmundur.
Óvíst er hvar mennirnir skegg-
ræða en kannski er það í Bakaríinu á
Króknum. „Það eru mikil fræði á
bak við þetta hjá okkur. Við ósk-
uðum eftir því að við Guðmundur
yrðum tveir að framan og og svo
þrír á bakhliðinni, þá
væri Helgi Sæmundur
kominn með. Þetta er
djúpt!“ segir Róbert
sposkur á svip.
Fyrir áhugasama er
Tíminn flýgur kominn á
streymisveituna Spotify
en diska er hægt að
kaupa í Skagfirðingabúð,
Hlíðarkaup, Bakaríinu
og Gránu á Sauðárkróki
og kostar 2000 kr. „Hér
er um fína jólagjöf að
ræða eða bara til að eiga,“
segir Guðmundur, „enda
allt þægileg lög.“ /PF
/PF
Þríeykið sem gerði diskinn Tíminn flýgur. Róbert Óttarsson, Guðmundur Ragnarsson og Helgi Sæmundur Guðmundsson.
MYND: PF
Kápumynd disksins Tíminn flýgur eftir Lindu Þórdísi Barðdal Róbertsdóttur.
Umslagið var hannað hjá Nýprenti.
Hekla Katharína
Kristinsdóttir
landsliðsþjálfari
hefur valið knapa í
U21-landsliðshópi
Landsambands
hestamanna fyrir
árið 2021, en
framundan er
Heimsmeistaramót
íslenska hestsins í
Herning í Danmörku
í byrjun ágúst.
Knapar í landsliðs-
hópum LH eru í forvali þegar kemur að landliðs-
verkefnum en einnig er landsliðsþjálfara heimilt
að velja knapa utan hópsins þegar þurfa þykir.
Á heimasíðu LH kemur fram að úrtakið sé
stórt og mikið af frambærilegum unglingum og
ungmennum sem sýna mikinn metnað og góða
frammistöðu. Skagfirðingar eiga sinn fulltrúa í
landsliðinu þar sem Guðmar Freyr Magnússon á
Sauðárkróki var valinn en hann er efstur á
stöðulista ungmennaflokks í fimmgangi á
Snillingi frá Íbishóli. Guðmar er fæddur árið 2000,
sonur Valborgar Hjálmarsdóttur á Sauðárkróki og
Magnúsar Braga Magnússonar á Íbishóli en þar
stundar Guðmar tamningar og þjálfun.
Á lhhestar.is segir að við val á knöpum í
landsliðshópa LH hafi verið tekið tillit til árangurs
í keppni, reiðmennsku, hestakosts og
íþróttamannslegrar framkomu. Landsliðsþjálfari
vegur og metur knapana eftir árangri þeirra en
ekki síður hestakosti árið 2021 og stillir hópnum
þannig upp að styrkleikar séu í öllum greinum
íþróttakeppninnar sem keppt er í á íslenska
hestinum. /PF
U21 landsliðshópur LH
Guðmar Freyr
valinn í liðið
Guðmann Freyr Magnússon
MYND AF LHHESTAR.IS
42/2020 3