Fréttablaðið - 21.12.2021, Qupperneq 1
2 5 0 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s Þ R I Ð J U D A G U R 2 1 . D E S E M B E R 2 0 2 1
Ný lyfjagjöf
gefur góða raun
Teikniklámið
var sjálfbært
Fréttir ➤ 6 Lífið ➤ 26
HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · hekla.is/mitsubishisalur
Fullnýttu þér niðurfellingu virðisaukaskatts áður en ívilnanir
tengiltvinnbíla verða lagðar af og sparaðu 960.000 krónur.
Eclipse Cross PHEV frá aðeins 5.490.000 kr. og jólapakki fylgir!
Mitsubishi Eclipse Cross PHEV
fyrir áramót!
*Um áramót falla niður ívilnanir stjórnvalda og þar með niðurfellingar á virðisaukaskatti sem eru um 960.000 kr.
Tryggðu þér 4x4 tengiltvinnbíl
Sparaðu 960.000 kr.*
gar@frettabladid.is
HÖFUNDARRÉT TARMÁL „Mergur
málsins er að ritstuldur er ólíðandi
lögbrot sem enginn á að komast
upp með,“ segir Árni H. Kristjáns-
son sagnfræðingur í aðsendri grein
í Fréttablaðinu í dag þar sem hann
heldur fast í ásakanir á hendur
Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra
um ritstuld í skrifum fyrir Rann-
sóknarnefnd Alþingis.
Eins og kunnugt er hefur Ásgeir
Jónsson hafnað öllum ásökunum
um ritstuld. Árni kveður Ásgeir hins
vegar hafa viðurkennt ritstuldinn.
„Ég var beittur miklum órétti í skjóli
Alþingis og það er mikilvægt að hið
sanna í öllu málinu komi í ljós,“
skrifar Árni. SJÁ SÍÐU 13
Ítrekar ásakanir
á hendur Ásgeiri
Ríkisstarfsmönnum hefur
fjölgað um ríflega þúsund á
þriggja ára tímabili. Lífeyris-
og álagsgreiðslur mismun-
andi eftir tímabilum.
bth@frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA 21.605 Íslendingar
voru ríkisstarfsmenn í árslok
2020. Fjöldi stöðugilda var 18.107.
Heildarlaunakostnaður nam 278,9
milljörðum króna og óx um 49,2
milljarða milli ára.
Stöðugildum hjá ríkinu fjölgaði
á þriggja ára tímabili úr 17.050 í
18.107 eða um 1.052 starfsmenn.
Þetta má lesa í ríkisreikningi.
Þar kemur einnig fram að heildar-
launagreiðslur voru mun hærri árið
2018 en 2019 þannig að hækkunin
er ekki alltaf línuleg milli ára.
Ingþór Karl Eiríksson fjársýslu-
stjóri segir að inni í þessum tölum
séu ekki bara útgreidd mánaðar-
laun.
„Þetta er heildarlaunakostnaður.
Undir það falla lífeyrisskuldbind-
ingar og launatengd gjöld,“ segir
Ingþór.
„Álagsgreiðslur og annað kemur
þarna inn, allt sem tengist launum,“
bætir Ingþór við.
Í árslok 2020 fengu 6.486 karlar
greidd laun úr ríkissjóði en 11.621
kona.
Hlutfall kvenna var því 64,2 pró-
sent af öllum ríkisstarfsmönnum
árið 2020. Karlarnir voru 35,8 pró-
sent ríkisstarfsmanna.
Mjög er mismunandi eftir árum
hve ríkisstarfsmönnum fjölgar
ört. Óveruleg fjölgun varð í þeirra
röðum 2019-2020, eða innan við
tuttugu manns. Milli 2018 og 2019
varð skrið þegar fjölgaði um nálega
430 ríkisstarfsmenn. Mesta fjölg-
unin varð milli áranna 2017-2018
eða sem nemur tæplega 600 manns.
Ingþór segir að hann sé ekki
rétti maðurinn til að svara þeirri
spurningu hvort þessi kostnaður sé
orðinn sligandi fyrir íslenska ríkið.
Þá segir Ingþór að aðeins vanti upp
á að hægt sé að ræða tölur fyrir árið
sem er að líða. n
Launakostnaður ríkisins jókst um
nærri fimmtíu milljarða milli ára
Ár Fjöldi starfsmanna
2017 20.039
2018 20.607
2019 21.048
2020 21.065
Heildarfjöldi ríkisstarfsmanna
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, mótmælti í gær við sendiráð Bretlands vegna máls Julians Assange, stofnanda Wikileaks, sem bíður framsals til Bandaríkjanna. „Hættið að
ofsækja frelsið. Látið Julian Assange lausan,“ segir í bréfi til breska sendiherrans. Í bréfinu segir Ögmundur enn fremur að hann muni árétta þessa kröfu á þar til gerðu skilti fyrir framan sendiráðið
aftur í dag og á morgun klukkan 12. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI