Feykir - 04.11.2020, Side 10
Egill Einarsson, einkaþjálfari,
fjölmiðla- og tónlistarmaður,
býr í Kópavogi og er fæddur í
upphafi eitís. Hann á ættir að
rekja í Skagafjörðinn og segir
að það sé ekki langt síðan hann
var á ættarmóti með Dýllurum
á Sauðárkróki. Egill segist
aðallega hafa verið að vinna
með hljómborð, fiðlu og trompet
á giggum undanfarið.
Egill segir að það sé af ýmsu að
taka þegar spurt er út í helstu
afrekin á tónlistarsviðinu. „Hafnaði í
öðru sæti í undankeppni Eurovision
hér á landi 2008.
Lagið Louder var á toppnum á
Íslenska listanum í átta vikur í röð
og er eina íslenska lagið sem hefur
náð því. Hef giggað með fremstu
tónlistarmönnum heims eins og
Basshunter, David Guetta og
Scooter. Jólalagið mitt Musclebells
fékk svo 13 million views á Youtube
og Facebook á einungis tveimur
vikum,“ segir Egill fjallbrattur.
Hvaða lag varstu að hlusta á? Var
að hlusta á Rave Love með W&W
rétt áðan.
Uppáhalds tónlistartímabil? Þetta
er erfitt. Það er svo mikið af góðri
tónlist að koma út í dag að ég segi
að heimurinn sé að toppa bara í
þessum töluðu orðum.
toppurinn
Vinsælast á Playlista
Egils:
Stronger Without You
DJ MUSCLEBO
Skank in the Rave
DARREN STYLES
Take My Hand
OBERG
Up & Down
TIMMY TRUMPET
FCK 2020
SCOOTER
Kids These Days
WILL SPARKS
Egill Einarsson | tónlistarmaður með meiru
Heimurinn er að toppa sig tón-
listarlega í þessum töluðu orðum
( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is
Hvaða tónlist fær þig til að sperra
eyrun þessa dagana? Raftónlist. Er
mikið í happy hardcore playlistum
á Spotify eins og staðan er núna.
Besti gym-playlistinn á Spotify
þessa dagana heitir “LEÐUR” og
eftir LeðurHanz eða Jóhann Ólaf
Schröder.
Hvers konar tónlist var hlustað á á
þínu heimili? Allt saman í rauninni.
Bubba, Megas, Guns N Roses,
Metallicu, Scooter. Alltaf verið
spiluð frábær tónlist á heimilinu frá
því ég man eftir mér.
Hver var fyrsta platan/diskurinn/
kasettan/niðurhalið sem þú
keyptir þér? Líklega Appetite for
Destruction með Guns'N'Roses.
Hvaða græjur varstu þá með?
Ég var með plötuspilara heima og
ferðageislaspilara. Sakna plötuspil-
arans, það var ákveðin stemning að
setja stóra svarta plötu á fóninn.
Allur sjarmi farinn úr þessu í dag.
Hvert var fyrsta lagið sem þú
manst eftir að hafa fílað í botn?
Það þurfti bara eina spilun á Move
Your Ass með Scooter. Man ég
hugsaði strax: „OK, þetta er besta
lag allra tíma!”
Þú heldur dúndurpartí í kvöld,
hvað læturðu hljóma í græjunum
til að koma öllum í stuð? Það
væri blanda með nokkrum af
bestu tónlistarmönnum heims,
Basshunter, Timmy Trumpet, DJ
Muscleboy, Amin Van Buuren,
W&W og Da Tweekaz svo eitthvað
sé nefnt.
Þú vaknar í rólegheitum á sunnu-
dagsmorgni, hvað viltu helst
heyra? Ég er ekki einn af þeim sem
hlusta á rólega tónlist þegar ég
vakna, ég fer beint í rave playlista
á Spotify þar sem tempóið er aldrei
undir 140 BPM.
Þú átt þess kost að fara hvert
sem er í heiminum og skella
þér á tónleika. Hvert færirðu, á
hvaða tónleika og hvern tækirðu
með þér? Ég færi líklega bara á
Tomorrowland aftur með sama
hóp og ég geri alltaf því það er ekki
hægt að gera neitt skemmtilegra
í þessu lífi en að fara á þá virtu
tónlistarhátíð.
