Fréttablaðið - 21.12.2021, Side 22
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654,
Gelato er sérstök tegund af ís en
byrjað var að búa hann til á Ítalíu á
17. öld og á hann sér því langa sögu.
Gelato-ísinn inniheldur minni
rjóma en hefðbundinn rjómaís
og er því fituminni. Ísinn er alltaf
ferskur og nýlagaður og blandaður
hægar en venjan er með rjómaís.
Ísinn er því þéttari í sér og áferðin
er sérstaklega mjúk og silkikennd.
„Við opnuðum ísbúðina í maí
2020 og höfum því verið að gera
ítalskan gelato á Íslandi í eitt og
hálft ár. En við höfum verið að búa
hann til og þróa á Ítalíu í 25 ár.
Ég flutti svo til Íslands og opnaði
ísbúð hér,“ segir eigandinn Michele
Gaeta, en ísbúðirnar eru staðsettar
á Aðalstræti 6 og á Hlemmi mat-
höll.
„Ísinn hefur slegið í gegn hér
á Íslandi. Við opnuðum búðina i
miðju Covid en fólk beið samt í
röðum eftir að kaupa ís. Íslend-
ingar kunna greinilega vel að meta
ekta ítalskan gelato.“
Michele leggur áherslu á að búa
til ekta ítalska vöru í sem mestum
gæðum. Allt hráefnið í ísinn er
innflutt frá Ítalíu nema mjólkin og
rjóminn. Það er gert til að tryggja
ekta ítalskan gelato úr besta ítalska
hráefni sem völ er á.
Girnilegar gelato-kökur og
ljúffengt sikileyskt cannoli
„Við erum nýlega farin að gera
gelato-kökur. Þær fást í hefð-
bundnum bragðtegundum eins
og tiramisù og crème brûlée. Svo
erum við líka með Oreo-köku,
köku með hindberja og ostabragði
og köku með hvítu súkkulaði og
pistasíuhnetum,“ segir Michele.
Michele segir gelato-kökurnar
fullkomnar sem eftirrétt á jól-
unum.
„Þær eru mjög fallegar og eru til í
ýmsum stærðum fyrir allar stærðir
af fjölskyldum og hópum. Það er
líka hægt að kaupa bara eina sneið
af gelato-kökunum hjá okkur. Þó
við séum bara nýbyrjuð að bjóða
upp á þessar kökur hafa þær verið
mjög vinsælar,“ segir hann.
„Við eigum þær tilbúnar í
búðinni svo það þarf ekki að bóka
þær fyrir fram nema þær eigi að
vera fyrir mjög stóran hóp.“
Fyrir tveimur vikum byrjaði
Michele líka að bjóða upp á sikil-
eyskt cannoli í búðunum sínum.
„Cannoli er eftirréttur frá Sikil-
ey. Cannoli er djúpsteikt deig fyllt
með ricotta-osti, súkkulaði og
pistasíuhnetum. Það kom mér
á óvart hvað það er vinsælt og
hversu margir hér þekktu þennan
eftirrétt,“ útskýrir Michele.
„Það er ekki auðvelt að finna
Hindberja- og osta-
ístertan frá Gaeta er
fullkominn eftirréttur
á jólunum.
Crème brûlée ísterta frá Gaeta úr ekta ítölskum gelato-ís.
Ísinn frá Gaeta
er til í ýmsum
bragðtegundum
og búinn til úr
bestu ítölsku
hráefnum sem
völ er á.
Hjá Gaeta er úrval af girnilegum gelato-kökum og eftirréttum sem eru full-
komnir til að njóta eftir jólamáltíð með fjölskyldunni á aðfangadagskvöld.
Verslanir Gaeta
eru tvær, ein
rúmgóð og björt
á Aðalstræti og
önnur minni á
Hlemmi mat-
höll.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
cannoli hér á Íslandi þar sem það
er erfitt að fá ricotta-ost. En við
flytjum ricotta-ostinn inn frá
Ítalíu og búum cannoli-ið okkar til
í búðinni á Aðalstræti.“
Michele segir tilvalið að fá sér
cannoli með kaffibolla eða heitu
súkkulaði í búðinni en svo megi
einnig kaupa það til að taka með
heim og borða eftir góðan mat.
Ítalskt heitt súkkulaði
Í ísbúðum Gaeta er hægt að kaupa
ekta ítalskt súkkulaði sem er
þykkara en heita súkkulaðið sem
Íslendingar eiga að venjast.
„Við bjóðum upp á fjórar útgáfur
af heitu súkkulaði. Fyrir utan
venjulegt súkkulaði erum við með
heitt súkkulaði með saltkaramellu,
heitt súkkulaði með ástaraldini
og heitt súkkulaði með te-bragði,
það bragðast eins og chai latte með
kryddblöndu,“ segir Michele.
„Svo núna í tilefni
jólanna bjóðum við upp á ítalskt
panettone. Það er ítölsk jólakaka.
Allir Ítalir borða hana á jólunum,
yfirleitt borða þeir hana eftir mat-
inn og svo afganginn í morgunmat
daginn eftir. Panettone er búið
til úr eggjum, rúsínum og rifnum
appelsínuberki,“ útskýrir hann.
„Við erum með þrjár tegundir af
panettone hjá Gaeta. Ein er með
pistasíum, ein með heslihnetum
og súkkulaði og svo venjulegt
panettone. Við seljum panettone í
tveimur stæðum, þau eru hálft kíló
og eitt kíló. Það er óhætt að kaupa
það nokkrum dögum fyrir jól því
það geymist alveg. Panettone er að
verða vinsæll jólaeftirréttur um
allan heim.“
Michele segir að lokum að það
hafi komið honum svolítið á óvart
hvað Íslendingar eru sólgnir í ís á
veturna.
„Þeir elska ís á veturna. Á Ítalíu
borðar fólk ís yfirleitt bara á sumr-
in og mörgum ísbúðum er lokað
yfir vetrartímann, en hér borðar
fólk ís allt árið. Það er áhugavert af
því veturnir hér er miklu kaldari
en á Ítalíu,“ segir hann hlæjandi
og bætir við að hann hlakki til að
opna Gaeta-ísbúðir á fleiri stöðum
á landinu svo fleiri geti notið þessa
gæðaíss.
Auk ísbúðanna er hægt að kaupa
panettone og Gaeto-ís í Melabúð-
inni og Fjarðarkaupum. n
Þeir elska ís á
veturna. Á Ítalíu
borðar fólk ís yfirleitt
bara á sumrin og mörg-
um ísbúðum er lokað
yfir vetrartímann, en hér
borðar fólk ís allt árið.
Michela Gaeta
2 kynningarblað 21. desember 2021 ÞRIÐJUDAGURÍS OG ÍSBÚÐIR