Fréttablaðið - 21.12.2021, Qupperneq 10
Juan Jose Omella, erkibiskup Barcelona, leiðir rannsóknina. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
251 barnaníðsmál með 1.237
þolendum er nú til rannsókn-
ar hjá kaþólsku kirkjunni á
Spáni. Búast má við því að
málunum og þolendunum
fjölgi mikið í rannsókninni.
Hegðun margra barnaníðinga
var „opið leyndarmál“ innan
kirkjunnar.
kristinnhaukur@frettabladid.is
SPÁNN Vatíkanið hefur fengið til
rannsóknar 251 barnaníðsmál
spænskra klerka. Elsta málið er frá
árinu 1942 og það yngsta frá árinu
2018. Frans páfi var upplýstur um
stöðuna í upphafi mánaðar og fékk
af henta nærri 400 síðna skýrslu.
Dagblaðið El País greinir frá þessu.
Kirkjan hefur verið þögul um
málið en talsmaður Vatíkansins
sagði málsmeðferðina gerða eftir
kirkjulögum. Það þýðir að allt sem
rannsóknarnefndin f innur um
kynferðisbrot klerka gegn börnum
verður afhent spænskum lögreglu-
yfirvöldum. Juan Jose Omella,
erki biskup Barcelona, leiðir rann-
sóknina sem samkunda spænskra
biskupa sinnir.
Samkvæmt El País eru þolendur
klerkanna að minnsta kosti 1.237.
Þeim gæti þó fjölgað í nokkur þús-
und eftir því sem rannsókninni
vindur fram. Málin snerta 31 af 70
biskupsdæmum Spánar og nokkra
tugi trúarreglna kaþólsku kirkj-
unnar, svo sem Jésúíta og Marista.
Flest málin eru í tveimur stærstu
borgunum, 74 í Barcelona og 53 í
Madríd. Mörg mál eru í Valencia,
Navarra og Leon.
Gerendur í f lestum málunum
eru prestar en aðrir starfsmenn
kirkjunnar koma einnig við sögu. Í
f lestum tilvikum eru gerendurnir
síbrotamenn sem misnotuðu að
minnsta kosti tugi barna og hegðun
þeirra var „opið leyndarmál“ innan
kirkjunnar. Sumir þeirra voru
kennarar sem misnotuðu heilu
bekkina.
El País hefur unnið að rannsókn-
um á kynferðisbrotum klerka í þrjú
ár og fengið meira en 600 frásagnir
frá þolendum. Má því búast við að
rannsókn Omella muni vinda veru-
lega upp á sig.
Benedikt XVI, forveri Frans,
var harðlega gagnrýndur fyrir að
aðhafast lítið í þeim barnaníðs-
málum sem komu inn á borð til
hans. En áður en hann varð páfi fór
Benedikt fyrir rannsóknum þessara
brota hjá Vatíkaninu. Eftir að Frans
tók við árið 2013 komu upp mál
sem bentu til þess að hann myndi
ekki standa sig mikið betur. Sem
kardínáli hafði hann einnig sakað
þolendur kynferðisbrota um lygar.
Í seinni tíð hefur Frans sýnt iðrun
og viðleitni til þess að taka kyn-
ferðisbrotamál fastari tökum. Þann
13. nóvember síðastliðinn þakkaði
hann blaðamönnum sem hafa upp-
lýst um kynferðisbrot klerka. En
frá stórri opinberun dagblaðsins
Boston Globe árið 2002 hafa blaða-
menn um allan heim grafið upp
mál. Eitt nýjasta dæmið eru mál um
200 þúsund franskra barna á 70 ára
tímabili. n
Hundruð barnaníðsmála kaþólskra
presta eru nú til rannsóknar á Spáni
gar@frettabladid.is
SPÁNN Þrátt fyrir veldisvöxt í
kórónaveirusmitum á Spáni eru
héraðsstjórnir hikandi við að fara
að ráðum sérfræðinga um hertar
sóttvarnareglur. Þetta kemur fram
í vefútgáfu El País.
Í frétt El País segir að þrátt fyrir
allan þann lærdóm sem dreginn
hafi verið á nær tveimur árum af
því hvernig kórónaveiran dreifi sér
og hvernig megi hindra útbreiðslu
hennar sé allt annað mál hversu
viljug spænsk stjórnvöld og borg-
arar séu til að beita þeim aðferðum.
„Smitum fjölgar stöðugt: fjórtán
daga nýgengi er nú 511 smit á hverja
hundrað þúsund íbúa sem setur
landið í hæsta áhættuhóp,“ segir í El
País. Þess má geta að sambærilega
smittala fyrir Ísland er nú 569. n
Hik á Spánverjum
Á Lanzarote á Spáni. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
kristinnpall@frettabladid.is
COVID-19 Lyfjastofnun Evrópu sam-
þykkti í gær að veita bóluefni Novo-
vax markaðsleyfi í Evrópu. Það er
fimmta bóluefnið við kórónaveir-
unni sem stofnunin samþykkir og
um leið fyrsta skrefið að því að efnið
fái markaðsleyfi hér á landi.
Áður var búið að samþykkja bólu-
efni Pfizer og BioNTech, Johnson &
Johnson, AstraZeneca og Moderna.
Evrópusambandið hefur tryggt
sér 200 milljónir skammta af bólu-
efni sem er byggt á broddpróteini
veirunnar sjálfrar. Tilraunir lyfja-
framleiðandans gefa til kynna að
bóluefnið veiti um 90 prósenta
vörn hjá einstaklingum yfir 18 ára
aldri. n
Novovax fær leyfi
Novovax er notað í Kólumbíu.
Í seinni tíð hefur Frans
páfi sýnt iðrun og við-
leitni til þess að taka
kynferðisbrotamál
innan kaþólsku kirkj-
unnar fastari tökum.
Fullkomið
í veisluna
kristinnpall@frettabladid.is
BRETLAND Varaforsætisráðherra
Bretlands, Dominic Raab, sagðist í
gær ekki geta lofað því að ríkisstjórn
Bretlands myndi ekki herða aðgerð-
ir fyrir jólahátíðina. Boris Johnson
forsætisráðherra forðaðist að taka
ákvörðun á ríkisstjórnarfundi um
næstu skref í sóttvarnaaðgerðum.
Sama dag var tilkynnt að leikið
yrði áfram í ensku úrvalsdeildinni
yfir jólavertíðina þrátt fyrir fjölda
smita.
Ráðgjafar ríkisstjórnarinnar hafa
mælt með hertum aðgerðum í ljósi
útbreiðslu kórónaveirusmita í Bret-
landi undanfarna daga. Fyrir vikið
er hætt við því að heilbrigðiskerfið
bresti undan álagi yfir hátíðirnar en
Raab sagði í samtali við Sky að það
yrði ekki gripið til jafn takmarkandi
aðgerða og fyrir ári.
„Þetta verða mun betri jól en á
Breska ríkisstjórnin tvístígandi um aðgerðir
Boris Johnson og varaforsætisráð-
herrann Dominic Raab í bakgrunni.
síðasta ári vegna fjölda bólusettra,
bæði tvíbólusettra og þeirra sem
hafa þegið örvunarskammtinn.
Fólk þarf auðvitað að gæta sín en ég
held að tölfræði sýni að við megum
eiga von á betri jólum,“ sagði Raab
en vildi ekki lofa því að ríkisstjórnin
myndi ekki grípa til hertra aðgerða á
næstu dögum.
Breskir fjölmiðlar fullyrða að
Boris Johnson hugnist betur að boða
hertar aðgerðir eftir jólahátíðina. n
10 Fréttir 21. desember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