Feykir


Feykir - 04.11.2020, Page 5

Feykir - 04.11.2020, Page 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F Knattspyrnukappinn snyrtilegi, Óskar Smári Haraldsson frá Brautarholti í Skagafirði, gerði á dögunum 2. flokk kvenna hjá Stjörnunni að Íslandsmeist- urum. Kappinn hefur spilað með liði Tindastóls í 3. deildinni í sumar en gert út frá Garða- bænum. Óskar Smári segist gríðarlega stoltur af árangrin- um en hann er aðalþjálfari 2. flokks kvenna en einnig er hann aðstoðarþjálfari í meistaraflokki kvenna hjá Stjörnunni sem er með lið í Pepsi Max deildinni. Feykir sendi nokkrar spurningar á Óskar Smára og spurði út í sumarið í boltanum og fyrst var spurt hvort góður grunnur væri til staðar hjá Garðbæingum. „Grunnurinn er góður, já. Þegar ég tek við liðinu fyrir tveimur timabilum þá hurfu margir leikmenn í meistaraflokki á braut. Ungir leikmenn sem voru þá í 2. flokki fengu stór tækifæri með meistaraflokki það ár og þá var til að mynda enginn leikmaður hjá mér á elsta ári í 2. flokki. Margar stelpur í 3. flokki, og nokkrar úr 4. flokki, tóku því þátt í Íslandsmótinu í fyrra- sumar og sluppum við rétt svo við fall það árið. Það jákvæða við það var að liðið var óbreytt á milli ára,“ segir Óskar og heldur áfram. „Í ár breyttum við örlitið út af vananum hvað varðar vænt- ingar – tókum einn leik í einu. Ég einfaldaði hlutina á æfinga- svæðinu, meira af keppnum og gleði og minna af taktískum hlutum.Við fengum á okkur flest mörk tímabilið á undan og skoruðum flest, þannig að við vildum laga varnarleikinn en reyna að halda í það jákvæða sem við gerðum sóknarlega. Stelpurnar eru góðar í transitioni og æfðum við það mikið, í þeim frasa leiksins þegar við vinnum boltann á ákveðnum stöðum þá vorum við hættulegar. Mörkin urðu færri sem við skoruðum þetta árið, en við fengum einungis á okkur níu mörk og skorum 29. Orða- tiltækið „sókn vinnur leiki, en vörn vinnur titla“ á því vel við í ár. Árið áður skoruðum við 41 mark en fengum á okkur 42!“ Reyndi að ræna systur sinni í Garðabæinn Spjallað við Óskar Smára Haraldsson þjálfara hjá Stjörnunni Þú hefur verið leikmaður í mörg ár og haft marga skemmtilega þjálfara í gegnum tíðina. Nýtist það í þjálfuninni? „Já, alveg 100%. Ég hef líka verið ofboðslega heppinn með þá þjálfara sem ég hef verið með sem leikmaður. Á mínum þjálfaraferli hef ég oft leitað til fyrrum þjálfara minna og fengið góð ráð. Til að mynda átti ég klukkutíma spjall við Donna fyrir síðasta leik sumsins hjá stelpunum. Siggi, pabbi hans, hefur einnig staðið þétt við bakið á mér frá því ég byrjaði og svo eru menn eins og Bjarki, Gaui, Jamie og fleiri góðir sem hafa alltaf verið til staðar fyrir mig. Ég hins vegar er óendanlega þakklátur að hafa fengið að vinna með Kristjáni Guðmundssyni í þessi tvö ár. Hann hefur kennt mér svo ofboðslega margt þegar kemur að knattspyrnu. Hann er kröfuharður og á það til að láta mig heyra það og skammast í mér en svo fæ ég hrósið þegar það á við. Hann er minn mentor í þjálfun og verð ég honum ævinlega þakklátur fyrir það sem hann hefur kennt mér.