Hvað músík var helst blastað í
bílnum þegar þú varst nýkominn
með bílpróf? Nákvæmlega sama
og þessa dagana, danstónlist.
Hvaða tónlistarmaður hefur þig
dreymt um að vera? H.P Baxxter og
Love Guru.
Hver er að þínu mati besta
plata sem gefin hefur verið út?
Ég gerði ekki annað en að hafa
Guns'N'Roses diskana á repeat
þegar ég var gríslingur. En erfitt að
gera upp á milli þeirra. Svo færðist
ég meira og meira yfir í raftónlist
þegar fór að líða á.
Egill Einarsson. AÐSEND MYND
Austurríski djasspíanóleikarinn
Alexandra Ivanova kom til Skaga-
strandar til dvalar í Nesi listamiðstöð í
ágúst, til að vinna að tónverkum og
félagslegri tilraun fyrir leikhúsverk um
skynjun fólks á Miðausturlöndum.
Þetta leiddi til viðtals við sveitarstjór-
ann á Skagaströnd, Alexöndru
Jóhannesdóttur, um málefni sem eru í
brennidepli og snerta samfélagið.
Sveitarstjórinn lagði áherslu á
áskorunina um að halda uppi lífsgleði
hjá öldruðum, þar sem takmarka
hefur þurft gestakomur á öldrunar-
heimilinu Sæborg frá því í vor.
Þar sem reynsla hennar eigin afa og
ömmu frammi fyrir erfiðleikum
samtímans hafði snert við henni, gat
Alexandra Ivanova ekki hætt að hugsa
um íbúa Sæborgar eftir að hafa talað
við sveitarstjórann. Alexandra var
innblásin af geisladisknum Raddir
Íslands frá Þjóðlagasetri Siglufjarðar og
bjó til sambræðing tveggja heima:
Íslendingar að syngja gömul drykkjar-
og gamanlög og eigin píanóundirleik
sem er innblásinn af djass og austur-
lenskri tónlist.
Íbúar Sæborgar hlýddu á nýja
tegund af heimatónleikum, upptöku af
átta lögum, þar á meðal Ég hef selt
hann yngra Rauð eftir Pál Ólafsson og
Stallan, snjalla, bralla ber eftir Björn
Jónsson, sem voru tileinkaðir hverj-
um og einum af þeim og gefinn á
minnislykli. „Við létum ekki nægja að
hlusta einu sinni, nei, nei. Við horfðum
bæði fyrir og eftir hádegi,“ sagði
Magga Alda Magnúsdóttir, hjúkrunar-
fræðingur á Seeborg.
Alexandra Ivanova er austurrískt
tónskáld og píanóleikari með búlgarsk-
ar rætur sem leiðbeint hefur verið af
líbansk-ameríska tónskáldinu og
píanóleikaranum Tarek Yamani. Í
tónlist sinni sameinar hún austurlensk,
asísk og afrísk-kúbönsk áhrif við djass.
Hún hefur komið fram með tríóum
sínum og verkefnum víðsvegar um
Music For Fun á Skagaströnd
Gömul íslensk lög endurvakin fyrir íbúa Sæborgar
Austurríki, Frakkland, Bretland, Sam-
einuðu arabísku furstadæmin og Ísland,
þar á meðal á Jazzhátíð Reykjavíkur
2020 og í Mengi Reykjavík „Auðvitað
var þetta áhættusamt en ég vildi búa til
eitthvað skemmtilegt og óvænt, eitt-
hvað sem fær fólk til að hugsa og hlæja
á sama tíma: hjónaband íslenskra
drykkjusöngva og djass með austur-
lensku ívafi.“ sagði Alexandra Ivanova
um verkefnið.
„Music for fun – Tónlist til skemmt-
unar“ er fögnuður yfir því sem enn er
mögulegt: að gefa smá hlátur. Sérstakar
þakkir til hjúkrunarfræðinga Sæborgar
fyrir aðstoðina og austurríska sendi-
ráðsins í Kaupmannahöfn fyrir að
styðja þetta verkefni. /ÓAB - Fréttatilkynning
Rósa og Alexandra Ivanova. AÐSEND MYND
10 42/2020