Fréttablaðið - 21.12.2021, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 21.12.2021, Blaðsíða 13
Ritstuldur Ásgeirs Jónssonar, seðla­ bankastjóra, hefur verið í hámæli eftir að Bergsveinn Birgisson afhjúpaði hann og í kjölfarið höf­ undur þessa greinarkorns. Ásgeir viðurkennir ritstuldinn úr verki mínu, Hugsjónir, fjármál og póli­ tík. Saga Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis í sjötíu og sjö ár (hér eftir Saga SPRON), en telur sig hafa verið í fullum rétti: „Ég get engu svarað um þetta,“ sagði Ásgeir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Ég kom að þessu verki í raun á lokastigum, var einn margra höfunda að skýrsl­ unni og fékk afhent efni sem mér var sagt að væri í eigu nefndarinn­ ar. Ég veit ekki meira um málið.“ Á Facebook­síðu sinni 17. desember sl. sagði Ásgeir m.a.: „Aldrei í mínum villtustu ímyndunum hvarf laði að mér að þessi skrif í umboði og undir höfundarrétti Alþingis okkar Íslendinga myndu leiða til þess að ég yrði sakaður um ritstuld á for­ síðu dagblaðs – 8 árum síðar. Enda er þá þjófsnautur minn í þessu máli öll íslenska þjóðin – sem á höfund­ arrétt á öllum rannsóknarskýrslum Alþingis.“ Forsaga málsins Ég sleit ófor mleg u samstar f i við Rannsóknarnefnd Alþingis snemma árs 2012 vegna kröfu nefndarinnar um höfundarrétt á rannsóknum mínum um spari­ sjóði. Ég skrifaði því hvorki undir samstarfssamning við nefndina, né aðrar skuldbindingar, og leiðir skildu í góðu. Þar sem starfsmenn nefndarinnar höfðu undir hönd­ um handrit mitt að Sögu SPRON, sem sýnishorn af vinnubrögðum mínum, þá sló ég formlega eftir­ farandi varnagla: „Ég fer vinsam­ lega fram á það að nefndin og Vífill [Karlsson] skili mér þeim gögnum sem ég lét af hendi. Einnig vil ég undirstrika að star fsmönnum nefndarinnar er óheimilt með öllu að nýta gögnin við skrif sín.“ Rannsóknarnefndin réð ekki sagnfræðing í minn stað en stillti Ásgeiri Jónssyni upp sem arftaka mínum eins og staðfest er í greinar­ gerð nefndarinnar: „t.d. starfaði dr. Ásgeir Jónsson, sérfræðingur í alþjóðafjármálum, peningamála­ fræði og hagsögu, fyrir nefndina við ritun sagnfræðihluta um sögu og bakgrunn sparisjóðanna, bæði á Íslandi og erlendis.“ Sem sagt sama viðfangsefni og í handriti mínu. Sem kunnugt er, og staðfest er af sérfróðum matsmönnum (pró­ fessorum í lögfræði og sagnfræði) á vegum Alþingis, þá virti nefndin bann um að nota handrit mitt að vettugi. Handritið gekk á milli skýrsluhöfunda og var nýtt óspart við skrif Rannsóknarskýrslunnar. Eins og nærri má geta þá átti ólög­ legt athæfið að fara mjög leynt eins og sést í tölvupósti dr. Vífils Karls­ sonar, hagfræðings og starfsmanns nefndarinnar, er hann sendi hand­ rit mitt áfram innan nefndarinnar með orðunum: „Trúnaðarmál. Lætur þetta ekki fara lengra.“ Ritstuldur réttlættur Ásgeir Jónsson telur sig hafa verið í rétti við að nýta handrit mitt sem hann segir að hafi verið í eigu Rann­ sóknarnefndarinnar. Hafa ber í huga að Ásgeir og skýrsluhöfundur eru háskólamenntaðir fræðimenn og hafa m.a. starfað sem kennarar við æðri menntastofnanir. Þeim var því fullljóst að með því að nýta Sekt Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra handrit mitt þá voru þeir að þver­ brjóta höfundalög nr. 73/1972 þar sem refsiramminn er frá sektum til allt að tveggja ára fangelsis. Því er ekki að undra að skýrslu­ höfundar hafi lagt sig fram við að breiða yfir glæpinn. Þess var vand­ lega gætt að nafn mitt og bókar minnar, sem kom út hálfu ári á undan Rannsóknarskýrslunni, kæmu hvergi fram. Ef ósatt yfirklór Ásgeirs væri rétt, að handrit mitt hafi verið í eigu Rannsóknarnefnd­ arinnar og því frjálst að nota það, þá vakna mikilvægar spurningar. Hvers vegna breyttu starfsmenn nefndarinnar tilvísunum sem ég notaði í handriti mínu? Meðal annars í texta skýrslunnar þar sem ritstuldur hefur verið staðfestur! Hvers vegna átti það að fara leynt er handrit mitt var sent áfram innan nefndarinnar? Svörin eru augljós og hafa verið staðfest af sérfróðum matsmönnum – Ásgeir Jónsson og f leiri skýrsluhöfundar eru uppvísir að ritstuldi úr verki mínu. Þjóðin er ekki þjófsnautur Ásgeirs Ásgeir Jónsson heldur því á lofti að skýrsluhöfundar hafi skrifað Rann­ sóknarskýrsluna í umboði og undir höfundarrétti Alþingis. Það hlýtur að vera þrautalending að gera Alþingi að skálkaskjóli og þjóðina að þjófsnaut. Alþingi og þjóðin eiga engan höfundarrétt á mínu verki eins og Ásgeir veit ósköp vel. Ég af hjúpaði ritstuldinn þegar rannsóknarskýrslan kom út árið 2014. Málið fékk takmarkaðan hljómgrunn enda vildi Alþingi ekki að það kæmist í hámæli. Ástæðan var sú að þingið brást eftirlits­ skyldu sinni með rannsóknarnefnd sem missti tökin á verkefni sínu eins og ítrekaðar frestanir, himin­ hár kostnaður og rangar niður­ stöður skýrslunnar bera með sér. Þegar ritstuldur skýrsluhöfunda bættist við vildi Alþingi ekkert af málinu vita. Ég var beittur miklum órétti í skjóli Alþingis og það er mikilvægt að hið sanna í öllu málinu komi í ljós. Því er ég með í smíðum stóra grein, sem mun birtast í fagtímariti, þar sem málið verður rakið ítarlega. En mergur málsins er að ritstuldur er ólíðandi lögbrot sem enginn á að komast upp með, ekki heldur Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. n Árni H. Kristjánsson sagnfræðingur En mergur málsins er að ritstuldur er ólíðandi lögbrot sem enginn á að komast upp með, ekki heldur Ásgeir Jónsson, seðla- bankastjóri. Samkvæmt nýlegri verðlagskönnun ASÍ kom Ly aver best út miðað við meðalverð ölda vara í könnuninni.* Kynntu þér vöruúrvalið og lágt vöruverð á lyaver.is eða í verslun Lyavers. Lægsta meðalverðið er í Ly averi * Samkvæmt könnun Verðlagseftirlits ASÍ á lausasölulyum og öðrum vörum þriðjudaginn 2. nóvember. ly aver.is Suðurlandsbraut 22 ÞRIÐJUDAGUR 21. desember 2021 Skoðun 13FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.