“ Nú voru stúlkur úr liði Tinda- stóls að æfa með 2. flokki Stjörnunnar. Geturðu sagt okkur aðeins frá því? „Já, það er ósköp einfalt í raun. Þegar líður á tímabilið þá fara stelp- urnar að norðan, sem eru búsettar yfir veturinn í Reykja- vík, til Reykjavíkur og þurfa því að halda sér við með því að mæta á æfingar. Guðni og Jónsi höfðu samband við mig og spurðu hvort það væri ekki í lagi að þær myndu mæta inn hjá mér á æfingar hjá 2. flokki. Þannig héldust þær áfram saman sem hópur. Þetta var algjört win win dæmi þar sem þær þurftu á æfingum að halda, til þess að halda sér í formi fyrir lokaátökin í Lengjudeildinni og á sama tíma hækkar það tempóið á æfingum hjá mér. Þær eiga sinn hlut í þessum titli með því að lyfta tempóinu hjá okkar liði á hærra stig og er ég gríðarlega ánægður að hafa fengið þær inn til mín á æfingar síðasta mánuðinn. Ertu þokkalega sáttur við fyrirliða kvennaliðs Tindastóls og árgangur liðsins? „Prinsess- an á Brautarholti stóð sína vakt í vörninni í sumar með miklum sóma, þannig að ég er sáttur með hana. Ég reyndi nú að ræna henni til Garðabæjar fyrir tímabilið en, kannski sem betur fer, án árangurs. Meist- araflokkur kvenna hefur verið í mikilli sókn síðustu ár og er þetta afrakstur góðs yngri flokka starfs ásamt klókindum í vali á erlendum leikmönn- um sem skila liðinu þessum magnaða árangri. Þær eiga allt það lof sem þær eru að fá skilið og óska ég þjálfurum, stjórnar- mönnum, leikmönnum og stuðningsmönnum enn og aftur til hamingju með sigur í Lengjudeildinni í ár og hlakka ég til að mæta á KS völl næsta sumar að sjá þær etja kappi við þær bestu,“ segir Óskar Smári. Ítarlegra viðtal við kapp- ann má finna á Feykir.is. /ÓAB Óskar Smári með bikarinn í Stjörnufans. MYND AÐSEND Fótboltakempur máttu loks lúta í gras fyrir kórónuveiru- faraldrinum en Knattspyrnu- samband Íslands ákvað á föstudaginn, í kjölfar hertra aðgerða í baráttunni við COVID-19, að nú væri nóg komið og augljóst að ekki væri raunhæfur möguleiki lengur á að klára knatt- spyrnutímabilið. Staðan í deildunum var því látin standa. Það var auðvitað löngu ljóst að Stólastúlkur voru búnar að tryggja sér sigur í Lengjudeild kvenna og sæti í efstu deild að ári. Tindastóll hafði fengið heimild frá KSÍ til að spila lokaleik sinn í deildinni gegn liði Völsungs frá Húsavík og taka á móti bikarnum að honum loknum – en Húsvíkingar sögðu liðið sitt komið í frí og vildu ekki spila strax. Sérstök framkoma! Karlalið Tindastóls var nú sennilega heppið að þurfa ekki að spila síðustu tvær um- ferðirnar í deildinni því liðið hafði sogast niður í fallbaráttu en endar í sjöunda sæti í 12 liða deild. Stefnan hafði verið sett á toppbaráttuna og sæti í 2. deild en Reynir Sandgerði og KV náðu fljótt góðri forystu í deildinni. Stólarnir stóðu ágætlega í efri hluta deildar- innar þegar fyrri COVID- pásan skall á en liðið náði sér aldrei á strik að henni lokinni. Í Pepsi Max deild karla er lið Vals Íslandsmeistari en íPepsi Max deild kvenna varð Breiðablik Íslandsmeistari og átti það skilið. Í liði Blika er Stólastúlkan Vigdís Edda Frið- riksdóttir sem gekk til liðs við Kópavogsliðið síðasta vetur. Hún er því orðin Íslands- meistari með Blikum og óskar Feykir henni til hamingju með titilinn. /ÓAB COVID-19 | Knattspyrnusamband Íslands Fótboltinn flautaður af Jói er hniginn, fold að felldur, fjörs í vígi lengi stóð. Þá var tiginn andans eldur, unnin stigin mörg og góð. Ljóð af munni mælti hann hraður, mörg þá spunnin fléttan var. Valinkunnur vísnamaður, veldisbrunnur kveðskapar. Fáir liðar svo vel sannir sinntu miðum Braga hér. Hann í friði eftir annir inn um hliðið gullna fer. Þar mun Pétur státinn standa, stökur meta í æviskrá. Fer þar betur um þann anda er aldrei fetin mældi smá. Þá í svari sigur gerður sannar hvar hann lifir hlýr. Jói var og Jói verður jafnan þar sem stakan býr! Rúnar Kristjánsson Stapajarlinn kvaddur 42/2020 5

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.