Fréttablaðið - 21.12.2021, Page 17

Fréttablaðið - 21.12.2021, Page 17
KYNN INGARBLAÐ ALLT ÞRIÐJUDAGUR 21. desember 2021 Hildur Þórðardóttir verslunarstjóri og Björn Þór Heiðdal, eigandi Rúmföt.is, með draumajólagjöfina í ár: dásamlega Black Forest dúnsæng. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Himneskar sængur og rúmföt Rúmföt.is er ein flottasta rúmfata- og sængurbúð landsins. Þar fást dýrindis dúnsængur frá Svartaskógi í Þýskalandi og lúxusrúmfatnaður í gæðum sem á sér fáar hliðstæður. 2 Jólahefðir eru misjafnar eftir löndum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY elin@frettabladid.is Í nýrri alþjóðlegri rannsókn sem Festive Feels framkvæmdi á meðal 18 þúsund neytenda í 18 löndum kemur fram að margt er ólíkt milli landa þegar kemur að jólum. Til dæmis upplifði rúmlega þriðj- ungur Svía mikla streitu fyrir jólin á meðan aðeins 22% Ítala svöruðu því játandi. Rannsóknin sýnir að aðeins 38% Svía eru áhugasöm um kaup á jólagjöfum á meðan um 48% annarra þjóða eru það. Tæplega helmingi Svía, 49%, fannst erfitt að velja jólagjafir. Þá kaupa Svíar færri jólagjafir en margar aðrar þjóðir eftir því sem sænski vefmiðillinn Expressen greinir frá. Blaðið segir að Svíar séu óskipu- lagðir fyrir jólin sem auki stressið. Gott skipulag kemur í veg fyrir of mikla eyðslu sem eykur sömuleiðis streitu. Ísland ekki með 55% Svía töldu hefðir mikilvægar um jólin en 60% í öðrum löndum. 26% Svía vilja hafa allt hreint og fínt um jólin en meðaltalið annars staðar var 60%. Svíar kaupa að meðaltali fimm leikföng fyrir jólin en heimsmeðaltal er 6,5. Margir töldu að jólagjöfin ætti að hafa per- sónulega þýðingu á meðan fjórða hverjum fannst verðið skipta máli. 23% Svía telja samveru dýrmæt- asta við jólin en meðaltal annars staðar var aðeins 9%. Jólamatur var mikilvægur fyrir 44% Svía en aðeins hjá 32% í öðrum löndum. Ísland var ekki með í þessari rann- sókn. n Staðreyndir um jólahefðir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.