Feykir - 04.11.2020, Síða 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR : Tala.
Sudoku
Krossgáta
FEYKIFÍN AFÞREYING
Feykir spyr...
Hver er versti
matur sem
þú hefur
smakkað?
Spurt á Facebook
UMSJÓN : klara@nyprent.is
„Það særir mig að segja það
en kjúklingapottrétturinn
sem mamma prófaði að elda
síðast þegar við fjölskyldan
komum í heimsókn.
Suðu Sigfús hefði orðið
stoltur af honum... ég elska
þig mamma.“
Ragnar Freyr Guðmundsson
Finna skal út eitt orð úr
línunum fjórum:
Ótrúlegt - en kannski satt...
Froskar eru magnaðar skepnur. Það uppgötvaðist í geimferð
að froskar geta kastað upp. Ótrúlegt, en kannski satt, þá ælir
froskurinn maga sínum út þannig að hann hangir úr munni hans.
Þá notar froskurinn framfæturna til að krafsa magainnihaldið burt
og gleypir magann að því loknu aftur.
Tilvitnun vikunnar
Grundvallarskylda stjórnvalda er að verja líf eigin þegna.
Sérhver ríkisstjórn sem mistekst að sinna þeirri skyldu
er ekki þess verðug að stjórna. – Donald Trump
„Súrir hrútspungar.“
Anna Rún Austmar
„Hræringur!“
Ásta Birna Jónsdóttir
„Hef ekki smakkað
neitt ógeðslegt.“
Júlía Sigurðardóttir
bringur. Hartmann stundar skot-
veiði og höfum við verið að fikra
okkur áfram í eldun og framreiðslu
á villibráð. Við erum ekki að finna
upp hjólið hér frekar en með
pizzuna, en höfum aðlagað að
okkar smekk og erum ánægð með.
stokkandarbringur
(helst veiddar í nágrenninu)
salt og pipar
Aðferð: Bringum er skellt á vel
heitt grill, þær grillaðar á hvorri
hlið og saltað og piprað eftir smekk.
Erfitt er að gefa fasta uppskrift,
enda hráefnið misjafnt og tilfinn-
ingin fljót að koma um hluti eins
og hvenær bringurnar séu hæfilega
eldaðar, en best finnst okkur að
„pota“ í þær til að meta stífleikann.
Meðlæti fer eftir smekk, en
okkur finnst æðislegt að gera góða
villibráðasósu og þá færir það
leikinn upp á allt annað stig að nota
í hana íslensk bláber. Kartöflur í
ofni og síðan eitthvað sætt meðlæti
eins og bakaðar perur.
MILLIMÁLSRÉTTUR
Sumarlegt Melónusalat
vatnsmelóna
lime
mynta
hrásykur (eða önnur sæta –
má einnig sleppa)
Í þessari uppskrift eru engar mæl-
ingar þar sem þetta fer að mestu
eftir smekk.
Melónan er skorin í litla munn-
bita, limesafi kreistur yfir og smátt
skorin mynta sett saman við. Sætan
er valkvæð, en það getur verið gott
að setja örlitla sætu saman við. Gott
ef það nær að hvílast aðeins, alls
ekki of lengi – og mikilvægt er að
borða kalt.
Verði ykkur að góðu!
Þau skora á Rakel Sunnu frá Þóru-
koti og Jóhann Braga, kærasta
hennar, að taka við matarþættinum.
Föstudagspizza og
stokkandarbringa
Matgæðingar vikunnar eru þau Ólöf Rún Skúladóttir og
Hartmann Bragi Stefánsson. Þau búa ásamt eins og hálfs árs syni
þeirra, Hirti Þór, á Sólbakka II í Húnaþingi vestra. Þau eru nýlega
flutt aftur heim eftir nám og eru nú komin inn í búskapinn á
Sólbakka með foreldrum Ólafar. Hartmann er menntaður pípari
og bú-fræðingur, vinnur nú að mestu leyti við búið, en Ólöf, sem
er lærður landfræðingur og búfræðingur, hóf nýlega starf á leik-
skólanum Ásgarði á Hvammstanga.
,,Okkur langaði að deila með ykkur þremur uppskriftum, einni
hversdags, annarri kannski meira til hátíðabrigða, ef uppskrift skyldi
kalla og þriðju af sumarlegum millimálsrétti nú rétt fyrir mesta
skammdegið. Vonum að þið njótið góðs af.“
RÉTTUR 1
Föstudagspizzan
(fyrir 2-3 – á eina ofnplötu)
Það er pizza á föstudögum – það er
bara þannig. Við gerum gerlaust
pizzadeig sem maður er enga stund
að útbúa. Hún kemur upprunalega
frá Sollu (á Gló), en höfum aðlagað
að okkur. Uppskriftin er víða
þekkt, en við höldum að það megi
vel minna á hana. Fljótleg, góð og
létt í maga.
250 g hveiti (ekki verra
ef það er spelt)
1 tsk. lyftiduft (má sleppa)
½ tsk. salt
1 tsk. oregano
2 msk. olía
u.þ.b. 150 ml sjóðheitt vatn
Aðferð: Vatnið er soðið, öllu
blandað saman í skál og hnoðað
létt. Deigið er flatt út beint á
bökunarpappír og skal botninn
verða vel þunnur. Best er að setja
rakt viskustykki undir bökunar-
pappírinn. Fletja degið út strax því
það er mun auðveldara að fletja
það út heitt.
Því næst er botninn forbakaður
í u.þ.b. sjö til tíu mínútur á 200°C.
Þegar botninn hefur forbakast er
gott að láta hann kólna örstutt áður
en áleggi, að eigin vali, er raðað á.
Mælum eindregið með að setja
ostinn undir áleggið, geyma þó
örlítið af osti sem stráð er yfir
áleggið í lokin. Bakað í u.þ.b. 10
mínútur á 200°C.
RÉTTUR 2
Stokkandarbringur
Hátíðarmaturinn er stokkandar-
( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) siggag@nyprent.is
Ólöf Rún og Hartmann Bragi á Sólbakka II matreiða
Hjörtur Þór, Hartmann Bragi og Ólöf Rún. AÐSEND MYND
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Krummi tékkar á stöðunni.
42/2020 11
Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar
Lítilræði á launamiða.
Losna kann í dagsins önn.
Oflöng, hvimleið orðaskriða.
Úti á sjó var spýtt um tönn.